Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 24
24 TÍMINN, Sunnudagur 18. júli 1976 Bernhard Nordh: I JOTUNHEIMUM FJALLANNA 20 mjór áll, en bæði til samans voru þau aðeins tæp míla á lengd. Marzáin sem féll niður hjá Malgómaj, var háska- legt vatnsfall með strengjum og fossum. Jónas vonaðist til að hann kæmist víðar en um Marzvötnin á bátnum sínum. Hann var ekki þyngri en svo, að auðvelt yrði að draga hann yfir tangann niður að Kolturvatninu, og þá gat hann róið til Lappakirkjunnar í Fattmomakk og nýbyggðanna að Miklanesi, Laufskálum, Skriðufelli og Saxanesi. Honum var opin leiðtil allra nýbyggðanna við Kolturvatnið á þessum fararkosti. Þegar Jónas hafði lokið við að tjarga bátinn kom Lars til hans og spurði hvort hann ætti tjöru aflögu svo að hann gæti bikað gamla bátinn sem dreginn hafði verið á land. Jónas tók tjörudallinn, og f eðgarnir urðu samferða niður á vatnsbakkann. Bátur Lars var að minnsta kosti þrisvar sinnum þyngri en nýja kænan og það þurfti tals- vert átak til þess að hvolfa honum. — Þessi er nú að verða aflóga, sagði Jónas og stakk hnífnum sínum inn í hálffúinn borðstokkinn. — Hann dugar í sumar, og seinna verða einhver ráð með að eignast nýjan. Jónas byrjaði að skafa bátinn, en vinnugleðin var ekki lengur eins mikil og áður. Allt í einu sagði hann: — Nú geta Lapparnir komið með hverjum degi sem líður. Ætlar þú að tala við þá? — Ætli það ekki — ef þess er kostur. — Ég f er með þér. Þeir skulda mér tvö hreindýr. — Skulda þér hreindýr? sagði Lars. — Standi þeir við orð sín, skulda þeir mér tvö hrein- dýr. Ég samdi svo við Turra í fyrra, að hann skyldi láta mig hafa eitt hreindýr fyrir hvern jarfa, sem ég dræpi. — Haf i Turri falliztá það, þá færðu hreindýrin, Jónas. — Ekki skyldi maður vera of viss um það. Sögðu Lapparnir ekki einu sinni,að það væri þykkjulaust af þeirra hálfu, þótt við byggjum hér — og nú eru þeir að reyna að hrekja okkur burt? — Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því, að það sé rétt, svaraði Lars stillilega. Við verðum að vita betri skil á þessu áóur en við förum að f leipra með það. — Það er þó betra að búast til varnar, áður en það er um seinan, tautaði Jónas. Nei — maður getur ekki treyst þessu Lappahyski. Mér verður gramt í geði, þegar ég hugsa til þess, hve vingjarnlegir við höfum verið við það. Þessir ræf lar halda náttúrlega, að við séum hræddir við þá. En þeir skulu komast að raun um annað. Fái ég ekki þessi hreindýr með góðu, skal ég ná þeim á annan háft. — Jæja? Ætlar þú að gerast ræningi,Jónas? spurði Lars lágum rómi. — Ræningi! Kallaðu það, hvað sem þér þóknast, pabbi. Ennöll þessi vinsemd er þýðingarlaus. Fáum við að vera óáreittir í Marzhlíð þótt við látum hreindýrin þeirra í friði? Nei — við verðum reknir héðan á sama hátt og aðrir, og þeir hafa þó einhverjir skammtað sér dálitlar skaðabætur. Þegar ég skaut jarfana í vetur, fór ég framhjá fjórum dauðum hreindýrum, en þegar ég kom til baka, voru þau horf in. Það þykknaði í mér þá, en nú er mér sama í hvers potti þau haf a lent. — Þau hreindýr komu aldrei í neins manns pott. — Hvernig veizt þú það. — Ég tók þessi hreindýr. — Þú? hrópaði Jónas forviða. Tókst þú hreindýrin, pabbi? — Já svaraði Lars án þess að minnsu svipbrigði sæust á harðlegu andlitinu. Ég fór inn í Ketildal um nóttina. Mig langaði ekki til þessað synir mínir gerðust kjötþjófar. Jónas tuldraði eitthvað í barm sér, en vannst ekki tími til þess að segja neitt, sem skiljanlegt