Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 4

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 4
4 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR LÖGREGLA Reykvíkingur um fer- tugt er sakaður um að áreita ung- lingsstúlkur með SMS-sending- um, klámfengnum skilaboðum og myndum af sjálfum sér. Þá er hann sagður notast við spjallforrit á netinu við svipaða iðju. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, staðfestir að mál mannsins sé til skoðunar hjá embættinu. Sjálfur ber maðurinn af sér sakir og segir að myndir sem voru í farsíma í hans eigu, sem komið var til lögreglu, séu komnar frá fyrri eiganda símans. Maðurinn býr við nokkra félagslega einangrun og leiddist ungur út á afbrotabraut. Frá átján ára aldri hefur hann fengið á þriðja tug refsidóma, flesta fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir brot á umferðarlögum. - óká Sakaður um áreiti: Sendir stúlkum dónaskilaboð GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 1.12.2005 Gengisvísitala krónunnar 63,01 63,31 109,08 109,62 74,21 74,63 9,954 10,012 9,28 9,334 7,795 7,841 0,525 0,528 89,69 90,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,6155 BRUSSEL, WASHINGTON, AP Þingnefnd á Evrópuþinginu gagnrýndi í gær ríkisstjórnir Evrópusambands- ríkja harkalega fyrir að bregð- ast ekki með fullnægjandi hætti við upplýsingum sem fram hefðu komið um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar CIA á evrópskri grundu. Í ályktun sem samþykkt var í borgararéttindanefnd þings- ins segir að ásakanir um að CIA reki leynifangelsi í Austur-Evrópu og fljúgi með fanga fram og aftur um evrópska lofthelgi og flugvelli séu nú „ekki véfengdar“. „Ég er alls ekki sannfærð um að það sé verið að gera nóg af hálfu stjórnvalda aðildarríkjanna til að komast til botns í þessu og finna hvað satt er,“ sagði Sarah Lud- ford, meðlimur nefndarinnar úr Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi. „Við höfum nú full- nægjandi sönnunargögn um flug á vegum CIA. Nú verðum við að fá að vita hverjir voru um borð í þess- um flugvélum og hvert þær fóru,“ sagði hún. Á þriðjudag sendi breska stjórn- in, sem gegnir formennskunni í ESB þetta misserið, stjórnvöldum í Washington bréf þar sem bent er á þær áhyggjur sem ásakanir um þessa meintu starfsemi CIA hafa valdið í Evrópu og kurteislega farið fram á skýringar. Fátt hefur verið um svör frá ráðamönnum vestanhafs fram til þessa. Sean McCormack, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, vildi á miðvikudag hvorki játa því né neita hvort ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Hann vildi heldur ekki svara því hvort svörin sem Evrópumenn myndu fá við spurn- ingum sínum yrðu til að skýra málið til fullnustu. Condoleezza Rice utanríkisráðherra heimsæk- ir nokkrar höfuðborgir í Evrópu í næstu viku og víst þykir að þá komist hún ekki undan því að gefa einhver svör. Breska blaðið The Guardian greindi frá því í gær að í ljós væri komið að meintar CIA-flugvélar hefðu átt viðkomu á evrópskum flugvöllum mun oftar en talið hefði verið fram til þessa. Blaðið hefði heimildir fyrir því að þessi flug hefðu verið fleiri en 300 síðan árið 2002. Getum hefur verið leitt að því að slíkar vélar hafi millilent yfir 60 sinnum á Íslandi. audunn@frettabladid.is Þrýsta á um svör við fangaflugsásökunum Vaxandi óánægju gætir nú víða í Evrópu yfir því að hægt virðist ganga að kom- ast að því hvað sé hæft í ásökunum um fangaflug og leynifangelsi CIA. Í nafni ESB hefur breska stjórnin farið fram á skýringar frá bandarískum stjórnvöldum. EVRÓPUÞINGIÐ Þingnefnd sakar ráðamenn ESB-ríkja um að standa sig illa í að afla skýr- inga á ásökununum. