Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 1

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 — 326. tölublað — 5. árgangur www.postur.is 5.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! Baltasar Kormákur Kvikmynd hans A Little Trip to Heaven hefur verið valin í Premier-flokk Sun- dance-kvikmynda- hátíðarinnar, sem þykir ein sú virtasta í heimi. FÓLK 70 GUÐRÚN ARNFINNSDÓTTIR Undirbýr jólin í tíma • jól • matur • tilboð • langur laugardagur Í MIÐJU BLAÐSINS BIRTA SOLLA OG SAMMI Systkini í lagi • matur • jólaföt • heilsa FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Veislunni lýkur með dansleik Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra heldur upp á fimmtugs- afmæli sitt í Bolungarvík í kvöld. TÍMAMÓT 42 t í s k a j ó l ú t l i t f j ö l s k y l d a n h e i l s a m a t u r t ó n l i s t SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 2. de sem be r – 8. de sem be r » heldur lagi ÚTLIT » blaðauki um snyrtivörur JÓLABIRTA » blaðauki um jólaföt » Sammi og Solla Systkini í lagi 01 birta-forsíða 28.11.2005 17.23 Page 1 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík rannsakar nú hugsanlega aðild tollvarðar að þjófnaðarmáli. Fjórir einstaklingar sem störfuðu hjá Samskipum urðu þá uppvísir að því að stela áfengi sem geymt var í vöruhúsi fyrir tollskyldan varning sem átti að fara til förg- unar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins leikur grunur á að umræddur tollvörður hafi tekið hluta af áfenginu. Fólkið sem um ræðir vann hjá Samskipum og dótturfyrirtæki þess. Það hafði aðgang að vöru- húsi, þar sem tollskyldur varn- ingur er geymdur, mismikinn þó. Þegar grunur vaknaði um að áfengið hefði ekki skilað sér allt til förgunar höfðu yfirmenn viðkomandi sviðs Samskipa sam- band við tollyfirvöld og lögreglu um rannsókn málsins. Starfs- mennirnir fjórir reyndust hafa tekið áfengi í mismiklum mæli. Snorri Olsen tollstjóri segir rétt að hafa það í huga þegar eitthvað af þessum toga gerist að menn séu saklausir þar til annað komi í ljós. „Það er mjög eðlilegt að svona mál séu skoðuð af okkar hálfu, út frá okkar sjónarmiðum um öryggiseftirlit, hvort eitthvað bjáti á í okkar framkvæmd. Þá getur auðvitað komið í ljós að eitthvað sé ekki með felldu. Það fer síðan eftir því hvað sannast í svona máli hver viðbrögðin eru,“ segir hann og kveður brot í sta- rfi vera meðhöndluð samkvæmt gildandi starfsmannalögum opin- berra stofnana. Viðbrögð geti verið allt frá tiltali eða skýringu á reglum til brottvikningar sam- kvæmt lögbundinni framkvæmd. Snorri sagði að viðkomandi toll- verði hefði ekki verið vikið úr starfi, enda stæði rannsóknin enn yfir. Ásgeir Karlsson, yfirlögreglu- þjónn fíkniefnadeildar lögregl- unar, kvaðst staðfesta að þetta hefði gerst en sagði jafnframt að ekki yrðu gefnar efnislegar upplýsingar um þetta mál meðan rannsókn á því stæði yfir. - jss Lögreglan rannsakar hvarf áfengis úr vörugeymslu fyrir tollskyldan varning: Tollvörður grunaður um þjófnað Hinn óhreini tónn Hannes Hólmsteinn Gissurarson kveinkar sér ekki þó gengið hafi verið hart að honum í Kastljósi en þykir Einar Kárason hafa mátt vanda sig betur í Jónsbók. UMRÆÐAN 36 BARNAMYND Margrét Örnólfsdótt- ir og Inga Lísa Middleton eru að skrifa handrit að nýrri barnamynd eftir bók Guðrúnar Helgadóttur, Öðruvísi dagar. Engin kvikmynd hefur verið gerð eftir sögum Guðrúnar síðan Jón Oddur og Jón Bjarni birtust á hvíta tjaldinu. Margrét og Inga Lísa eru vanar því að vinna saman því þær eru höf- undar að nýju jóladagatali Stöðvar 2 sem nefnist Galdrabókin. Nánar er fjallað í Birtu um Galdrabók- ina, sem er eitt stærsta verkefni á framleiðslu barnaefnis sem ráðist hefur verið í á Íslandi. - eö Sögur Guðrúnar Helgadóttur: Öðruvísi dagar kvikmyndaðir JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Öll fjölskyldan gat skemmt sér saman yfir myndinni sem gerð var eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Hvaða lag ert þú með á heilanum? FÓLK 54 ÚRKOMULÍTIÐ Í BORGINNI