Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 18. júli 1976 Anton Mohr: Árni og Berit verið setuliðsforingi fyrir herdeild, sem átti að vernda Suezskurðinn. Siðan væri nafn hans kunnugt meðal visinda- manna i London, og þótt hann færi þessa ferð á eigin kostnað, þá væri hann eiginlega valinn til þess af visindastofnun i London og ætti að mæla og gera frumdrætti að landabréfum af svæðum norðan við Tanganyika vatnið, eins og áður er sagt. Á meðan þetta samtal fór fram, hafði báturinn nálgazt landið. Frammi á litlu nesi eða tanga, sem báturinn stefndi að, sáu systkinin hvit- klædda, unga konu og alskeggjaðan, miðaldra mann. Það var auðséð á öllu, að þau höfðu veitt eftir- tekt þessum ókunnu hvitu farþegum, og biðu i spenningi eftir fréttum. Strax og báturinn kom að landi, skýrði Kari Stuart i fáum orðum frá nafni og högum systkin- anna, og hlutu þau hinar beztu móttökur. Gamli ofurstinn, sem var sann- ur, enskur herforingi i útliti, — grannur, vöðva- stæltur með einglyrni, — tók það strax fram, að þar sem hann væri svona náskyldur þeim Árna og Berit, þá skyldu þau kalla sig Vilhjálm frænda. Hann tók það ennfremur strax fram, að nú skyldu þau engar áhyggjur hafa af ferða- laginu, en slást i för með sér og sinu fólki norður með Nil og alla leið til Kairo, og þar skyldi hann athuga, hvaða ferð þau fengju bezta til föðurbróður þeirra á Hawaiieyjum. Frú Alice var ung og falleg. Varla meira en rúmlega tvitug eftir útliti. Berit hélt, að hún hefði aldrei séð fegurri komu. útlit hennar og vöxtur allur var aðlað- andi og formfagur. Hún var i meðallagi há, hafði grannar, fagrar hendur ogfallega fótleggi. „Hún er eins og kynborið skógardýr”, hugsaði Berit. Hún likti henni i huganum við fallegu, villtu gazellurnar, sem henni þótti allra dýra fegurstar á grassléttum frumskóganna. Hálsinn var fagurlega byggður, og hún var ofurlitið lotin, og það fór henni einmitt svo yndislega. Hún hafði fagurlega lið- að, kastaniubrúnt hár, sem fór vel og var eins og fagur rammi um fin- gert, laðandi andlitið. Augun voru samlit hár- inu og ljómuðu af fjöri og iifsgleði. En frú Alice var ekki einungis fögur, heldur einnig glæsileg i fasi og búningi. Hér inni i miðj- um frumskógum Afriku klæddist hún eins og hún væri á baðströnd við Miðjarðarhafið, en ekki á ströndum Tanga- nyikavatnsins. Hún var i fallegri „reiðdragt” úr silki, i brúnum, hnéháum stigvélum og með barðastóran körfu- Nýkomnir varahlutir í: BILA- PARTA- SALAN auglýsir Singer Vouge 68/70 Dodge sendiferðabill Toyota 64 Willys 55 Taunus 17M 65 og 69 Austin Gipsy Benz 219 Mercedes Benz 50/65 Peugeot 404 Opel Cadett 67 Saab 64 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land. Ævintýraför um Afriku hatt, klæddan sama efni og var i fötunum. Tjaldbúðir ofurstans voru skammt frá vatn- inu i fögru dalverpi. Þess vegna sáust þau ekki úr bátnum. Þegar systkinin sáu tjöldin, urðu þau mjög undr- andi. Slikt hafði þeim aldrei dottið i hug, að til væri inni i frumskógum Afriku. Þetta var reglu- leg „tjaldborg”. 1 Sansi- bar hafði ofurstinn leigt 170 burðarmenn til þess að bera allan farangur- inn og auk þess var heil- margt af undirforingj- um og aðstoðarmönn- um, að ógleymdum ein- um ,,head-boy”, — eins konar leiðsögumáður — sem var risavaxinn Arabi. Hann hét Omar og var eiginlega aðal- stjórnandinn i þessari „herdeild”. í tjaldborg- inni voru lika tjöld fyrir alla burðarmennina, og var það óvenjulegt á á þeim timum. Tjöld Evrópumannanna stóðu á dálitilli hæð skammt frá tjöldum hinna. Voru það tvö stór tjöld. Annað fyrir þá frændur, ofurst- ann og Karl Stuart, og var það úr venjulegum, hvitum tjalddúk en hitt fyrir konurnar og var það úr gulleitum silki- dúk. Þegar fólkið nálgaðist tjöldin, kom Mary Burton á móti þeim. Hún leit út fyrir að vera hálf- þritug að aldri, grann- vaxin og guggin i útliti. Svipurinn var alvarleg- ur og ró og festa yfir allri framkomu hennar. Er hún brosti, kom óvenjulega hlýlegur blær yfir andlitið. Hún talaði litið. En það sem hún sagði, var skynsam- legt og gætilega orðað. Hún var fölleit með dökkt hár, sem hún skipti yfir miðju enni og vatt upp i hnút i hnakkanum.. Frú Alice sagði Berit siðar sögu hennar, um sorgir og erfiðleika. Móðir hennar dó, þegar telpan fæddist. Faðir hennar var taiinn mjög rikur, en árið 1910 þegar Mary Burton var orðin gjafvaxta, framdi hann sjálfsmorð. Þegar bú hans var tekið til skiftameðferðar, þá kom það i ljós, að skuld- ir voru meiri en eignir og stóð þá Mary allslaus uppi. Nokkrum mánuð- um seinna fékk hún þær sorgarfréttir, að unnusti hennar hefði fallið i Ind- landi, þar sem hann var i herþjónustu. Alice og Mary höfðu leikið sér saman, þegar þær voru litlar, og þegar þessi ferð var fullráðin, fékk hún leyfi til að bjóða Mary með sér. Ferða- lagið gat létt harma hennar, og svo hafði Alice sjálf ánægju af því að hafa h’ana með sé:\ Auk þess var Mary svo flink við allan sauma- skap, en það var Alice ekki. í svona langferð var gott að eiga að hag- sýna og flinka stúlku, og mikið skemmtilegra fyrir þær að vera tvær saman. Karl Stuart, maður hennar, hafði strax gefið samþykki sitt, en frændi hans vildi helzt hvoruga þeirra Hjá okkur fáið þið flest er þér þarfnist á ferðalaginu HÓTEL VALHÖLL býður yður gistingu og mat (opið allt árið) Verið velkomin á félagssvæði okkar Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar FASKRÚÐSFIRÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.