Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 44
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Það hefur streymt hingað fólk, sérstaklega af höfuðborgarsvæð- inu. Selfoss og nágrannasvæðin eru orðin góður kostur því það er orðið svo mikið stress og umferð í Reykjavík og fólk vill losna við það,“ segir Þröstur Árnason, einn eigenda fasteignasölunnar Bakka og jafnframt sölumaður þar. „Það er til dæmis mikið verið að byggja hér á Selfossi og mikill skortur er á fasteignum á Stokks- eyri og Eyrarbakka,“ segir Þröst- ur. Eins er verið að byggja á Hellu, þó minna sé um að vera þar en á vestanverðu Suðurlandi, að sögn Þrastar. Fasteignasalan Bakki var stofnuð árið 1981 og eru höfuð- stöðvar hennar á Selfossi. Jafn- framt eru sölumenn frá Bakka á Þorlákshöfn og Hellu. Hjá Bakka starfa tveir löggiltir fasteignasal- ar og er annar þeirra jafnframt lögfræðingur að mennt. Auk þeirra starfa þar að jafnaði fjórir sölumenn. Mikið um að vera í fasteigna- viðskiptum á Suðurlandi Fasteignasalar á Suðurlandi hafa líkt og aðrir fundið fyrir stórauknum fasteigna- viðskiptum þar. Helst er uppsveiflan á Selfossi, Hveragerði, Stokkseyri og Eyrar- bakka en minna er um að vera á Hellu og Hvolsvelli. Þröstur Árnason, sölumaður og einn af eigendum fasteignasölunnar Bakka á Selfossi. Þegar Landbúnaðarháskóli Íslands tók til starfa í janúar á þessu ári voru Garðyrkjuskóli ríkisins, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins sameinuð undir einum hatti. Aðal- aðsetur skólans er á Hvanneyri í Borgarfirði en þó heldur garðyrkj- unámið áfram á Reykjum í Ölfusi, bæði á framhalds- og háskólastigi. „Hjá okkur eru 46 nemendur í fullu starfmenntanámi og síðan eru átján í diplómanámi í garðyrkju,“ segir Björn Gunnlaugsson, for- stöðumaður starfs- og endurmennt- unardeildar skólans. „Einnig fer fram öflugt endurmenntunarstarf og árlega koma á annað þúsund manns á endurmenntunarnámskeið, aðallega fagfólk.“ Meðalaldur nemenda er hár og hafa margir þeirra lokið stúdents- prófi áður en þeir hefja nám við skólann. Nám við Garðyrkjuskólann er starfstengt og á sex námsbrautum, þar sem einungis skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein. Hinar brautirnar eru blómaskreytingabraut, umhverf- isbraut og ylræktarbraut en auk þess er í boði nám á garðplöntubraut og skógræktarbraut. Á háskólastigi er boðið upp á þrjátíu eininga diplóma- nám í garðyrkju-, skógræktar- og skrúðgarðyrkjutækni. Kennslan fer fram í fjarnámi með staðbundnum námslotum og nýtist þetta nám sem viðbót við starfsmenntanámið eða sem grunnur að frekara námi. Starfsvettvangur er mjög ólík- ur eftir námsbrautum en atvinnu- möguleikar útskrifaðra nemenda eru mjög góðir og mikil eftirspurn er eftir faglærðu fólki á öllum svið- um garðyrkjunnar. Tilraunagróðurhús Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi er hlýtt og notalegt í vetrarnepjunni. Holgeir Hansen sinnir hér plöntunum. Fréttablaðið/Heiða Garðyrkjan alltaf vinsæl Ótal margir Íslendingar hafa lært garðyrkju að Reykjum skammt frá Hveragerði, og fer áhugi landsmanna á þeirri starfsgrein síður en svo minnkandi. Vegurinn verður með bundnu slit- lagi en byrjað var á honum vest- antil, við Grindavík. „Ekki er að efa að tilkoma hins nýja Suðurstrandarvegar mun stórbæta samgöngur á milli Suðurnesja og Suðurlands,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson hjá Vega- gerðinni. Núverandi vegur, sem er mjög lélegur burðarlítill mjór og hæð- óttur malarvegur, lokast oft að vetri til og er seinfarinn við góðar aðstæður. Suðurstrandarvegur mun hins vegar liggja talsvert lægra en núverandi vegir um Þrengsli og Hellisheiði og ætti að vera auðvelt að halda honum opnum jafnvel í verstu vetrarveðrum. Kostnaður við framkvæmdina verður um 1.500 milljónir króna, en leiðin á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar mun styttast um þrettán kílómetra við tilkomu nýja vegarins. Vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur Nýi vegurinn mun fylgja rauðu línunni frá Þorlákshöfn að þeirri gulu og svo þeirri gulu yfir að þeirri rauðu til Grindavíkur. Mynd/Línuhönnun samgöngur }
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.