Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 18. júli 1976
TÍMINN
27
Masscy Fcrguson
MF
MF40
Massey Ferguson moksturstæki
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimiidaskrá. Auglýsing nr. 5-76.
Höldum helzt að
við þurfum að
leggja símann
og vegina
Rætt við Jón Þórðarson oddvita
í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp
ASK-Reykjavik.— Þaö er öhætt
að segja aö við I Djúpinu höfum
oröiö æöi afskiptir hvað sam-
göngumál varðar. Raunar tekur
þetta til allra þátta þeirra. Sima,
flugsamgöngur og samgöngur á
landi, allt þetta hefur fariö stöö-
ugt versnandi undanfarin ár. Til
dæmis hefur Fjóröungsþing Vest-
fjaröa gert samþykktir um sima-
mál undanfarin þrjú ár, og viö
höfum hamraö á þessu viö þing
menn svæöisins, en allt kemur
fyrir ekki. Viö erum jafn
sambandslausir eftir sem áöur.
Þannig komst Jón Þórðarson
oddviti i Nauteyrarhreppi við ísa-
fjaröardjúp að oröi, er blaöið
haföi samband viö hann i gær.
— Þaö sem veldur okkur hvaö
mestum áhyggjum þessa stund-
ina er það, aö til okkar kemur
engin rúta, en samkvæmt leiöa-
bók áætlunarhafans, Vestfjaröar-
leiöar, þá á sérleyfishafinn að
fara yfir Þorskafjaröarheiði, og
aka þá leiðina tií Reykjavikur,
a.mJí. einusinni i viku. En rútan
fer einungis i Bjarkarlund, og
þaðan eru fluttir farþegar i jeppa
yfir heiðina, þ.e. ef þeir koma aö
sunnan. Hins vegar eru engar
ráöstafanir geröar til að ná i fólk,
sem kann að vera statt f Djúpinu
og vill fara suður. Það verður að
útvega .sér sitt eigið ökutæki og
fara i Bjarkarlund. Hins vegar er
það ævintýri, sem kostar hvorki
meira né minna en 5 til 7 þúsund
krónur, að komast i veg fyrir rút-
una. Ég held aö það sé óhætt aö
fullyröa aö það hafi aldrei gerzt i
sögunni, að það sé aðeins
áætlunarferö aðra leiðina en eng-
in til baka.
Þá sagði Jón að þaö væru tvær
áætlunarferðir i viku til
tsafjarðar, og væri ætið fariö
vesturleiðinatil Isafjarðar, i stað
þess að fara að minnsta kosti
aðra leiðina yfir Þorskafjarðar-
heiði, ogþannigtil Isafjarðar. Þá
vildi Jón einnigbenda á það.aðsú
leið gæti orðið ágætis ferða-
mannaleið, ef farinn væri hringur
— i stað þess aö aka æti'ð sömu
leið yfir sjö fjöll, i stað eins, ef
eystri leiðin væri valin.
— Þaö má segja að samgöngum
á landi hafi stöðugt hrakað hvað
sérleyfishöfum viðvikur sagði
Jón, frá 1947 til 1963 voru tvær
áætlunarferðir i viku frá Djúpinu
til Reykjavikur. Milli 1963 og 1974
var það ein, en nú er sem sagt
engin, þó svo gert sé ráð fyrir
henni í leiðarbók. Ég tel þvi full-
vist aö hrepparnir beiti sér fyrir
þvi, aö viðkomandi aðila veröi
ekki veitt leyfiö aftur. En hvað
viðvfkur færöinni yfir Þorska-
fjarðarheiði, þá er það rétt, að
hún er slæm. Vöruflutningabilar
kjósa margir hverjir aö fara hana
frekar en vestari leiðina, þannig
að fólksbilum getur hún reynzt
erfið. Vegurinn er lika gamall, og
viða mun lægri en umhverfiö. En
með smávegis lagfæringum væri
auðvelt að halda heiðinni opinni
miklu lengur en er i dag. Hún er
ekki nema 20 km. á milli brúna,
svo það væri ekkert stórvirki að
ráöast i framkvæmdina. Sam
göngumálum okkar er þvi
þannig háttað, að þaö er hreint
ekki auðvelt að komast til Isa-
fjarðar, en leiðin frá minum bæ
og þangað er t.d. rúmir 200 kfló-
metrar. Isafjörður er okkar aðal-
verzlunar- og þjónustumiðstöö og
þangað þarf að fara, ef ná á i flug
til Reykjavikur. En það sér hver
og einn i hendi sér, að það reynist
ekki auðvelt þegar byrja þarf á að
aka 200 km. Siðan getur flug etv.
brugðizt og þá er beðið með ærn-
um tilkostnaði á hóteli.
Þá var Jón inntur eftir frekara
ástandi samgangna og sagði
hann, aö til Djúps hefði Flugfélag
Islands haft fastar áætlunarferðir
i sambandi við flugið á Isafirði.
Þetta sagði Jón að heföi verið hin
mesta samgöngubót, en þvi mið-
ur heföu þær, eins og rútuferðirn-
ar, lagzt niður á þessu ári. Flóa-
báturinn gengur einu sinni i viku
hverri um Djúpið, sagði Jón, en
tvisvar yfir veturinn, hann er
auðvitað notaður eins og mögu-
legt er, en ein ferð á viku er hreint
ekki nægjanlegt. Fyrir utan það
eru veður og annaö sem getur
hamlað áætluninni. Hins vegar
sagði Jón að það væri staðsett
sjúkraflugvél á ísafirði og væri
það mikið öryggisatriði fyrir ibú-
ana. Hitt væri svo aftur annað
mál, að sveitarfélögin á svæðinu
hefðu orðið að styrkja starfsemi
félagsins þegar það var að hætta
vegna fjárhagsskorts
Simamálin sagði Jón að væri
kapituli út af fyrir sig. Eins og
fram kom fyrr á þessu ári, þá
neitaði hluti ibúa Nauteyrar-
hrepps að greiða afnotagjöldin,
nema að siminn á svæðinu yrði
endurbættur, svo hefur ekki verið
gert og nú hefur simanum verið
lokað.
