Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 48

Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 48
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Við framleiðum potta og pönn- ur úr áli og allar okkar vörur eru með viðloðunarfrírri húð,“ segir Þórður Bachmann, framkvæmda- stjóri Alpans. „Þessar vörur eru með þeim bestu á þessum eldun- aráhaldamarkaði, en það er fram- leiðsluaðferðinni að þakka. Við steypum pönnurnar úr fljótandi áli og það leiðir af sér alveg einstaka eldunareiginleika í þessum vörum. Menn ná mun meiri hita í pönn- urnar, öll hitadreifing verður betri og formið á þeim helst einstaklega vel. Þær verpast ekki.“ Íslenska kokkalandsliðið notar eingöngu Alpan-potta og -pönnur, enda hafa þau reynst þeim ákaf- lega vel, og það sama má segja um kanadíska kokkalandsliðið. Allar pönnur og pottar fyrir- tækisins eru framleidd á Eyrar- bakka, en 25 manns starfa í verk- smiðjunni, sem framleiðir um 140.000 stykki á ári. Alpan kaupir álið frá útlöndum, og fara 95 pró- sent af vörum Alpans á erlendan markað. Fyrirtækið selur mikið til Danmerkur, auk fjölda annarra landa í Evrópu, Afríku og Norður- Ameríku. Alpan hefur starfað á Íslandi síðan árið 1984, en var áður í Dan- mörku frá árinu 1949. 8 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar opin alla daga kl. 07:00 – 22:00 í vetur Færð og veður Textavarp síður 470–490 Talvél sími 1779 Engin gjöld eru tekin fyrir að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni 1777 www.vegagerd in . i s Gröfuþjónusta Steins ehf. Rauðholti 11, 800 Selfoss - sími 8991770 Er með traktorsgröfu fleyg, kapalplóg, snjótönn og flestar gerðir af skóflum. Íslenskar pönnur um allan heim Alpan-pönnurnar og -pottarnir, sem framleidd eru á Eyrarbakka, eru afar vinsæl hjá fagmönnum um allan heim. Fyrirtækið sendir vörur til yfir tuttugu landa, allt frá Danmörku til Dubai. Tuttugu og fimm manns vinna hjá Alpan- verksmiðjunni á Eyrarbakka. Alpan-pönnurnar og -pottarnir, sem framleidd eru á Eyrarbakka, eru afar vinsæl eldhús- áhöld um allan heim. Alpan-verksmiðjan á Eyrarbakka framleiðir 140.000 stykki af hágæðapottum og -pönnum á ári hverju og sendir 95 prósent þeirra út um allan heim. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.