Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 20
2. desember 2005 FÖSTUDAGUR20
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Ég var nýbúinn að kynnast þess-
ari íþrótt þegar mér var kippt
inn í sænska landsliðið ásamt
Jóni Páli Hreinssyni þar sem við
vorum í Hyrisalmi í Lapplandi
á meðan heimsmeistaramótið í
mýrarbolta fór þar fram,“ segir
Jóhann Bæring Gunnarsson, for-
maður Mýrarboltafélags Íslands.
„Við Jón Páll komumst fljótt að
því að þetta er hið skemmtileg-
asta sport og innleiddum þetta á
Ísafirði ásamt Rúnari Karlssyni
fyrir tveimur árum. Það tókst
með slíkum ágætum að í fyrra,
þegar Evrópumótið var haldið
á Ísafirði í annað sinn, tóku 120
leikmenn þátt og þar af voru
einnig nokkur kvennalið,“ segir
hann stoltur.
Reglurnar er þær sömu og í
knattspyrnu en aðstæðurnar eru
þó nokkuð frábrugðnar því sem
knattspyrnumenn eiga að venj-
ast því leikmenn vaða drullu upp
í ökkla og jafnvel upp í hné. Sex
menn eru í hverju liði og hvor hálf-
leikur er tólf mínútur en þó viður-
kenndi formaðurinn að stundum
væri leiktíminn styttur þegar líða
tæki á keppnina og þrekið er af
skornum skammti hjá drullugum
og þjökuðum leikmönnum. „Hins
vegar er þetta svo prúðmannlega
leikin íþrótt að enginn hefur slas-
ast frá því hún var endurvakinn
í Finnlandi árið 1998,“ útskýrir
Jóhann Bæring.
Hann segir Finna hafa komið
þeim orðrómi af stað að skíða-
göngugarpar hafi fundið upp þessa
íþrótt þegar þeir komu saman að
hausti og aðstæður buðu ekki upp
á skíðagöngu. „Hins vegar höfum
við heimildir fyrir því að þetta
hafi verið leikið hér á Vestfjörð-
um eins og flestir vita sem lesið
hafa Gísla sögu Súrssonar en þar
segir að menn hafi leikið knattleik
úti í mýri. Íþróttin er því loksins
komin aftur í heimamýri,“ segir
Jóhann Bæring.
jse@frettabladid.is
Knöttur úti í mýri
JÓHANN BÆRING GUNNARSSON,
FORMAÐUR MÝRARBOLTAFÉLAGS ÍSLANDS
BARIST Í MÝRINNI Þó undarlegt megi virðast er mýrarboltinn svo prúðmannlega leikinn að engin slys hafa orðið á fólki frá því íþróttin var endurvakin 1998. Nokkur slys urðu þó þegar
vestfirskir víkingar stunduðu þessa íþrótt til forna.
Tóm leiðindi
„Ég veit ekki hvað hann
var að æsa sig svona
mikið yfir því að ég
hafi lagt í þetta stæði.
Hann er ekki einu sinni í
hjólastól.“
Björn Elías Halldórsson sjómaður
sem lagði í stæði fyrir fatlaða fyrir
utan verslun í Reykjavík og hlaut
að launum skammir frá Þóri Karli
Jónassyni, fyrrverandi formanni
Sjálfsbjargar. DV.
Nákvæmur
„Fáninn mun vera aðeins
til hliðar við skrifara
þingsins og um fimm
gráðu halli mun vera á
stönginni.“
Guðmundur Hallvarðsson þingmað-
ur, enn og aftur um íslenska fánann
í þingsalnum. Morgunblaðið.
Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi
Barnakórs Kársnesskóla, hlaut
í gær Barnamenningarverðlaun
Velferðarsjóðs barna á Íslandi
sem voru veitt í fyrsta sinn.
Verðlaununum fylgdi ein millj-
ón króna sem nýtt verður til
hljóðritunar efnis sem kórinn
hefur frumflutt. Með verðlaun-
unum vill Velferðarsjóður barna
þakka Þórunni fyrir hennar
framlag til barnamenningar á
Íslandi en hún hefur stýrt kórn-
um í þrjátíu ár.