— Astandið var svo slæmt, að
við gátum tæplega náð sambandi
við Snæfjallahrepp, sem er
einungis tveggja kilómetra leið.
Það þarf t.d. oft að bera á milli
skilaboö. Hjns vegar geta þeir
náð sambandi og það góðu við
Isafjörð og landið allt. Þannig aö
við viljum telja að þaö geti ekki
talizt tit afreka að laga simann
hjá okkur, þegar þeir hafa þetta
gott samband.
1 Nauteyrarhreppi er loftlina,
og sagði Jón að hún væri oft á tið-
um biluð og þá fengjust ekki við-
gerðir eins fljótt og nauðsynlegt
væri. T.d. 1974 var hreppurinn al-
gjörlega sambandslaus við um-
heiminn i tiudaga. En það er ekki
einungis Nauteyrarhreppur sem
á i striði við vandamál af þessu
tagi, sama máli gegnir einnig um
Reykjafjarðarhrepp.
— Það er dálitiö hlálegt sagöi
Jón, aðokkur gengur yfirleitt bet-
ur að heyra i t.d. Akureyri og
Austfjörðum, en i simstöðinni á
Isafirði eða okkar næstu nágrönn-
um. En allarbeiðnir um úrlausná
þessum vandamálum hafa farið
inn um annað eyrað út um hitt hjá
ráöamönnum. Til að bæta úr
þessu mjög svo slæma ástandi, þá
mun vera á leiöinni til okkar tal-
stöð, en þess má lika geta að það
hefur tekið tiu ár að fá hana
vestur. Okkur er næst að halda að
hrepparnir verði að leggja nýjan
sima sjálfir, eins og þegar þeir
réðust i að byggja upp Rafveitu
Snæfjallahrepps. Núna eru líka
allir bæir á svæðinu hitaðir upp
með rafmagni, fyrir utan Reykja-
nesskóla og bæi I Reykjahreppi.
Það er sem sagt sama hvaö gert
er, þó Fjórðungsþingið hafi sam-
þykkt að úrbætur væru nauðsyn-
legar, og sérstaklega tiltekið
Concours & Nova '76
Það má lengí gera góðan bíl betrí
og nú hefur Chevrolet leíkíð það
eínu sinní enn.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900
CHEVROLET
Evrópski stíllinn setur
ferskan svip á Novu '76.
Aðalsmerki Novu er þó
öðru fremur ameríska vél-
tæknin, reynd, treyst og
hert i þeim 3.000.000 bíl-
um af þessari gerð, sem
áður hafa verið smíðaðar.
Helstu breytingar á vél-
verki Novu miðast allar
viö að spara eldsneyti og
gera reksturinn ódýrari.
Það er, eins og útlitið, í
anda Evrópu og takt við
timann.
NOVA.
með vökvastýri, aflhemlum,
klukku, afturrúðublásara,
lituðu gleri, styrktri fjöðrun,
hjólhlemmum og ryðvörn.
NOVA CONCOURS.
lúxusgerð með sama
búnaði, en vandaðri
klæðningu, betri hljóðein-
angrun, krómlistum og
fleiru til aukinnar prýði.
áðurgreinda tvo hreppa, þá höf-
um við rætt þessi mál við þing-
menn kjördæmisins, en samt sem
áöur hefur ekkert verið gert.
Simanum er bara lokað, og siðan
ekki söguna meir. Nei, misræmið
er hróplegt þegar Snæfjalla-
hreppur er borinn saman við
Nauteyrarhrepp, við erum ekki
að biðja um annað en aö sitja við
sama borð og þeir.
— Þetta virðist ef til vill vera
nöldur, en sannleikurinn er sá, að
við erum alls ekki hálfdrættingar
á við nágrannana, hvað sam-
göngur og sfmamál snertir. Hins
vegar treystum við þvi og trúum,
að það sé sizt lakara að búa við
IsafjárðardjUpenannars staðar á
landinu. En svæðið er einangrað,
þar sem áætlunarferðir sérleyfis-
hafans hafa brugðizt og eins
áætlunarflugið. En þegar þeim
málum hefur verið kippt i liöinn
ogsiminn kominn i lag, þ.e. sama
ástand og-hjá nágrönnunum, þá
hef ég trú á þvi að við spjörum
okkur ágætlega, sagði Jón
Þórðarson oddviti i Nauteyrar-
hreppi við Isafjarðardjúp að
lokum. ask
0 Henta MF 135, MF 165 og MF 185 dráttarvélum.
# Auðveld og fljótleg tenging og losun frá dráttar-
vél.
0 Góð lyftigeta.
0 Góður lyftihraöi.
0 Lágmarks hindrun útsýnis fyrir ökumann.
MF gæðasmíð.
Leitiö upplýsinga. um verð og greiðsluskilmála i
næsta kaupfélagi eða hjá okkur.
^/Láj££«t/tvé/a/L A/
SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK* SlMI 86500- SlMNEFNI ICETRACTORS