Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. júli 1976 TÍMINN Vopnafjörður. Dyrfjöll séð úr Borgarfirði. Skriðuklaustur. Kauptúniö hefur byggzt austan- vert á Leiöarhafnartanga, sem almennt gengur undir nafninu Kolbeinstangi. Þaö stendur vest- an viö fjaröarbotninn og úti fyrir eru hólmar sem skýla höfninni. Vopnafjaröarkauptún var upp- haflega aöeins fáein verzhinarhús og ibúöarhús þess fólks, sem viö verzlunina vann, en nú búa þar yfir 500 manns. í kauptúninu og aöliggjandi sveitum búa sam- kvæmt slöasta manntali 827 manns. fegursta. Hér áöur fyrri var Möðrudalur prestssetur og enn er þar kirkjustaður. Spölkorn norðan við Möðrudal liggur hliðarvegur til hægri af hringveginum. Sá liggur til Vopnafjarðar og norðaustur fyrir land. Nú „svindlum” við dálitið á hringveginum — sleppum úr rösklega 60 km. spotta yfir há- lendið — en veljum I þess stað veginn til Vopnafjarðar, Þórs- hafnar á Langanesi, Raufarhafn- ar, Kópaskers, Tjörnesið til Húsavikur og þaðan að Mývatni, þar sem við komum á hringveg- inn á ný. —oOo Frá vegamótunum ökum viö austur um flatlenda eyöisanda, þar til viö komum i Langadal, einu dalskoruna i öllu þessu fjall- lendi. Langidalur er noröan undir Mööru dalsf jallgöröum, e n noröan hans ris ÞjóöfeUiö, sem er áUhátt og mikiö móbergsfjall. Austan Langadalsfer gróöurinn vaxandi, noröan vegar er hiö mikla fjall Súlendur og viö ökum niöur I efsta hluta Hofsársdals, sem er syöstur og mestur Vopnafjaröardala. Hægra megin vegarins eru rústir eyðibýlisins Brunahvarnms, en hér var allmikil byggð fyrrum, þótt nú sé hún öll i eyði. Leiöin liggur eftir hvassbrýndu felli, Burstarfelli og við förum fram hjá tveimur stórum vötnum Þuriðarvatni og Nykurvatni. Af brún BurstarfeUs er stórfenglegt útsýni noröur i Hofsárdalinn — um 350 metrum neöar — og yfir Vopnafjarðarhéraö. Ibúar Vopnafjaröar byggja af- komu sina aö miklu leyti á útgerö ogfiskvinnslu, m.a. er þar sildar- verksmiöja. Aö sjálfsögöu er þar einnig verzlun, sem getur rakiö sögusina allt aftur til landnáms. 1 uppsveitunum er mikiö og gott land til búskapar. 1 kauptúninu er félagsheimiliö Mikligaröur, gisti- hús, kirkja, læknissetur og sjúkraskýli. Frá Vopnafiröi liggja vegir til beggja handa og viö skulum aka veginn tU norö-vesturs fram meö. Nýðslóni. Inn af botni lónsins er Vesturárdalur, miðdalur Vopna- fjarðarbyggða — Austan Vesturár liggur Vesturárdalsveg- ur inn dalinn, sem Vesturá fellur um á sléttum og grösugum dal- botni. Vestan við ána er annar hliðarvegur og liggur sá inn að landnámsjörðinni Torfastöðum Jökulsárgljúfur. og að Ljótsstöðum. Á Torfa- stöðum er nú heimavistarbarna- skóli héraðsins, en á Ljótsstöðum sleit skáldið Gunnar Gunnarsson barnsskónum. Sandvikurheiöin er lág og mýr- lend og á henni er mikill fjöldi tjarna og vatna. Handan hennar tekur við Bakkafjöröur, sem ligg- ur til suöurs inn úr Bakkafló- anum. Viö fjaröarbotninn liggur hliðarvegur til hægri úti Bakka- fjarðarkauptún. Þar búa innan við hundrað manns og lifa flestir af sjávargagni. Þar er útgerð og útibú frá Kaupfélagi Lang- nesinga. Viö ökum áfram meö strönd Bakkaflóans, fram hjá kirkju- staönum Skeggjastööum og siöan komum viö aö tveimur bæjum, sem þjóökunn skáld hafa alizt upp á. Fyrst eru Þorvaldsstaöir á hægri hönd, en þar sleit barns- skónum Magnús Stefánsson, sem fleiri munu kannast við undir skáldanafninu Orn Arnarson. Þegar við höfum ekið kippkorn lengra, er eyðibýlið Djúpilækur á vinstri hönd. Þaðan er Kristján Einarsson skáld, sem jafnan kennir sig við Djúpalæk Viö ökum eftir Langanes- ströndinni, sem nær allt frá Digranesi austan Bakkafjaröar, meöfram Bakkaflóanum, aö Langanesi. Inn úr flóanum ganga þrfr firðir og heitir næsti fjöröur viö Bakkafjörö Miöf jörður. 1 hann fellur Miöfjaröará mesta vatns- fallið á Langanesströndinni. SIÖ- astur I rööinni er svo Finna- fjöröur og viö hann stendur eyöi- býliö Grunnólfsvik, sem er nyrzti bær á Langanesströnd. Af Grunn- ólfsvikurfjalli norðan viö bæinn er einkar víösýnt. Nú er skammt i þaö, aö viö kveöjum Noröur-Múlasýslu. Viö eigum aðeins ófarinn stuttan spöl upp á Brekknaheiöi, sem liggur milli Langanesstrandar og Þistil- fjaröar. Heiöin er lág og skiptast á lágir ásar og mýrarflóar meö smátjörnum og uppi á heiöinni tekur Noröur-Þingeyjarsýslan viö. Seyöisfjörður. Séö til Smjörvatnsheiöar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.