Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 1
HÁÞRÝSTIVÖRUR okkar sterka hlið Síðumúla 2! Sími 8-44-43 Háskólinn: Heldur færri umsóknir en á sama tíma á síðasta ári — 57 sóttu um sjúkraþjálf* un. en aðeins 18 komust að Gsal-Reykjavik. — Innritunar- fresti fyrir nýstúdenta inn i Há- skóla tslands lauk 15. júli sl. og fékk Timinn þær upplýsingar á skrifstofu Háskólans, að þá hefðu borizt um 790 umsóknir —en búið var að flokka 750 þessara um- sókna. Enn eru að berast um- sóknir utan af landi, og að sögn þeirra i háskólanum er ljóst, að þessi tala á eftir að hækka tals- vert. Hins vegar er fjöldi um- sókna nokkru minni nú en á sama tima i fyrra. Þeir nýstúdentar, sem hafa sótt um inngöngu og búið er að flokka i þær deildir, sem þeir sóttu um, Saga íslands: skiptast þannig milli deilda. (Miðað við töluna 750): Guðfræðideild 9, læknisfræði 83, lögfræði 71, viðskiptafræði 94, heimspekideild 144, verkfræði- og raunvisindadeild 175, tannlækna- deild 11, lyfjafræðideild 16, hjúkr- unarfræði 21, félagsvisindadeild 69 og sjúkraþjálfun 57. Eins og komið hefur fram i fréttum er sjúkraþjálfun ný kennslugrein i háskólanum, og verður að takmarka fjölda ný- stúdenta i deildina. Aðeins 18 af þessum 57, sem sækja um deild- ina, fá skólavist i ár. Hjá skrifstofu háskólans fékk Timinn þær upplýsingar, að fjöldi þátttakenda i hverri grein væri mjög svipaður og i fyrra, hvergi væru um verulega aukningu að ræða né verulega fækkun. r Irarnir komnir til Islands á skinn- bátnum Brendan trski skinnbáturinn Brendan lagðist að varðskipabryggj- unni i Reykjavik um klukk- an tiu i gærmorgun og tók G.E. þá þessa mynd. Fjöldi fóiks var saman kominn til að taka á móti skipsmönn- um, en þeir virtust vera vel haldnir þrátt fyrir langa úti- vist. Nú eru um átta vikur frá þvi að báturinn lagði af stað frá irlandi. Megin tilgangur fararinnar er að sanna þá hugmynd að irskir munkar hafi komið til islands og jafnvel Ameriku i bát sem þessum. A ýmsu hefur gengið i ferðinni til islands. Þannig tafðist báturinn I nokkra daga vegna óhagstæðra vinda áður en skipsmönnum tókst loks I gær að ná höfn i Reykjavfk. Þriðja bindið í árslok ASK-Reykjavik. — Það er nú verið að vinna að þriðja bindi is- landssögunnar, verkið er nær til- búið, eftir er að samræma handrit og fara yfir þau, sagði Sigurður Lindai prófessor og ritstjóri út- gáfunnar i samtali við Timann i gær. — Um það hvenær verkið kemur út þori ég ekki að fullyrða, en það gæti orðið I lok þessa árs eða á fyrstu mánuðum þess næsta. Eftir það gæti ég imyndað mér, að hægt væri að koma út einu bindi á ári, en ails er ætlunin að komi út átta bindi. 1 fyrirhuguðu bindi, sem i grófum dráttum nær frá 1262 til 1550 þá skrifar Björn Þorsteins- son t.d. um stjórnmál og atvinnu- lif, Magnús Stefánsson hluta af kirkjusögu, Jónas Kristjánsson um bókmenntir, Jónas Gislason um siðaskiptin og Björn Th. Björnsson um listasögu. Þá sagði Sigurður, að það gæti orðið raunin að fleiri höfundar leggðu þessu bindi til efni, en það væri ekki enn fullráðið, hvort það kæmi nú eða i næstu bókum. Aðspurður um sölu á þeim bókum, sem þegar hafa komið út, sagði Sigurður, að hún hefði verið allsæmileg. Þegar hefði salan farið langt með að greiða prentunarkostnað, en rikið greiddi höfundarlaun. Hinsvegar benti flest til þess, að með tið og tima gæti útgáfa Islandssögunnar staðið undir sér. Eðlilega hefði verið um mikinn stofnkostnað að ræða, kostnað, sem yrði tiltölu- lega litill þegar útgáfan væri komin á skrið. — Þvi miður þá hef ég haft mun meira að gera við störf min, en ætlunin var, en nú sé ég fram á mun rýmri tima, þannig að ekkert ætti að vera þvi til fyrir- stöðu, að eitt bindi kæmi út á ári. Það er hins vegar óhagkvæmt að gefa út öllu meira. Við höfum nú hrafl i söguna fram á þessa öld, en það efni á eftir að laga, sam- ræma og stytta, og vissulega er mikið verk eftir óunnið, sagði Sigurður Lindal að lokum. Á blaðsíðu 3 er nánar sagt frá ferð bátsins og viðtal er við skipstjórann Tim Severin Flateyri: Stóraukin atvinna eftir komu togarans Gyllis — hásetakaupið 1200 þúsund á tæpum 4 mánuðum K.Sn.—Flateyri. A sunnudaginn landaði togarinn Gyllir 126 tonnum af fiski eftir 8 daga veiðiferð, og hefur hann þá aflað 1160 tonn þá 100 veiðidaga, Togarinn Gyllir frá Fiateyri er 430 brúttórúmlestir, smið- aður í Noregi og kom nýr til Flateyrar i marzmánuði sl. Timamynd: K.Sn. sem verið hafa siðan togarinn hóf veiðar 20. marz sl.. Afla- verðmætið er 64 milljónir króna, meðalverð hvers kílós 55 kr., og er hásetakaupið orðið 1200 þúsund krónur. Skipstjóri á Gylli er Grétar Kristjánsson frá Súðavik og fyrsti stýrimaður Páll Halldórsson frá Hnifsdal. Siðan togarinn kom hefur at- vinna i frystihúsinu aukizt mjög mikið og starfa þar nú rösklega 80 heimamenn og 20 aðkomu- menn. Nú er unnið að endurbótum og breytingum á frystihúsinu, og verður væntanlega fljótlega tekið þar upp bónuskerfi, sem margir óska eftir, en er umdeilt. Staðreynd mun það engu að sið- ur, að tekjur fólks af fiskverkun aukast með bónuskerfi, og litur fólk hér þvi björtum augum til framtiðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.