Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 37
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2005 5
Svölurnar hafa gefið út sitt
árlega jólakort. Ágóði af
sölu kortanna mun renna til
MS-félagsins og endur-
hæfingarstöðvarinnar að
Reykjalundi.
Svölurnar, félag fyrr-
verandi og núverandi
flugfreyja, hefur gefið
út jólakortið sitt fyrir
árið 2005. Aðalfjár-
öflun félagsins er
sala jólakortanna og
eru þau seld fimm
saman í pakka
og kosta fimm
hundruð krón-
ur. Ágóðinn mun
meðal annars renna til styrktar
MS-félaginu og endurhæfingar-
stöðinni að Reykjalundi í tilefni af
sextíu ára afmæli stofnunarinnar
auk annarra tilfallandi verkefna.
Erna Guðmundsdóttir, mynd-
listarkona og félagi í
Svölunum, mynd-
skreytti kortið.
Jólakortin eru
til sölu hjá félags-
konum. Hægt
er að panta þau á
netfangi Svalanna
svolurnar@simnet.
is og einnig fást þau
í verslunum víða á
höfuðborgarsvæðinu.
■
Jólakort Svalanna
FÖSTUDAGURINN 25. NÓVEMBER
18.00 Tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands heldur jólatónleika í
Skemmtihúsinu við Laufásveg 22.
LAUGARDAGURINN 26. NÓVEMBER
12.00 Jólaþorpið í Hafnarfirði
verður formlega opnað með pompi
og prakt.
13.00 Jólamarkaður verður í Bjark-
arási hæfingarstöð í Stjörnugróf 9 í
Reykjavík til klukkan 16. Þar verða til
sölu listmunir úr Smiðjunni. Fulltrúar
frá Ási vinnustofu verða einnig með
sinn varning og léttar veitingar verða
til sölu.
17.00 Útgáfutónleikar Guðrúnar
Gunnarsdóttur og Friðriks Ómars
ásamt níu manna stórhljómsveit
undir stjórn Ólafs Gauks í Salnum í
Kópavogi. Verða einnig á sama tíma
á sunnudag.
18.00 Tíðagjörð í Selfosskirkju
vegna aðfangadags aðventu í umsjá
séra Gunnars Björnssonar.
SUNNUDAGURINN 27. NÓVEMBER
Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Fjölbreytt dagskrá í flestum kirkjum
landsins.
líður að jólum }
Alls konar tónlist
EINS OG ALLTAF FYRIR JÓLIN ER
MIKIÐ FRAMBOÐ AF TÓNLEIKUM
OG ÖÐRUM HÁTÍÐLEGUM OG
SKEMMTILEGUM UPPÁKOMUM UM
ALLT LAND.
Góðir hálsar,
skreytum hús með grænum
baunum, falalalafel og svo fram-
vegis. Eru þessi jól ekki löngu
búin, annars? Samkvæmt mínu
tímatali byrjuðu þau fyrir meira
en mánuði, um miðjan október,
í Litlu-Svíþjóð en þangað fer ég
stundum til að sníkja kjötboll-
ur. Ég hafði frétt af gómsætum
fiskrétti í hlaðborðinu og fór til
að kanna málin. Og viti kettir og
menn, það voru bara komin jól!
Ég fór auðvitað alveg í panikk,
ég meina, jólin eru mín vertíð
og þá ætti ég ekki að hafa undan
að sinna skyldum mínum, liggja
í leyni fyrir utan Mæðrastyrks-
nefnd og klóra í söfnunarbauk-
ana hjá Hjálpræðishernum.
Ég var ekki byrjaður að brýna
klærnar og datt einna helst í hug
að miðdegislúrinn hefði reynst
aðeins of langur. En svo reynd-
ist ekki vera. Jólin voru bara
komin - MIKLU fyrr en venju-
lega. Og ég verð að segja að ég
er FÚLL! Þessi jólaaukning um
meira en mánuð felur í sér gríð-
arlegt aukavinnuálag fyrir mig
og Spillikötturinn sem stundum
hefur komið mér til hjálpar á
álagstímum er í prófum fram
í miðjan desember. Jólalýðs-
félagið lyftir ekki loppu til að
verja réttindi vor og passa að
vér fáum þá greitt fyrir þetta
aukaálag. Ég sá meira að segja
einn jólasveininn fremja alvar-
legt verkalýðsbrot á dögunum
þegar hann kveikti á jólaljósum
utan hefðbundins og umsamins
vinnutíma. Ég meina - hvað er
að gerast? Ég veit allavega hvað
ég ætla að gera. Ég mun krefj-
ast þess að kjötbollurnar í Ikea
verði fiskibollur - að minnsta
kosti fram að jólum! Lifið heil!
Jólin eru þrotin og lifi þau vel...
Mín skoðun
JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS
Erna Guðmundsdóttir
myndlistarkona myndskreytti
jólakort Svalanna í ár.
��������������
�������
����������
����
����
�������
������
��������
�����
��������
����������
��� ��
��������������
��������������