Velferðarsjóður barna hefur
úthlutað alls um 300 milljónum
króna til markvíslegra verkefna
á þeim rúmu fimm árum sem
hann hefur verið starfræktur.
Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni
Ármannsson bankastjóri, Kári
Stefánsson forstjóri og Sólveig
Guðmundsdóttir lögmaður.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra, er
framkvæmdastjóri sjóðsins. ■
Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna veitt í fyrsta sinn:
Þórunn kórstjóri verðlaunuð
KÁRI STEFÁNSSON, ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Verðlaunaféð,
ein milljón króna, rennur til hljóðritunar efnis sem Barnakór Kársnesskóla hefur frumflutt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ALLT Í GÓÐU Pandahúnninn Su Lin, sem er
rúmlega þriggja mánaða gamall, þurfti að
gangast undir reglubundna læknisskoðun
á heimili sínu í dýragarðinum í San Diego í
Bandaríkjunum í gær. Ekkert óeðlilegt kom
í ljós við skoðunina; Su Lin er sumsé bæði
fílhraust og við hestaheilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fyrir skemmstu var Mýrarboltafélag Íslands stofnað á Ísafirði. Umheimurinn hefur hingað til staðið í
þeirri trú að finnskir gönguskíðamenn eigi heiðurinn að þessari sívaxandi íþrótt. Nýkjörinn formaður
Mýrarboltafélagsins veit sem er að íþróttin á sér alvestfirskar rætur.
1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
„Það er nú ekki mikið um bústörf einmitt núna
en oddvitinn hefur margt á sinni könnu nú sem
endranær,“ segir Ólafur Eggertsson, kornbóndi
á Þorvaldseyri og oddviti sveitarstjórnar á Rang-
árþingi eystra. „En þó verður maður að hugsa
um og fóðra skepnurnar. Það er náttúrlega
keppikefli bænda núna að framleiða meira og
meira.
En sumarið var nokkuð gott, engin teljandi
afföll í uppskerunni og nú er svo komið að
kornbændur ætla að blása til enn frekari sókn-
ar. Ég var einmitt að koma frá Finnlandi þar
sem bændur og aðrir sem vinna að kornrækt
voru að kynna sér nýjustu tækni á þessu sviði.
Það verður því að minnsta kosti meira bygg
á næsta vori heldur en því síðasta en ég ætla
að sjá til með það hvort ég auki við mig í
hveitinu.“
Aðspurður hvort hann ætli ekki að fara
að koma sér upp bruggaðstöðu svo hann
geti bruggað úr bygginu bregst kornbóndinn
hvumsa við: „Nei, ég skal gera eins vel og ég
get til að brauðfæða þjóðina en ég ætla ekki
að fara að auka á bölið í samfélaginu, það
mega aðrir sjá um það.“
Oddvitinn getur hins vegar ekki alltaf hugsað
um bygg og bústörf því nóg er að gera í
sveitarfélaginu. „Innan skamms verður tekin í
notkun viðbygging við Hvolsskóla, það er 1.300
fermetra viðbygging og eldra húsnæðið var
tekið í gegn í leiðinni. Það var orðið tímabært
að stækka við skólann.“
„Svo er nóg að gera í menningunni, hér er
búið að endurvekja leikfélagið og svo muna nú
flestir eftir djassveislunni sem boðið var upp á
í Skógum. Það er orðinn árlegur viðburður að
djassað sé undir Eyjafjöllum á þessum tíma,“
segir Ólafur.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR EGGERTSSON KORNBÓNDI UNDIR EYJAFJÖLLUM
Vil frekar brauðfæða þjóðina en brugga
Bíræfinn huldumaður í Hafnarfirði
Kúkar í
skóla-
töskur
barnanna
Foreldrar vilj
a
DNA-rannsók
n
DV2x15 - lesið 1.12.2005 19:30 Page 1