Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 85

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 85
FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Teri Hathcer hefur höfðað mál gegn götublaðinu Daily Sport. Ástæðan er sú að blaðið birti greinar þess efnis að leikkonan hefði stundað villt kynlíf með ónafn- greindum mönnum í bíl fyrir utan heimili hennar. Samkvæmt breska lögfræðifyrirtækinu Schillings, sem fer með mál leikkonunnar, vísar hún þessum fáranlegu sögusögnum á bug sem, að þeirra sögn, hafa haft slæm áhrif á ímynd hennar. Búist er við því að málið fari fyrir dóm- stóla í Bretlandi á næsta ári. Kate Moss og Pete Doherty hafa ákveðið að flytjast búferlum til Bandaríkjanna. Ástæðan ku vera sú að ef Pete á einhvern tímann að losna við fíkniefnadjöfulinn verður hann að flýja vini sína á Englandi sem hafa haldið honum að fíkniefnunum á undanförnum misserum. Pete er nú um þessar mundir á sama meðferð- arheimili og Kate dvaldist á fyrr á þessu ári í Arizona í Bandaríkjunum. Nánir vinir leikkonunnar segja að Kate hringi í Pete á hverju kvöldi til þess að heyra hvernig hann hefur það. Poppstjarnan gamal-reynda Elton John hefur ákveðið að ganga í það heilaga. Sá heppni er unnusti hans til margra ára, David Furnish. Mun athöfnin verða mjög lát- laus og hafa þeir ákveðið að einungis foreldrar þeirra verði vottar að athöfn- inni. Höfðu fjölmiðlar búist við að athöfnin yrði gríðarlega umfangsmikil og flott en Elton ákvað á seinustu stun- du að hafa mjög lítið umstang í kringum sjálfa athöfnina þó að veislan um kvöldið verði að sögn einkar glæsileg. Nýjar barnavörur á tilboðsverði Aðrir sölustaðir: Ísafjörður Hafnarbúðin S. 456-3245. Reyðarfjörður Molinn S. 474-1400. Höfn H. Hafnarbraut 34 S. 478-2216 Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550 Akureyri Strandgata 3 S. 464-4450 Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Nýjar vörur Regnbuxur kr. 990 – 1.490 Flíspeysur kr. 1.490 – 3.490 Úlpur kr. 3.290 – 4.490 Snjóbuxur kr. 2.790 – 4.490 Skór kr. 3.290 – 4.790 Opið virka daga 10 – 18 laugard. 11 - 16 -50% afsláttur Útivistarfatnaður Sportfatnaður/skór Skíða/Brettafatnaður Gönguskór Bakpokar ofl. ofl. . .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.