Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { suðurland } ■■■■
„Fyrir jólin er þetta ein af fáum
verslunum sem selja gull, reykelsi
og myrru,“ segir Alda Sigurðardótt-
ir myndlistarkona, eigandi Alvöru-
búðarinnar. „Ég er með margs
konar reykelsi, það er mikið gull í
indverskum vörum og myrra er efni
sem borið er á fiðluboga.“
Alda hannar gamaldags handa-
vinnu, sem fólk getur keypt og
saumað út sjálft, og vinnur hún
mynstrin mikið upp úr gömlum
íslenskum handritum og hefðum.
Einnig selur hún handverk ýmissa
Sunnlendinga, mest ullarvinnu, þar
á meðal handverk frá Þingborg.
Auk þess er hún með heilmikið af
handverki og heimilisiðnaði frá
Indlandi til sölu sem hún flytur inn
sjálf og fer að hennar sögn mjög vel
við íslensku vörurnar.
„Indverskt handverk er gamalt
áhugamál hjá mér og hef ég farið
nokkrum sinnum til Indlands. Ég
hef komið mér upp sambandi við
mann á Indlandi sem kaupir fyrir
mig ekta handverk eftir minni for-
skrift,“ segir Alda.
Verslunin hefur því á sér mjög
ævintýranlegan brag og kennir
ýmissa grasa. Má þar finna litskrúð-
uga dúka, sjöl, veggteppi, rúmteppi,
dúkkur, leðurvörur og dansbjöllur
svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru
þarna föt á börn og fullorðna. Allt
er handunnið og eru engir tveir
hlutir eins.
Fleiri upplýsingar er að finna á vef-
síðu Öldu, www.alvara.is.
7
Austurvegi 3, Selfossi - Sími 480 2900 - Fax 482 2801 - www.log.is
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA - FASTEIGNASALA
MIÐSTÖÐ FASTEIGNAVIÐSKIPTA Á SUÐURLANDI
��������������
�������
����������
����
������������������������������
������������������������������
������������
����������
��� �
Árborgarbúar
Verslum í heimabyggð
Alda Sigurðardóttir er eigandi Alvörubúðarinnar. Fréttablaðið/Heiða
Gull, reykelsi og myrra
Á Selfossi er að finna lítið ævintýralegt handverksverkstæði og verslun sem kallast
Alvörubúðin og má þar finna heilmikið af bæði íslensku og indversku handverki.
Alda Sigurðardóttir býr til handavinnu sam-
kvæmt íslenskum hefðum. Fólk getur svo
saumað púðana út sjálft eftir mynstrunum
og hér sjást tveir fullunnir púðar.
Fréttablaðið/Heiða