Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 12

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 12
12 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR ÍRAK Þjóðarbrotin í Írak samþykktu einum rómi ályktun á ráðstefnu Arababandalagsins um að erlent herlið skuli yfirgefa landið innan tilsetts tímaramma og landsmenn taki sjálfir að sér löggæslu og landvarnir. Þetta er í fyrsta sinn sem sátt næst um málið. Ráðstefnuna sátu áhrifamenn í írökskum stjórnmálum, þar á meðal Jalal Talabani forseti, en hún fór fram í Kaíró í vikubyrj- un. Í ályktun þingsins segir að „erlendar hersveitir skuli á brott úr landinu samkvæmt settum tímaramma og um leið skuli sér- stakri áætlun um uppbyggingu Írakshers hrint í framkvæmd.“ Gert er ráð fyrir að önnur ráð- stefna, sem haldin verði í febrúar, ákveði tímamörkin nánar. Dag- blaðið Independent hefur hins vegar eftir Bayan Jabr innanrík- isráðherra að Írakar verði sjálfir í stakk búnir til að sjá um öryggis- mál landsins í síðasta lagi í árslok 2006. Samkvæmt ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna verður erlenda hernámsliðið að yfirgefa Írak fari ríkisstjórn landsins fram á það. Sjíar hafa hins vegar verið tregir til að setja dagsetningar í þeim efnum því þeir óttast að upp- reisnarmenn muni þá bíða átekta þangað til. - shg ������������� ����������� ����������� ���� ����������������������������������� FERMINGAR „Að minnsta kosti 120 unglingar munu fermast borga- legri fermingu í vor og þessi hópur hefur farið stórvaxandi á undan- förnum árum,“ segir Hope Knúts- son, formaður Siðmenntar. Það er tæp 30 prósenta aukning frá síð- asta vori. Félagsmenn skilgreina félagið sem lífsskoðunarfélag sem sé mál- svari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum. Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður félagsins, segir þeim stórfjölga einnig sem óski eftir giftingum og útförum án ten- gsla við trúfélög en slík þjónusta sé af afar skornum skammti. „Við höfum tvívegis sóst eftir því að fá skráningu sem trúfélag hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og að sömu reglur giltu um okkur og trúfélög en þá fengjum við greidd sóknargjöld og gætum þá eflaust veitt þessa félags- legu þjónustu sem við teljum að hver maður eigi rétt á óháð því hvort hann sé trúaður eða ekki,“ segir Sigurður Hólm. Umsóknum Sið- menntar var hafnað. „Nú erum við að vinna að því að lög verði sett um lífsskoðunarfélög svo staða okkar verði lík stöðu trú- félaganna. Í Noregi til dæmis hafa slík lög verið sett svo að jafnræði sé með þegnunum hvort sem þeir eru í trúfélagi eða lífsskoðunarfé- lagi,“ segir Sigurður Hólm. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði í útvarps- messu sinni síðasta sunnudag að rúmlega 40 þúsund manns kjósi að standa utan þjóðkirkjunnar. Hann sagði ennfremur að það stangaðist á við jafnréttisákvæði stjórnar- skrárinnar að opinberum gjöldum einstaklinga sé með beinum eða óbeinum hætti ráðstafað til efling- ar trúfélaga sem viðkomandi ætti ekki aðild að. Þetta væri mismun- un því að þjóðkirkjan fengi hátt í fjóra milljarða af fjárlögum rík- isins. „Það er í rauninni aðeins 85 prósent landsmanna sem eru nú innan þjóðkirkjunnar en ekki 95 til 99 prósent líkt og lengi var og því er spurningin sú: hvað þarf þetta hlutfall að verða lágt svo að þessi forréttindastaða verði afnumin,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, oddviti Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju. jse@fréttabladid.is SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON Telur trúlausa ekki fá þá þjónustu sem þeim ber Borgaralegar fermingar verða fleiri en nokkru sinni í vor. Félagsmenn Siðmenntar segja þó mikið skorta á að fólk utan trúfélaga fái sjálfsagða þjónustu en fólki fjölgar ört í þessum hópi. BORGARALEG FERMING Sífellt fleiri fermast borgaralegri fermingu. Eins sækjast fleiri eftir öðrum borgaralegum athöfnum en þjónusta við þá sem það kjósa er afar lítil segja félagsmenn Siðmenntar. ÁRSGÖMUL APPELSÍNUBYLTING Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína af Fullveldistorginu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið í tilefni af ársafmæli appelsínubyltingarinnar svonefndu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STUNGIÐ SAMAN NEFJUM Þessir herramenn voru á meðal þeirra sem ræddu málin á ráðstefnunni í Kaíró. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SANTIAGO, AP Aug- usto Pinochet, fyrr- verandi einræðis- herra í Chile, hefur verið ákærður fyrir brot á skattalögum landsins og hneppt- ur í stofufangelsi. Honum er auk þess gefið að sök að hafa notað falskt vega- bréf til að stofna b a n k a r e i k n i n g a erlendis en á stjórnarárum sínum, 1973-90, sankaði hann að sér feikna- legum auðæfum. Ekki er sjálfgefið að af réttarhöld- unum verði því málum gegn Pinochet hefur áður verið vísað frá vegna heilsufars hans. Læknar úrskurð- uðu hins vegar á dögunum að þrátt fyrir ellimerki væri hann nægilega hraustur til að bera vitni. ■ Augusto Pinochet: Hnepptur í stofufangelsi PINOCHET Áður hefur málum verið vísað frá vegna heilsufars hans. BANDARÍKIN Michelle McCusker, kennslukona í New York, hefur kært skólann sem hún kenndi við fyrir að reka sig úr starfi fyrir að verða barnshafandi án þess að vera í hjónabandi. Mannréttindasamtök höfða málið fyrir hönd McCusker og segja augljóst mál að henni hafi verið sagt upp á grundvelli kyn- ferðis. Sjálf segist hún ekki skilja hvers vegna gripið sé til svo harkalegra aðgerða þegar horft sé til þess að kristin trú byggist á fyrirgefningu og virðingu fyrir lífinu og eigi þá einu að gilda hver hjúskaparstaða manns sé. Talsmenn erkibiskupsdæmis- ins í New York segja hins vegar að skólinn hafi ekki átt annars úrkosti en að fylgja þeim reglum sem kveðið sé á um í handbók kennara. ■ Kennari í kaþólskum skóla: Rekin fyrir að verða ólétt Ráðstefna Arababandalagsins um frið í Írak: Samstaða um að herliðið víki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.