Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 90

Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 90
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR58 Iceland Express-deild karla: KR-HAMAR/SELFOSS 92-79 Stig KR: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Omari Westley 18, Níels Dungal 13, Baldur Ólafsson 11, Brynjar Björnsson 9, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 4, Steinar Kaldal 4, Ellert Arnarsson 3, Jón Baldvinsson 2. Stig Hamars: Clifton Cook 25, David Aliu 16, Svav- ar Pálsson 15, Friðrik Hreinsson 13, Atli Örn Gunn- arsson 6, Bragi Bjarnason 4. HAUKAR-ÞÓR AK. 73-75 Stig Hauka: DeAndre Hulett 21, Morten Szmied- owics 16, Sævar Haraldsson 15, Sigurður Einars- son 9, Lúðvík Bjarnason 6, Þórður Gunnþórsson 3, Gunnar Sandholt 2. Stig Þórs: Mario Myles 17, Hrafn Jóhannesson 16, Þorsteinn Húnfjörð 13, Guðmundur Oddsson 11, Helgi Margeirsson 10, Magnús Helgason 5, Jón Kristjánsson 2, Bjarki Oddsson 1. FJÖLNIR-HÖTTUR 104-74 GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 101-108 Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 37, Páll Axel Vilbergsson 20, Guðlaugur Eyjólfsson 20, Páll Kristinsson 12, Þorleifur Ólafsson 12, Hjörtur Harðarson 4, Pétur Guðmundsson 2. Stig Keflavíkur: AJ Moye 30, Magnús Gunnaars- son 19, Zlatko Gocevski 18, Gunnar Einarsson 16, Gunnar Stefánsson 9, Arnar Freyr Jónsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, NJARÐVÍK-SNÆFELL 103-78 Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 29, Jeb Ivey 24, Friðrik Stefánsson 16, Örvar Kristjánsson 11, Egill Jónasson 10, Guðmundur Jónsson 8, Ragnar Ragnarsson 3, Hjörtur Einarsson 2. Stig Snæfells: Nate Brown 24, Jón Ó. Jónsson 18, Magni Hafsteinsson 11, Igor Beljanski 10, Helgi Guðmundsson 8, Lýður Vignisson 5, Sveinn Dav- íðsson 2. STAÐAN: NJARÐVÍK 7 7 0 570-407 14 GRINDAVÍK 7 5 2 699-600 10 KEFLAVÍK 5 5 0 381-330 10 FJÖLNIR 7 5 2 657-614 10 KR 7 4 3 561-509 8 ÍR 6 3 3 514-527 6 SKALLAGR. 6 3 3 360-365 6 ÞÓR AK. 7 3 4 541-593 6 HAMAR/SELF. 7 2 5 579-692 4 SNÆFELL 6 2 4 563-572 4 HAUKAR 7 0 7 542-612 0 HÖTTUR 6 0 6 455-588 0 Konungsdeildin: MIDTJYLLAND-VALERENGA 4-0 Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Valer- enga og átti erfiðan dag. START-HAMMARBY 2-4 Jóhannes Harðarsson var í byrjunarliði Start en fór af velli á 72. mínútu. LYN-IFK GÖTEBORG 1-0 Stefán Gíslason var í byrjunarliði Lyn en Hjálmar Jónsson sat á bekknum hjá Göteborg. AAB-DJURGARDEN 1-3 Kári Árnason byrjaði á bekk Djurgarden en kom af honum á 67. mínútu. UEFA-bikarinn: VIKING-SLAVIA PRAG 2-2 MONACO-HSV 2-0 HALMSTAD-SAMPDORIA 1-3 HERTHA BERLIN-LENS 0-0 AZ ALKMAAR-MIDDLESBROUGH 0-0 Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir AZ Alk- maar og fékk gult spjald á 71. mínútu. TROMSÖ-RAUÐA STJARNAN 3-1 ROMA-STRASBOURG 1-1 CSKA MOSKVA-LEVSKI SOFIA 2-1 MARSEILLE-HEERENVEEN 1-0 PAOK SALONIKI-STUTTGART 1-2 VITORIA GUIMARAES-BOLTON 1-1 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það var hart barist í leik Middlesbrough og AZ Alkmaar í UEFA-bikarnum í gær. Alkmaar var mun betra liðið í leiknum en leikmenn Middlesbrough vörð- ust mjög vel en þeir hafa enn ekki fengið á sig mark í keppn- inni. Leikurinn fór fram í Hol- landi við erfiðar aðstæður en það hellirigndi allan leikinn og völlurinn var mjög þungur enda eitt drullusvað. Að því er fram kemur á vef BBC var nokkuð um ljótar tæklingar og var minnst sérstaklega á tæklingu George Boateng á Grétari Steinssyni en Boateng fékk gult fyrir brotið. Siglfirðingurinn kappsami lét hollenska landsliðsmanninn ekki komast upp með neina takta og svaraði rækilega í sömu mynt skömmu síðar og og fór einnig í svörtu bókina hjá dómaranum. Ugo Ehiogu og Chris Riggott