Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 69

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 69
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2005 37 Bandaríski fjárfestirinn David Marcus er orðinn stærsti hluthaf- inn í sænska fyrirtækinu Scribona. M2 Capital Management, sem er fjárfestingarfélag í hans eigu, keypti um nítján prósenta hlut af Bure fyrir rúman einn milljarð. Straumur-Burðarás hefur átt um sautján prósenta hlut í félag- inu frá því í vor. „Við töldum fyrir- tækið lágt metið,“ sagði Friðrik Jóhannsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Burðaráss, um kaupin. Scribona er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki sem selur bæði vélbúnað og hugbúnað. Vélbúnaðurinn er þó stærri hluti rekstrarins. Afkoma félagsins hefur verið slök undanfarin ár en ráðist hefur verið í hagræðingu sem á að skila sér í bættum rekstri. Scribona er með fjórtán prósenta markaðshlutdeild í sölu á tölvubúnaði á Norðurllöndunum. Tap varð á rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum þessa árs samvkæmt uppgjöri félagsins.. Gengi hlutabréfa í Scribona hækkaði nokkuð eftir viðskiptin eða um tæp fimm prósent. - eþa Bandaríkjamaður stærstur í ScribonaGreiningardeild KB banka telur að tilboð til hluthafa Jarðborana, sem Atorka Group hyggst leggja fram á næstunni, sé of lágt. Þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Samkvæmt því skipta eigend- ur í Jarðborunum hlutum sínum út á genginu 25 í staðinn fyrir ný hlutabréf í Atorku á genginu sex. KB banki telur að verðmæti bréfa í Jarðborunum sé um 31,1 króna á hlut eða um fjórðungi hærra en tilboð Atorku. Það gefur markaðsverðmætið tólf milljarð- ar króna. Atorka Group heldur utan um 56 prósenta eignarhlut í félaginu og mun leggja fram yfirtökutil- boð sem miðast við hæsta verð sem félagið hefur greitt fyrir bréf í Jarðborunum undanfarna sex mánuði. - eþa Of lágt verð fyrir Jarðboranir JARÐBORANIR Atorka mun bjóða hluthöfum í Jarðborunum um 25 krónur fyrir hvern hlut sem er vel undir verðmati KB banka. Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutabréfum í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA eins og greint var frá í Markaðinum á miðvikudag. Íslandsbanki skilgreinir Noreg sem heimamarkað fyrirtækisins og hefur bankinn þegar keypt bankana Kredittbanken og BNba- nk. Forsvarsmenn Íslandsbanka segja að kaupin á Norse séu liður í uppbyggingu bankans í Noregi. Norska blaðið Dagens Nyheter segir að fleiri hafi verið áhuga- samir um Norse og þannig hafi Bank2 reynt að sölsa félagið til sín auk annarra norskra fjárfesta. - hb Kaupin á Norse frágengin ÍSLANDSBANKI HEFUR FEST KAUP Á NORSKA VERÐBRÉFAFYRIRTÆKINIU NORSE SECURITIES. „Sú umræða sem hefur verið um KB banka hefur vissulega áhrif á Íslandsbanka. Ég vil þó leggja áherslu á að það er ekki nei- kvæð umræða um Íslands- banka, þvert á móti hefur sér- staklega verið tekið fram í umræðunni að Íslandsbanki hafi sérstöðu meðal íslenskra banka hvað varðar áhættutöku, hún sé minni en annarra íslenskra banka,“ segir Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka. Hann segir ekki forsendur til að meta hversu miklar breytingar hafi orðið á kjörum eða aðgengi bankanna á skuldabréfamarkaði. „Vissulega hefur skuldabréfaút- gáfa íslenskra banka aukist mikið á liðnum árum samhliða vexti í starfsemi erlendis. Við höfum haft mjög gott aðgengi að skulda- bréfamarkaði og höfum haft for- ystu um það að sækja inn á nýja markaði til þess að dreifa áhættu, til dæmis með útgáfum í Ástralíu og Bandaríkjunum á þessu ári. Fjárfestar þekkja vel til fjárhags- legrar uppbyggingar og stefnu bankans og við höfum ekki orðið varir við efasemdir um okkar starfsemi. Varðandi þörf okkar fyrir fjármagn þá höfum við góða stöðu í innlánum bæði hér á landi og í Noregi. Aukin starfsemi erlendis kallar hins vegar á aukna fjárþörf og það þekkja fjárfestar. Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að aðgengi íslenskra banka að þessum markaði verði áfram gott þrátt fyrir að kjör á markaði kunni að breytast.“ Aðgengi bank- ans gott BJARNI ÁRMANNS- SON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.