væri, því að nú var kallað hástöf um heima við bæinn. Jónas tók undir eins til fótanna og hljóp heim. Það var Páll, sem kallað hafði. Hann nötraði allur af æsingi.Jónas skildi undir eins, hvað á seyði var. Það var aðeins eitt,sem gat gert Pál uppnæman. Nú var ekki tími til þess að jagast um hreindýr og Lappa. Páll hverf inn til sín, áður en bróðir hans kom í hlaðið. En Jónas vissi, hvað hann átti að gera. Hann æddi beint inn á þess að líta einu sinni við nýtjörguðum bátnum sinum, kallaði másandi til Mörtu og skipaði henni að láta matarbita í malinn og þreif síðan byssu sína. Hún var hlaðin. Þessu næst brá hann ólinni, sem púðurhornið oa haglapungurinn voru fest við, um öxl sér, og hrifsaði malinn af Mörtu. Hún hafði verið f Ijót að taka til nestið, enda var þetta ekki \f fyrsta skipti, sem Páll kvaddi bróður sinn til ferðar í skyndi, þegar svipað stóð á. Það var heldur ekki langrar stundar verk að þrífa stóru G E I R I Mongo...stórkostleg pláneta! Þróun hennar hefur verið með eindæmum! A botni þessa sjávar eru kóngsrikin Coralia og Neptuna.. A! Og þarna uppi búa Fálkamennirnir, borg þeirra er mjög háþróuð og tæknivædd! Geiri er á leið til að hitta Döllu og Zarkov. WWÍ1ÍIM8WÍÍ i:: 1 SUNNUDAGUR 18. júli 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) on”, forleikur eftir Cheru- bini. Filharmoniusveitin i Vin leikur, Karl Munching- er stjórnar. b. Fiðlukonsert 1 D-dúr op. 61 eftir Beethoven. Arhutr Grumiaux og Concertegouw hljómsveitin i Amsterdam leika, Colin Davis stjórnar. c. „Missa brevis” eftir Zoltan Kodaly. Maria Gyur- kovics, Edit Gaucs, Timoa Cser, Magda Tiszay, Endre Rösler og György Littassy syngja með Budapestkórn- um og Ungversku Rikis- hljómsveitinni, Zoltan Kodaly stjórnar. 11.00 Messa i Bústaðakirkju (hljóðrituð 14. þ.m.) Prest- ur: Séra Ólafur Skúlason. Organleikari: Birgir Ás Guðmundsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólypipiuleikunum i Montreal. Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli spjallar við hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu I Köln. Flytjend- ur: Carl Seemann og blás- arar úr Consortium Classicum. a. pianókvintett op. 41 eftir Franz Danzi. b. Fantasia i d-moll eftir Mozart. c. Tilbrigði eftir Mozart um stef eftir Gluck. d. Blásarakvartett i Es-dúr eftir KarlStamitz. e. Pianó- kvintett i Es-dúr (K452) eft- ir Mozart. 15.00 Hvernig var vikan? Umsjón Páll Heiðar Jóns- son. 16.00 islensk einsöngslög Snæ- björg Snæbjarnardóttir syngur lög eftir Jón Björns- son og Eyþór Stefánsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. Kaupstaðir á íslandi: Akur- eyri. Gisli Jónsson mennta- skólakennari talar um Akureyri fyrr og siðar. Steinunn Bjarman les þýð- ingu sina á kafla úr bókinni íslandsferð eftir Estrid Ott. 18.00 Stundarkorn með pianó- leikaranum Alexis Weissen- berg. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orðabelgur Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.00 islensk tónlist Björn Ólafsson og Sinfóniuhljóm- sveit íslands leika Svitu nr. 2 i rimnalagastil eftir Sigur- svein D. Kristinsson. Páll P. Pálsson stjórnar. 20.10 Dagskrárstjóri um stund. Ólafur Jónsson fil. kand. ræður dagskránni. 21.40 Æviskeið I útlöndum.Jó- hann Pétursson Svarf- dælingur segir frá i viðræðu við Gisla Kristjánsson. Ann- ar þáttur: Fimmtiu ár með sýningahópum i Vestur- heimi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansiög Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.