Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 10
Davíð Sigurðsson h.f. Fiat
Rætt við Þórð Júlíusson, verkfræðing hjó FIAT
Davið Sigurðsson hf. selur
FIAT bila, eins og allir vita, en
FIAT er einn mest seldi bill I
Evrópu og þá auðvitað á islandi
lika. Þeir hjá Daviö Sigurössyni
hf. hafa einkaumboð fyrir þessar
heimskunnu verksmiðjur og ef til
vill væriekki úr vegiað byrja á að
kynna þær litillega áður en að
umboösmanninum kemur.
FIAT verksmiðjurnar voru
stofnaðar árið 1899 af Giovanni
AngeUi, sem var forstjdri þeirra
tU ársins 1945.
Ekki var byrjað stórt, en verk-
smiöjan var samt nýtizkuleg og
starfsmenn voru 50 talsins.
FIAT verksmiðjurnar eru ekki
elztu framleiöandi bifreiða i
heiminum. Þvi að þaö voru btlnir
til „skreðarasaumaðir” nothæfir
bilariheiminum þegar á seinasta
áratug 19. aldar. FIAT og banda-
riskir bifreiöaframleiöendur voru
hins vegar frumkvöðlar að þvi að
fjöldaframleiða bila fyrir al-
menning. Billinn haföi til þessa
aöeins verið leikfang auökýfinga.
FIAT framleiðir allt
milli himins og jarðar
FIAT verksmiöjurnar döfnuðu
vel á fyrsta áratug aldarinnar og
á árunum milli heimssiyrjald-
anna stækkuðu þær i risa skref-
um. Það var ekki aöeins bila-
framleiðslan sem jókst, heldur
marvlsleg starfsemi önnur, en nú
á timum framleiðir FIAT allt
milli himins og jarðar, ef svo
mætti orða það, þotur,skipavélar,
eimreiðar, kjarnorkuver, þjóð-
vegi (verktakar) jarðvinnslu-
vélar, jaröýtur, og búvélar.
Semséallt milli himins og jarðar i
vélaiðnaði og stáli.
Nú á tlmum er taliö að um
200.000 manns vinni hjá FIAT
verksmiðjunum. Þetta fólk vinn-
ur i 45 verksmiðjum i heimaland-
inu, ítaliu en auk þess eru 45
FIAT verksmiðjur i öðrum lönd-
um. Þar að auki vinnur aragrúi
manna við sölustörf, þjónustu- og
umboðsmannakerfið nær um
allan heim.
Af þessu sést, hversu risavaxiö
FIATfyrirtækiö eriraun ogveru.
Sem dæmi um afliö er það til
dæmis, að það er talið að það taki
FIAT um hálftima aö framleiöa
þá 1000 FIATA sem íslendingar
kaupa árlega. — Það þarf ekki
annað en aö gleyma aö stoppa
fabrikkuna i hálftima, þá koma
þúsund bilar, eins og einn góður
maður orðaði það.
FIAT almennnings-
hlutafélag
FIAT er hlutafélag (al-
menningshlutafélag). Höfuð-
stöðvarnar eru i Turin og hlutaféö
er um 150 billjón lirur, en hluthaf-
ar, eða hlutabréf eru 500 milljónir
talsins.
FIAT smiðar bila. Þess má
geta aö árið 1908 framleiddu þeir
fyrsta flugvélamótorinn og fyrstu
flugvélina árið 1914. Fljótlega
hófu þeir smiði á þungbyggöum
diselvélum fyrir skip og land-
raforkuver, eöa frá árinu 1919
hafa þeir framleitt slikar vélar og
framleiöa nú diselvélar sem eru
frá 300—50.000 hestöfl.
FIAT skipavélar hafa ekki sézt
mikið hér á landi, en REYKJA-
FOSS Eimskipafélags Islands var
með FIAT vél, sem þótti
hreinasta afbragð og snerist meö
aðeins rúmlega 100 snúninga
hraöa á minútu, sem er svipaö og
venjuleg gufuvél.
FIAT er risinn i itölsku efna-
hagslifi. Þetta kemur fram þegar
öll starfsemi FIAT verk-
Stofnendur FIAT verksmiðjanna. Málverk af stofnendum á fundi.
Þórður Júliusson, verkfræðingur, 47 ára að aldri. Þórður er einn af
stofnendum FIAT umboðsins og hefur starfað þar frá stofnun þess.
Þórður lauk prófi i búvéiaverkfræði frá Bandarikjunum árið 1953 og
starfaði m.a. sem verkfræðingur hjá International Harvester.
smiðjanna er skoðuð.
Til marks um áhrif verksmiðj-
Vittorio Vailetta iágvaxni maður-
inn sem endurreisti FIAT-verk-
smiöjurnar eftir §triöið. Verk-
smiðjurnar voru rústir einar eftir
loftárásir og stórskotahriö.
Vittorio Valletta var áöur
prófessor. Honum tókst með ótrú-
legri elju og skipulagshæfileikum
aö endurreisa FIAT og gera verk-
smiðjurnar aö iönaðarstórveldi á
ný-
Valietta starfaði við FIAT i tvo
áratugi 1946—1966.
anna á efnahagslif ttallu, hafa
stjórnvöld þar i landi nú fengið
FIATtil þess a flytja a.m.k. hluta
af starfseminni til Suður-Italiu
frá norðurhéruðunum, þar sem
iðnaðurinn stendur traustustum
fótum. Þetta kemur til af þvi aö
atvinnuleysi er mikið og landlægt
á Italiu, sér I lagi þá i suður-
héruðunum landsins. Til þess að
fá vinnu flyzt fólkið gjarnan
noröur á bóginn. Það leiðir á hinn
Giovanni Agnelli stofnandi FIAT
og forstjóri frá upphafi tii ársins
1945.
Davíð Sigurðsson, forstjóri:
SVARTSÝNN
Davið Sigurðsson, forstjóri
og aðaleigandi Daviðs
Sigurössonar hf. er þingeying-
ur að ætt. Hann er 56 ára og
býr úti á Arnarnesi með konu
sinni önnu Einarsdóttur.
Davið var i sinni tið kunnur
iþróttamaður, eða fimleika-
maöur i IR og er iþrótta-
kennari að mennt. Hann
kenndi iþróttir i tvo áratugi,
og meðal frægra iþrótta-
manna er hann þjálfaði má
nefna bræðurna Hauk og örn
Clausen og Finnbjörn
Þorvaldsson.
Davið Sigurðsson stofnaði
fyrstu bilasöluna hér á landi
fyrir tveim áratugum. Aður
höfðu menn selt bilana sina
sjálfir og auglýstu þá til
,,sýnis og sölu við Leifsstytt-
una”.
Bilaval Daviös Sigurössonar
varö fljótlega vinsæl og aö
stórfyrirtæki þegar fram liðu
stundir, og þótt bilasölur
spryttu nú upp eins og gor-
kúlur, þá seldi Davið áfram
mikið af notuðum bilum og
gerir það enn.
Við hittum Davið Sigurösson
að máli i skrifstofu hans að
Siðumúla 25 og spurðum hann
fyrst hvernig það atvikaðist að
hann fór að selja bila, og að
reka bifreiðaumboð.
Hann hafði þetta að segja:
— Það bar i rauninni þannig
aö, að ég stofnaði fyrstu bila-
söluna hér á landi. Ég reyndi
að þróa þetta fyrirtæki sem
bezt. Ég taldi það sjálfsagt að
Davið Sigurðsson forstjóri.