er þakkað að Alkmaar skoraði ekki í leiknum en þeir áttu stórleik í vörn Boro. Grétar Rafn Steinsson stóð í Alkmaar: Tæklaði Boateng með látum BARÁTTA Leikmenn Alkmaar og Boro börðust hatramlega í Hollandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI „Í hálfleik töluðum við um að styrkja varnarleikinn, enda er það óásættanlegt að fá á sig 45 stig í einum hálfleik að okkar mati. Við keyrðum því að miklum hraða í byrjun seinni hálfleiks og spil- uðum stífapressuvörn, og héldum hraðanum þokkalega seinnipart leiks. Þetta var frekar þægilegur sigur þegar upp var staðið,“ sagði Pálmi Sigurgeirsson sem lék afar vel í liði KR sem vann þægilegan 92-79 sigur á Hamar/Selfoss. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks á heimavelli sínum í Frosta- skjólinu í gærkvöldi og pressuðu leikmenn Hamar/Selfoss stíft á upphafsmínútunum. Baldur Ólafsson sýndi mátt sinn á þessum kafla og skoraði sjö af fyrstu tólf stigum KR, þar á meðal fallega þriggja stiga körfu en Baldur heldur sig oftar en ekki undir körfunni. Leikmenn Hamar/Selfoss gáfust þó ekki upp og tókst að komast inn í leikinn með skynsömum leik, og var það sérstaklega stórleikur Clift- on Cook í öðrum leikhluta sem kom þeim inn í leikinn, en Cook skoraði í honum 12 stig og var allt í öllu í sóknarleik Hamar/Selfoss. Staðan í hálfleik var 49-45 KR í vil. Líkt og í fyrri hálfleik byrj- aði KR á mikilli pressuvörn sem Hamar/Selfoss réð ekki við. Pálmi Sigurgeirsson fór mikinn á þessum tíma og skoraði þrjár mikilvægar þriggja stiga körfur, auk þess að láta vel finna fyrir sér í varnarleiknum. Á þessum upphafskafla tókst KR-ingum að skora 20 stig gegn fjórum stigum Hamar/Selfoss og var eins og gestirnir væru að gefa eftir. En ágætur lokasprettur liðs- ins lagaði stöðuna nokkuð, en það munaði mikið um að Clifton Cook komst lítt áleiðis seinni part leiks- ins, enda vörn KR þétt og sam- stíga og það var gestaliðinu ofviða að reyna brjóta hana niður. KR-liðið lék oft á tíðum ágætis körfubolta og náði að halda uppi ágætis hraða allan leikinn, sem baráttuglatt lið Hamar/Selfoss tókst ekki að ráða nægilega vel við. Ef heldur áfram sem horfir má búast við KR liðinu mun sterk- ara en það er í dag í næstu leikj- um, þar sem leikmenn liðsins eru alltaf að ná betur og betur saman. magnush@frettabladid.is Pressuvörn KR skilaði góðum sigri á gestunum Stíf pressuvörn í upphafi seinni hálfleiks lagði grunninn að góðum sigri KR á Hamar/Selfoss í Frostaskjólinu í gær. KALDAL KEYRIR AÐ KÖRFU Steinar Kaldal keyrir hér að körfu gestanna en hann skoraði fjögur stig í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍÞRÓTTASTARF Jónas Egilsson, for- maður Frjálsíþróttasambands Íslands, vonast til þess að Ingólf- ur Hannesson verði næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, en það liggur fyrir að Ellert B. Schram mun hætta sem forseti sambandsins á næsta aðal- fundi. „Það er augljóst mál að það mun ný manneskja verða forseti sambandsins. Mér finnst Ingólfur Hannesson álitlegur kostur. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á íþróttahreyfingunni og þekkir því vel til þess hvernig málin ganga fyrir sig.“ Ingólfur Hannesson, sem nú starfar sem yfirmaður Íþrótta- sviðs evrópskra sjónvarps- og útvarpsstöðva, segist hafa heyrt af áhuga manna á því að hann bjóði sig fram til forseta. „Mér er kunnugt um að menn innan íþróttahreyfingarinnar hafa verið að ræða mitt nafn í þessu samhengi. Ég er í góðu starf í Genf eins og stendur og er nú ekki mikið að hugsa um þessi mál núna. En ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort ég ætla að bjóða mig fram því þetta mál er á algjöru frumstigi. Það eru aðrir en ég sem hafa verið að orða mig við þetta embætti. Ég er í leyfi frá starfi mínu á Ríkisútvarpinu og það stefnir allt í það að ég fly- tji, ásamt fjölskyldu minni, aftur heim til Íslands næsta sumar.