Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 26
26 TíMINN Sunnudagur 18. júli 1976 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Hin ágæt- asta afþrey- ingarmynd Þeir félagar standa I stórræOum, en þrátt fyrir þaö er ekki ailtaf hátt á þeim risiö. KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmadur Haltdór Valdimarsson Tónabió: Þrumufleygur og Léttfeti Leikstjórn: Michael Cimino Aðalhlutverk: Ciint Eastwood, Jeff Bridges, Geoffrey Lewis, Catherine Bach, Gary Busey, Roy Jenson, Bill McKinney, George Kennedy. Fifldjörf bankarán eru ekki nýnæmi á hvita tjaldinu. kvik- myndahúsgestir hafa þegar feng-' ið ótaldar kennslustundir i skipu- lagi, undirbúningi og framkvæmd alls kyns rána og þjófnaða — það svo að annar hver stráklingur verður að teljast sérfræðingur á þvi sviði. Þvi er þó ekki að neita að Clint Eastwood og félögum tekst að koma nokkuð á óvart með ýmsum þáttum myndarinnar um Þrumu- fleyg og Léttfeta, einkum þar sem aðdragandi ránsins er óvenjuleg- ur um margt, svo og vegna áður litt kannaðra möguleika, sem þeir benda á i þessum málum. Við höfum áður séð til banka- ræningja, sem ganga ákveðið til verks, skipuleggja aðgerðina til hins ýtrasta, framkvæma siðan með nákvæmni sem sæma myndi hverjum verkfræðingi. Við höfum séð þá ráðast inn i banka á af- greiðslutima, beita skotvopnum til að neyða peninga af hrelldum bankastarfsmönnum, og hlaupast siðan á brott með fenginn. Við höfum einnig séð ræningja sprengjá sér leið inn i banka- hvelfingar að nóttu til með dyna- miti eða öðru sprengiefni. En, mér vitanlega höfum við ekki fyrr séð ræningja beita fyrir Jeff Bridges. sig stórri fallbyssu, til þess að komast að fjármunum. Þráðurinn Söguþráður myndarinnar er léttur og leikandi, með hæfilegu alvöruivafi þó. t upphafi hennar liggja leiðir þeirra Þrumufleygs og Léttfeta saman, á óvenjulegan máta. Þaðan i frá stendur og með þeim vinátta, sem ér engu siður óvenjuleg og endist þeim þar til yfir lýkur. Þrumufleygur er á flótta undan félögum sinum fyrrverandi. Þeir álita að hann hafi svikið þá i hendur lögreglunni og hyggja á hefndir. Léttfeti verður til þess að bjarga honum, hvað eftir annað, þar til loks hraðakstur hans nægir ekki lengur til, og þeir falla báðir i hendur ofsækjandanna. Þegar á hólminn kemur skýrast málin þó nokkuð, og félagarnir ákveða að fyrirgefa Þrumufleyg syndir hans, slást i för með þeim Léttfeta og leita sameiginlega ævintýra. Samkvæmt uppástungu Létt- feta ákveða þeir að reyna aftur við sama banka, á nákvæmlega sama hátt — þar sem enginn mun vera viðbúinn slikri fifldirfsku. Hvað þeir og gera. Eastwood i skuggann Án þess að halla megi á einn eða annan, verður að segjast eins og er að Jeff Bridges, i hlutverki Léttfeta, stelur senunni algerlega frá hetjunni Eastwood og öðrum gamalreyndum köppum, sem i myndinni koma fram. Allt frá upphafi myndarinnar, þegar hann beitir „lagni” við að komast yfir farartæki, þar til i lokin, þeg- ar hann hlýtur uppfyllingu drauma sinna i vegarnesti, fer hann með hlutverk sitt ákveðn- um, en þó varfærnislegum tökum. Clint Eastwood fellur i skugg- ann að þessu leyti, ásamt þeim Kennedy og Geoffrey Lewis. Ef til vill leitar Eastwood sjálfur skuggans lika, beinir athyglinni að þeim sem verðskuldar hana helzt. Hann hefur sýnt til þess ákveðna tilhneigingu i fyrrL myndum sinum, ólikt mörgum öðrum kvikmyndaleikurum — einkum og sér i lagi þeim sem hafið hafa feril sinn i hetjuhlut- verkum — sem virðastþola illa að vélin beinist að öðrum nösum en þeirra eigin. Annars er flest gott um kvik- mynd þessa að segja. Hún er ef til vill ekki sérlega spennandi, enda vafasamt að henni hafi verið það ætlað frá höfundarins hendi. Hún fjallar á nokkuð snarpan og skemmtilegan máta um samband mannanna fjögurra, einkum sambandið milli Léttfeta og Rauða Leary, sem er nokkuð brösótt og endar með ósköpum. Ber þar margt fyrir sem gaman má af hafa, enda njóta báðir leik- ararnir sin i hlutverkum og leika af innlifun. Efni myndarinnar sem slikt er að visu nokkuð langsótt, en þó engu að siður hugsanlegt — jafn- vel um það bil að verða liklegt, þvi sú tið rennur brátt upp að venjulegir bófar vopnist fallbyss- um, æðri bófar kjarnorkuvopn- um. Ef finna ætti að henni að ein- hverju leyti, þá er það helzt til að að telja að hún er' full langdregin og hæggeng á köflum. Að öðru leyti fær myndin hin beztu meðmæli, sem prýðis af- þreying og jafnvel semsiðaboð- andi mynd að nokkru leyti, þvi hún hefur til að bera boðskap, þótt hann sé ef til vill nokkuð vel falinn. Clint Eastwood. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.