Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { suðurland } ■■■■ 11
Hótel Örk í Hveragerði þekkja
flestir og tilboðin sem þar er að
finna þessa dagana eru sérstaklega
löguð að óskum bæði barna og
eldri borgara.
Dagana 29. nóvember til 4.
desember býður hótelið upp á spari-
daga með jólaívafi, sem ætlaðir eru
eldri borgurum. Verð á mann, fyrir
tvo í herbergi, er 26.800 krónur.
Innifalin er öll tómstundaaðstaða
hótelsins, gönguferðir, bingó og
félagsvist, ferðalag, leiksýning,
danskennsla og kvöldskemmtanir
með söng og dansi á hverju kvöldi.
Að auki er morgunverður af hlað-
borði og þriggja rétta kvöldverður
á hverjum degi.
Fyrir yngstu kynslóðina býður
hótelið upp á jólahlaðborð barn-
anna með Birtu og Bárði úr Stund-
inni okkar alla sunnudaga fram til
18. desember. Verð á mann, bæði
fyrir börn og fullorðna, er 1.600
krónur og er matseðillinn afar fjöl-
breyttur svo bæði krakkarnir og
mamma og pabbi eða afi og amma
ættu að finna eitthvað gómsætt,
allt frá frönskum upp í reyktan
lax. Dagskráin stendur á milli 15
og 17, búist er við jólasveinum í
heimsókn á hverjum sunnudegi og
dansað verður í kringum jólatré.
Þar fyrir utan býður hótelið upp
á sælulyklana sívinsælu, sem og
jólahlaðborð fyrir fullorðna alla
föstudaga og laugardaga fram að
jólum.
Hugmynd að helgi
Hótel Örk býður upp á sértilboð í skammdeginu og ættu
allir að finna eitthvað við sitt hæfi, sama á hvaða aldri
þeir eru.
Hótel Örk er afar glæsilegt hótel í Hveragerði og vinsæll kostur þeirra sem vilja slaka á yfir
helgi í jólaösinni. Fréttablaðið/Heiða
Golfklúbbur Vestmanneyja er svo
heppinn að búa að heitum golfvelli
ef svo má segja en hann hefur þá
sérstöðu að hægt er að spila á honum
nokkuð lengur en á mörgum öðrum
völlum, um sjö mánuði á hverju ári.
„Það er aðallega nálægðin við
sjóinn en svo er hér líka minni snjó-
koma en gengur og gerist. Það fer
auðvitað eftir tíð en almennt er snj-
ólétt hérna,“ segir Helgi Bragason,
formaður GV.
„Við erum yfirleitt einna fyrstir
út á veturna og getum haft völlinn
opinn í kringum sjö mánuði á ári,
þó ekki alltaf allar átján holurnar,“
segir Helgi. Vestmanneyjavöllur-
inn þykir prýðisgolfvöllur, hann er
átján holur og er með þeim betri á
landinu. Hann hefur hýst Íslands-
meistarmót í höggleik og er einn af
golfvöllunum sem spilað er á í Toy-
ota-mótaröðinni.
Opinn sjö mánuði á ári
Golfklúbbur Vestamanneyja þykir heitur golfvöllur en vegna umhverfisaðstæðna
er hægt að spila þar lengur en á öðrum völlum landsins.
Umhverfi golfvallarins er einstaklega fagurt.