Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 8
8 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR ��������������������������� ���������� ������������������� ����������������������� � � ������������������������������������ � „Glæsilega fléttuð bók.“ � � ������������������ ������������� ���������������� ���������������� � � ������������� „Spennandi og trúverðug.“ � � ������������������������������ � �������������������� �������������������������������������� � � ��������������������������� ����������������������� VEISTU SVARIÐ 1 Hvenær fær Landhelgisgæslan nýtt varðskip? 2 Hvað eru margir á biðlista eftir tæknifrjóvgun? 3 Við hvaða fyrirtæki gerði Alþjóða-knattspyrnusambandið (FIFA) risasamning í vikunni? DÓMSMÁL Lárus Már Hermanns- son hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína með felgujárni á heimili hennar á Akranesi sunnudaginn 28. ágúst. Konunni voru einnig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Lárus, sem er 36 ára, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því atburður- inn átti sér stað. Lárusi fipaðist og lét af árás- inni þegar konan öskraði á hjálp, en hafði þá veitt henni alvarlega áverka. Á efri hæð hússins sváfu börn Lárusar og konunnar, 14 ára stúlka og 11 ára piltur. Konan komst upp, þar sem stúlkan hringdi á Neyðarlínu. Klukkuna vantaði þá fimm mínútur í níu að morgni. Þegar lögreglu bar að garði voru þar fyrir konan og börnin, en Lárus Már var á bak og burt. Sá lögregla strax að konan var víða meidd á höfði og blæddi mikið. Felgulykillinn fannst bak við bað- herbergishurð, en þar var tals- vert blóð sjáanlegt og blóðslettur á hurð, veggjum og gólfi. Þá segir lögregla að talsvert blóð hafi verið í svefnherbergi á annarri hæð, en þar var konan þegar þeir komu. Lárus hafði rætt við dóttur sína í síma kvöldið áður og frétt að móðir hennar væri á leið á dansleik. Um tvö ár voru síðan þau höfðu slitið samvistum eftir að hafa verið saman í tólf ár. Um nóttina fór hann til Akraness og beið alla nóttina fyrir utan hjá konunni. Hann sá til henn- ar með manni um klukkan fimm um morguninn og svo þegar hún sneri aftur ein heim um klukkan níu lét Lárus til skarar skríða. Konan varð fyrst vör við hann þar sem hún var inni á baðher- bergi að bursta tennurnar og fékk skyndilega höfuðhögg. Árásin var hrottaleg og var konan viss um að hennar síðasta væri runnið upp. Hún hlaut marga djúpa skurði á höfðuð og áverka á vinstri hönd og handlegg sem hún reyndi að bera fyrir sig. Læknir sagði árásina hafa verið sérstaklega hrottalega og konan sögð „sérstaklega lán- söm að látast ekki við atlöguna“. Geðlæknir sem skoðaði Lárus eftir atburði taldi hann ábyrg- an gjörða sinna þrátt fyrir að vera haldinn hugvilluröskun af afbrýðisemistoga. Fram kom að hann hafði átt við þunglyndi og drykkju að stríða og nokkrum sinnum reynt sjálfsvíg. Hann fannst nokkru eftir klukkan tíu í malarnámu norðan við Hval- fjarðargöng og var þá búinn að leiða útblástur bifreiðarinnar inn um hliðarrúðu á henni. Hann var fluttur á sjúkrahús á Akranesi og svo á geðdeild í Reykjavík, en var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Atlaga ákærða gegn Guðrúnu Lilju var ófyrirleitin og beindist gegn lífi hennar. Réð tilviljun ein því að ákærði náði ekki markmiði sínu. Á ákærði sér engar máls- bætur,“ segir í dómi Héraðsdóms Vesturlands en hann kvað upp Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari. olikr@frettabladid.is Lánsöm að vera á lífi Maður var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyr- ir árás á fyrrverandi sambýliskonu með felgulykli. Hún var hætt komin. Börn þeirra voru á staðnum. SVÖRIN ERU Á BLS. 62 FELGULYKILL GETUR VERIÐ SKAÐRÆÐISVOPN Myndin er sviðsett. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem staddur er í Kína, ræddi við Shao Qiwei, ferðamálaráðherra Kína, á fundi í fyrradag. Þar kom fram sameiginlegur áhugi ráðherranna á að auka sam- skipti þjóðanna á sviði ferðamála. Kínverski ferðamálaráðherrann sagði að gríðarleg tækifæri fæl- ust í auknum fjölda ferðamanna frá Kína fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Shao Qiwie og Sturla Böðvarsson ræddu einnig möguleg skipti sér- fræðinga í ferðaþjónustu á milli landa. - sk Samgönguráðherra í Kína: Samvinna á sviði ferðamála Eldur við Seljaskóla Eldur kom upp við kennsluskúr Seljaskóla um klukkan sjö í gærkvöld. Kveikt hafði verið í brúsa með eldfimum vökva og kom nágranni með handslökkvitæki og var búinn að slökkva eldinn áður en slökkilið kom á staðinn. Ekki er vitað hver kveikti í. SLÖKKVILIÐIÐ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Sat fund Eystrasaltsráðsins. UMHVERFISMÁL Sigríður Anna Þórð- ardóttir, umhverfisráðherra, sat í fyrradag fund umhverfisráðherra ríkja sem eiga aðild að Eystra- saltsráðinu. Fundurinn sem fram fór í Stokk- hólmi var haldinn vegna mikillar mengunar í Eystrasalti. Umhverf- isráðherra lagði á fundinum áherslu á að sjálfbær þróun væri höfð að leiðarljósi við að endur- heimta vistkerfi Eystrasalts. Þá lagði ráðherrann einnig áherslu á auknar rannsóknir og að fleiri kæmu að verndun Eystrasalts. - sk Umhverfisráðherra situr fund: Mikil mengun í Eystrasalti KÆRUMÁL „Þetta er algjör steypa, ég veit ekki um neina gaura sem hafa komið þarna á mínum vegum. Ég þekki enga gaura sem ættu að hafa komið þarna,“ segir Ástþór Magnússon, fyrrverandi forseta- frambjóðandi. Ástþór hefur nú kært ritstjórn DV fyrir að birta um sig frétt með fyrirsögninni „Ástþór sendi átta vopnaða hrotta á leigjanda“. Hann krefst þess að þeir blaðamenn sem hlut eiga að máli verði dæmdir í tveggja ára fangelsi. Ástþór hefur einnig kært 23 verslunarstjóra í verslunum Bón- uss fyrir að birta auglýsingar DV í verslunum þar sem hann telur það vera brot á almennum hegn- ingarlögum að birta það sem hann kallar tilhæfulausar lygar og róg- burð á veggjum í verslunum. Um efni fréttarinnar segist Ástþór ekki hafa lesið hana. Hann staðfestir að hann leigi út íbúð í Vogaseli og segir leigjendurna hvorki hafa borgað leigu né skil- að tryggingavíxli. „Ég sendi þeim símskeyti þar sem samningnum er rift. Það eru einu samskipti mín við þetta fólk. Kannski eru nýjir eigendur ritsímans farnir að fara um með vopnaðar sveitir til þess að afhenda símskeyti,“ segir Ástþór. - saj Ástþór Magnússon kærir ritstjórn DV og verslunarstjóra Bónusverslana: Krefst tveggja ára fangelsis ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Ástþór segir fréttir DV vera algjöra steypu og kveðst ekki vera með neina gaura á sínum snærum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.