Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 54

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 54
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14 GÆÐI Í GEGN Íslensku LOOK-pönnurnar njóta alþjóðlegrar hylli sem hágæðaáhöld í eldhúsinu. Þær eru léttar og meðfærilegar, enda steyptar úr áli sem líka tryggir hámarkshitaleiðni. LOOK-pönnurnar aflagast ekki með aldrinum svo orkunýtingin er ævinlega eins og um nýja pönnu væri að ræða. Síðast en ekki síst er nýjustu tækni beitt við húðun LOOK-panna svo ending, þægindi og notagildi eru tryggð. Við leggjum metnað okkar í öflugt þróunarstarf sem skilar sér í bættum eldunareiginleikum og þar með betri árangri í eldhúsinu. LOOK-pönnurnar eru nú betri en nokkru sinni. Íslenska kokkalandsliðið velur eingöngu LOOK-pönnur og -potta FRAMLEIÐSLA ÍSLENSK Hagbók ehf. Eyrarvegi 37, pósthólf 5, 802 Selfossi Sími: 480-3340 GSM: 693-0901 Fax: 482-1003 Heimasíða: www.hagbok.is E-mail: hagbok@hagbok.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þuríðarbúð var reist af Stokkseyr- ingafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdótt- ur formann og horfna starfshætti. Hún var endurhlaðin árið 2001. Þuríður, sem fæddist árið 1777 og lést árið 1863, var mikill víking- ur. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en sautj- án ára varð hún háseti upp á fullan hlut, þá á bát bróður síns. Þuríður stundaði sjósókn í tæpa hálfa öld, yfirleitt sem formaður á bátum, en árið 1843 neyddist hún til að hætta sjósókn vegna heilsu- leysis, þá 56 ára að aldri. Vegna vinnu sinnar klæddist hún karlmannsfötum og fékk til þess leyfi sýslumanns. Þuríður þótti góður formaður, útsjónarsöm, var- kár en þó áræðin og vinsæl meðal háseta, en einstakt þótti að kona væri formaður á bát. Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjó- búðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna. Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Krist- inssonar hleðslumeistara og býður sveitarfélagið stundum upp á fróð- lega og skemmtilega leikþætti í búðinni á sumrin. Klæddist karlmannsfötum Þuríðarbúð líkist ótal öðrum sjóbúðum sem var að finna við strendur Suðurlands á 19. öld. Þuríðarbúð á Stokkseyri. Fréttablaðið/Heiða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.