Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.12.2005, Qupperneq 34
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Átök á heimilinu Á ytra borði ríkir friðsæld á stjórnar- heimilinu. En heimilismenn viðurkenna í einkasamtölum að eitt og annað bjáti á innan dyra. Til dæmis hefur að undan- förnu verið tekist á um Íbúðalánasjóð sem lýtur forræði framsóknarmannsins Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Sjálfstæðismenn vilja að sjóðurinn verði settur í umsjón fjármálaráðuneytis þar sem Árni M. Mathiesen ræður húsum. Hermt er að ákveðnastur í þeirri kröfu sé ráðuneytisstjóri Árna, Baldur Guð- laugsson, sem í þrengsta hópi fram- sóknarmanna er kallaður „yfirráðherra“ Sjálfstæðisflokksins. Baldur hefur um langt árabil verið einn nánasti trúnað- armaður og ráðgjafi forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Hann var lengi formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Gagnrýni í skýrslu Sjálfstæðismenn segja að tillaga þeirra um vistaskipti Íbúðalánasjóðs byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Þeir benda á að í hinni nýju skýrslu Ríkisendur- skoðunar um sjóðinn komi fram að fjármálaráðuneytinu hafi ekki fyrr en eftir dúk og disk verið gerð formleg grein fyrir umdeildum lánasamningum Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði á þessu ári. Seint og síðar meir hafi Lána- sýslu ríkisins og Ríkisábyrgðasjóði (sem undir fjármálaráðuneytið heyra) verið gerð grein fyrir þróun mála. Að þessu er fundið í skýrslunni. Í fjármálaráðuneytinu segja menn að þeir verði að geta stjórn- að Íbúðalánasjóði til að ná einhverjum tökum á þróun opinberra fjármála. Aldrei samþykkt „Þetta verður aldrei samþykkt. Sama hvað yfirráðherrann segir,“ sagði hátt- settur maður á stjórnarheimilinu við erindreka þessa dálks. Framsóknarmenn telja að á bak við kröfuna um að fjár- málaráðuneytið taki við yfirstjórn Íbúða- lánasjóðs búi fyrst og fremst hugmyndin um að leggja hann niður eða einkavæða. Það geta þeir ekki hugsað sér. Svo er sjóðurinn líka vinnustaður margra góðra og gegnra framsóknarmanna og það kann að hafa sitt að segja. Loks vegur það þungt að Íbúðalánasjóður er að Byggðastofnun undanskilinni eina fjármálastofnunin sem framsóknarmenn stjórna. Og alkunna að búið er að loka fyrir lánaveitingar úr Byggðastofnun. gm@frettabladid.is Það voru athyglisverðar frétt- ir sem sagðar voru af kostnaði í háskólum landsins í morgunfrétt- um RÚV í gær. Samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir fjárlaganefnd á níu háskólum árin 2003 og 2004 er kostnaður á hvern nemanda lægstur í Háskólanum á Akureyri. Munar talsverðu á skólum og er Háskóli Íslands með þriðju ódýrustu nemendurna, en Háskólinn í Reykjavík er með þá næst ódýrustu. Þessar upplýsingar eru afar athyglisverðar í ljósi þess að fyrir aðeins nokkrum dögum var birt evrópsk samanburðarúttekt þar sem kom í ljós að Háskóli Íslands er nánast að gera kraftaverk fyrir þá fjármuni sem til hans er varið ef menn litast um í Evrópu eftir samanburði. Þrátt fyrir að skipa næstneðsta sætið í Evrópu hvað varðar fjárframlög heldur HÍ uppi hágæða rannsókna- og kennslu- starfi að mati Samtaka evrópskra háskóla. Það verður því seint sagt að fjárþröng skólans stafi af bruðli og hægt sé að blása þar til sóknar án aukinna framlaga. En niðurstaða Ríkisendurskoð- unar frá því í gær bendir líka til að Háskólinn á Akureyri sé í nokkuð sérstakri stöðu. Þar eru útskrif- aðir ódýrustu háskólastúdentar í landinu á sama tíma og umræðan hefur snúist um mikil fjárhags- vandræði skólans. Raunar hefur skólinn staðið í sársaukafullum aðhaldsaðgerðum á síðustu vikum og velt við öllum steinum til að spara án þess að skerða eða spilla því rannsóknar- eða kennslustarfi sem þar fer fram. Ekki verður annað séð en að tekist hafi að halda sjó hvað þetta varðar þó eflaust muni til lengri tíma eitthvað hægja á þeirri framsæknu sókn og nýsköpun í kennslu og rannsókn- um sem einkennt hefur skólann. