Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. júli 1976 TÍMINN 15 Rúðu- brota- far- aldur gébé Rvik — RUÖubrotafaraldur gekk yfir miöbæinn I Reykjavik aðfaranótt laugardagsins. Það voru verzlanir á Laugavegi sem urðu fyrir barðinu á nokkrum mönnum, sem i flestum tilfellum ætluðu að krækja sér i eitthvaö af þeim vörum sem voru I glugg- anum. En Bakkus var með i för- inni og haföi þau áhrif að ekki tókst sem skyldi. Lögreglunni tókst að handsama alla þá, sem brutu rúður þessa nótt. Veður hamlaði veiðum loðnubáta ASK-Reykjavik. Bátarnir hafa fiskað lftið frá þvi I gær, en hér er kominn norð-austan kaldi og ekki veiðiveður, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur um borð i Bjarna Sæmundssyni við Timann i gær. — Loðnan stóð djúpt i gærkveldi og þau skip sem eru hér hafa fengið þetta 100 tonn hvert. Veiðisvæðiðer 90-100 milur norður af Horni. Hjálmar sagði, að loðnan sem veiðsthefur nú undanfariðsé átu- laus og smærri en sú loðna sem bátarnir hafa verið að koma með til Siglufjarðar. Þvf ætti hún að geymast mun betur i bátunum en fara ekki i graut eins og loðnan sem fékkst fyrir skömmu. — Þaö er engin vafi á að hér er mikið magn af loðnu á stóru svæði, sagði Hjálmar, hún þarf bara að gefa sig, þá er eflaust hægt að fiska hér feikimikið magn. Bátunum hefur fjölgað nokkuð siðastliðna daga, en eftir 15. júli voru engar takmarkanir á veið- um. Nú hefur bætzt við flotann m.a. Gisli Árni, Jón Finnsson, Svanur og Bjarni ólafsson. Þá var Börkur á leið á miðin. Brotist í bát á Akureyri ASK-Rvik. Brotizt var inn i bát sem lá við Slippstöðina á Akur- eyri. Innbrotið átti sér stað s.l. fimmtudagskvöld. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri, þá mun einhverju af lyfjum hafa verið stolið, en um hversu mikið magn er að ræða er ekki vitaö. Ekki hefúr enn tekizt að hafa uppá þjófinum eða þjófunum. Rólegt var á Akureyri i fyrra- kvöld. Aðeins einn utanbæjar- maður, Reykvikingur, gisti stein- inn. LANDVERND ÁNING VIÐ HRINGVEGINN Kaupfélag Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið til Vestur-Skaftafellssýslu og veitir því þjónustu: í Vikurskála, er selur flestar vörur fyrir ferðafólk, svo sem: Matvörur — Ferðavörur — Sportvörur — Ljósmyndavörur — Tóbak — Benzin, oliur o.m.fl. Góð hreinlætisaðstaða. í almennri sölubúð i Vik, allar algengar neyzluvörur. í Hóteli (opið allt árið). í bifreiðaverkstæði er annast almennar viðgerðir. í smurstöð og hjólbarðaviðgerð. í Esso, Shell og BP-þjónustu. Á Kirkjubæjarklaustri: í Skaftárskála, sem býður upp á flestar vörur er ferðafólk þarfnast. í almennri sölubúð, allar algengar neyzlu- vörur og Esso, Shell og BP-þjónustu. Verið velkomin á félagssvæði okkar! Kaupfélag Skaftfellinga Vík og Kirkjubæjarklaustri Velkomin til Vopnafjarðar Við bjóðum ferðafólki þjónustu okkar í Söluskála, sem hefur á boðstólum ýmsa grillrétti, öl, tóbak, sælgæti og ýmsar smávörur fyrir ferðafólk. Esso-benzin og oliur ásamt ýmsu öðru fyrir bilinn. Bifreiðaverkstæði, er annast almennar viðgerðir, smurning og gúmmiviðgerð. Verzlunum okkar, er selja allar almennar nauðsynjavörur ásamt gjafa-, sport- og ferðavörum. Kaupfélag Vopnfirðinga • Vopnafirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.