“ Sigríður Jónsdóttir, varafor- seti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst því yfir að hún hafi hug á því að taka við forseta- stöðunni af Ellerti. „Ég hef gegnt varaforsetastöðunni frá árinu 1997. Mér finnst eðlilegt skref á mínum ferli að reyna að komast í forsetastöðuna á þessum tíma- punkti, og ég vona að ég hafi stuðning til þess.“ Formenn sérsambanda íþrótta- hreyfingarinnar hittast í dag á fundi í Keflavík, þar sem þessi mál verða örugglega rædd enn frekar. - mh Kosningabarátta í íÞrótta- og ólympíusambandi Íslands framundan: Ingólfur Hannesson orðaður við forsetaembættið INGÓLFUR HANNESSON Ingólfur starfar nú sem yfirmaður íþróttasviðs samtaka evr- ópskra sjónvarps- og útvarpsstöðva í Genf. KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson, leik- maður Bayreuth í þýsku 1.deild- inni, hefur farið mikinn það sem af er keppnistímabili og er einn af stigahæstu leikmönnum deild- arinnar, með 19,3 stig að meðaltali í leik. Logi hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og er búinn að vera besti leikmaður Bayreuth. „Það hefur gengið vel hjá mér og ég er sáttur við framlag mitt til liðsins. Við höfum unnið sex leiki og tapað þremur, sem er alveg ásættanlegt.“ Logi hefur leikið mikið sem leikstjórnandi á tímabilinu eftir að einn þriggja Bandaríkjamanna í leikmannahópnum var rekinn frá liðinu, en Logi hefur lengst af spilað sem skotbakvörður. „Ég hef skilað leikstjórnanda- hlutverkinu þokkalega finnst mér. Ég fæ að hlaupa svolítið inn að körfunni, sem hentar mér ágæt- lega. Nú þarf ég að halda áfram að æfa aukalega og bæta mig. Aðeins þannig get ég komist eins langt og ég vil komast.“ - mh Góð frammistaða Loga Gunnarssonar vekur athygli: Vissi ég gæti þetta LOGI GUNNARSSON Logi hefur verið besti leikmaður Bayreuth það sem af er tímabili og vonast til þess að liðið komist í úrvalsdeildina. FÓTBOLTI Forráðamenn Manchest- er United segja að það komi ekki til greina að láta heimavöll liðsins heita eftir nýjum styrktaraðila félagsins, sama hvaða fyrirtæki það verður sem Man. Utd ákveður að semja við. Eins og fram kom í fjölmiðl- um í gær ákvað Vodafone að slíta samstarfinu við Man. Utd í lok tímabilsins og er félagið því í leit að nýjum styrktaraðila til að taka stöðu Vodafone á keppnistreyju liðsins. Mjög þekkt er að heima- völlur félaga í Englandi sé nefnd- ur í höfuðið á aðalstyrktaraðila þess en það taka forráðamenn Man. Utd ekki í mál. „Old Trafford verður alltaf Old Trafford. Við ætlum ekki að semja við neinn á grundvelli þess að við þyrftum að breyta nafninu á heimavellinum,“ sagði talsmað- ur Man. Utd í gær. - vig Old Trafford í Manchester: Ekki skírður upp á nýtt OLD TRAFFORD Mun halda sínu víðþekkta nafni um ókomna tíð. FORMÚLA Ítalski ökuþórinn Gianc- arlo Fisichella hefur verið svipt- ur ökuskírteini sínu eftir að hafa ekið á 148 km hraða á götu í Róm- arborg í gær þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km. Talið er að Fisichella muni fá akstursleyf- ið að nýju eftir einhverja mánuði en hann var sviptur leyfinu á staðnum. Fisichella bar fyrir sig að hann hefði verið á hraðferð heim til að hlúa að syni sínum, en barnfóstra hans hafði hringt í Fisichella og sagt honum að sonur hans væri kominn með háan hita. Lögregl- an kippti sér lítið upp við afsökun formúlu 1 ökumannsins en líklega verður það dómstóla að skera úr um hvort Fisichella eigi sér ein- hverjar málsbætur. Giancarlo Fisichella: Sviptur almenna ökuleyfinu GIANCARLO FISICHELLA Keyrir hratt í formúlu 1 ¿ og á götum Rómar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.