Rigning eða slydda suðaustan til, snjó- koma á Vestfjörðum, annars víða él, síst suðvestan til. Hiti 0-3 stig syðra en vægt frost á norðanverðu landinu. VEÐUR 4 24% 43% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í oktober 2005. Atvinnublað Morgunblaðsins Allt atvinna. á sunnudegi Lestur me›al 25–45 ára. Atvinnuleitin hefst í Fréttablaðinu Lestur meðal 25-49 ára VIÐSKIPTI Fjárfestingar Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í evrópskum síma- félögum nema að minnsta kosti 160 milljörðum króna. Stærst þessara fjárfestinga er í BTC í Búlgaríu en Björgólfur á um 75 prósent hluta- bréfa í félaginu. Verðmæti BTC hefur fimm- faldast frá því að fyrirtækið var einkavætt árið 2004 en markaðs- virði félagsins er um 150 milljarð- ar króna. Markaðsvirði eignarhluta Björg- ólfs í símafélögunum Elisa í Finn- landi og CRa í Tékklandi er hvort um sig yfir tuttugu milljarðar króna. Þá á Novator stóra hluti í Netia Mobile, næststærsta símafélagi Póllands, og gríska fjarskiptafyrirtækinu FORTH net. - eþa /sjá síðu 40 Björgólfur Thor í fimm löndum: Símakaup fyrir 160 milljarða BOND Á BESSASTÖÐUM Leikarinn góðkunni Sir Roger Moore og eiginkona hans Lady Kristina ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum í gær. Moore kom hingað til lands sem góðgerðarsendiherra UNICEF. Sjá síðu 8. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLUGVALLARMÁL „Það er lífsnauð- synlegt að hafa sjúkraflugvöll við hátæknisjúkrahúsið,“ segir Ben- óný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. „Um 500 sjúkraflug eru farin á ári og þar af sinna þyrlur um hundrað og því teldi ég það mikið ógæfuspor að ætla að reyna að sinna öllu sjúkraflugi með þyrl- um,“ bætir hann við. „Það er einnig mín skoðun að það væri mikið óréttlæti gagnvart landsbyggðarfólki að á sama tíma og eytt er tugum milljarða af fé allra landsmanna í hátæknisjúkra- hús sé aðgengi landsbyggðar- manna skert til þess að komast í hið sama sjúkrahús. Þar af leið- andi er verið að auka hættuna á enn meiri skaða þegar slys eða veikindi ber að á landsbyggðinni og verið að auka á þjáninguna sem verður í slíkum tilfellum. Fjármunirnir færu þannig í að bæta heilbrigðismál Reykvíkinga meðan þau versnuðu fyrir fólk úti á landi,“ segir Benóný. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunar, segir það rétt hjá Benóný að ekki sé hægt að sinna öllu sjúkrafluginu með þyrlum en vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort flugvöllurinn verði að vera áfram í Vatnsmýrinni ef hátæknisjúkrahúsið verði byggt við Hringbrautina. Benóný segir að málið hafi verið hugsað upp- haflega í þessu samhengi: „Ég man ekki betur en að ein af for- sendunum fyrir því að sjúkra- húsið ætti að rísa við Hringbraut en ekki í Fossvogi hafi verið sú að þar væri gott aðgengi fyrir sjúkrabíla og sjúkraflug,“ segir hann. „Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvort flugvöllurinn sé í Vatnsmýrinni eða á Löng- uskerjum en ef hann er færður til Keflavíkur hlýtur það að þýða að sjúklingar verða lakar settir sem hingað þurfa að leita, það er alveg augljóst,“ segir Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítalans. Hann telur það ekki raunhæft að sinna öllu sjúkraflugi með þyrlum enda væri það allt of dýrt. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri hjá LSH, tekur í sama streng. „Það er rétt hjá Landhelgisgæslunni, þyrlur eru mun hægfleygari og mörgu leyti óhagstæðari.“ - jse Brýnt að flugvöllur verði við sjúkrahúsið Forstjórar Landspítalans og Landhelgisgæslunnar segja að rísi nýtt hátæknisjúkra- hús í Vatnsmýrinni sé brýnt að flugvöllurinn verði þar áfram. Óraunhæft sé að sinna öllu sjúkraflugi með þyrlum því þær séu hægfleygari og dýrari en flugvélar. KR vann borg- arslaginn KR gerði góða ferð í Breiðholtið þar sem það lagði ÍR í Seljaskóla. Njarðvík er enn á toppi Iceland Ex- press-deildarinnar í körfubolta með fullt hús stiga eftir sigur á Hetti. ÍÞRÓTTIR 66

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.