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR „Þetta er ekki opinbert mál, það er alveg ljóst, og þar með er það ekki lögregla eða ákæruvald sem fara með það,“ segir Jón Sigurður Ólason, yfirlög- regluþjónn á Akranesi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur lýst undrun sinni yfir því að lög- reglurannsókn yfir fyrirtæki þar í bæ virðist ekki ætla að hafa neina eftirmála af hálfu lögreglunar þrátt fyrir að ljóst þyki að brotið sé á lít- háískum starfsmönnum þess. „Allt sem varðar ógreidd laun, vanefnd- ir eða túlkun á kjarasamningum er einkamál og fer fyrir héraðsdóm. Í slíkum tilfellum er langalgengast að fólk leiti réttar síns hjá stéttar- félögum, sem eru flest með lög- menn sem fara svo í málið,“ segir Jón Sigurður. „Þar liggur hundurinn grafinn,“ segir Vilhjálmur, „og okkar við- brögð verða þau að við munum fara yfir þetta mál með okkar lögfræð- ingi þannig að þessu máli er langt frá því að vera lokið. Lögreglan fór í þetta af miklu afli en hitt þykir mér verra að hún skuli ekki hafa umboð til að láta kné fylgja kviði,“ segir Vilhjálmur. Þetta mál, sem spannst út af grunsemdum um að Trésmíði Hjör- leifs Jónssonar á Akranesi stæði ólöglega að sínum starfsmanna- málum, hefur undið upp á sig. Það er nú komið á borð fjögurra stofnana og eins verkalýðsfélags. Heilbrigðiseftirlitið hafði gert nokkrar athugasemdir við húsnæði starfsmannanna og segir Laufey Sigurðardóttir heilbrigðisfulltrúi að vinnuveitandi hafi frest fram á mánudag að finna þeim annað hús- næði. Mál Litháanna á Akranesi í hnút eftir að rannsókn lögreglu lauk: Lögfræðingar taka næsta skref STARFSMANNABÚSTAÐURINN Vinnuveitandinn Hjörleifur Jónsson þarf að vera búinn að finna starfsmönnum sínum annað húsnæði fyrir mánudag. SINGAPÚR Til stóð að hengja Nguy- en Truon Van, 25 ára gamlan Ástr- ala af víetnömsku bergi brotinn, í fangelsi í Singapúr í nótt. Hann var tekinn með 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvelli borgarinnar árið 2002. Þrátt fyrir mik- inn þrýsting frá Áströlum ljáðu singapúrsk stjórn- völd ekki máls á að náða Van, en Phillip Ruddock dómsmálaráð- herra segir dóminn „villimann- legan“. Að sögn BBC smyglaði hann efnunum til að losa bróður sinn undan fíkniefnaskuld. 420 manns hafa verið hengdir í Singapúr síðan 1991, flestir fyrir fíkniefnasmygl. ■ Ástrali í Singapúr: Tekinn af lífi fyrir smygl TÓNLIST Hljómsveitin Kimono er lent í hremmingum í Berlín, en þangað flutti sveitin starfsemi sína í haust. Þar var þá fyrir önnur hljómsveit með sama nafni og gerir hún tilkall til þess. „Það er nú ekki alveg ljóst ennþá hversu alvarlegt þetta er,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu, sem gefur út tónlist Kimono. „Síðast voru þeir að kanna réttarstöðu sína, því þeir hafa notað nafnið í mörg ár og verið til mun lengur en þessi hljómsveit. Hins vegar er hin þýska Kimono skrásett vörumerki, að minnsta kosti í Þýskalandi.“ Ásmundur segir alþekkt að hlj- ómsveitir lendi í slíkum málum. „Þegar Tenderfoot kom til Amer- íku voru þar fyrir fimm sveitir samnefndar og hún varð að breyta nafninu í Without Gravity.“ Kimono flutti sig til Þýska- lands í september, en spilaði hér síðast á Iceland Airwaves. - óká Kimono lent í lagaflækjum: Önnur hljóm- sveit á nafnið KIMONO (IS) Hljómsveitin neyðist þessa dagana til að auðkenna sig með (IS) úti í Þýskalandi. Búðarþjófur í fangelsi Hæstirétt- ur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar þar sem kona á fimmtugsaldri var dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir búðarþjófnað. Hún hefur þrisvar áður verið dæmd fyrir þjófnað, tvisvar með skilorðsbindingu. Konan stal í mars í Hagkaupum í Kringlunni hjólaborði, DVD spilara, mínútugrilli og leikföngum, alls að verðmæti 43.978 krónur. HÆSTIRÉTTURNGUYEN TRUON VAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.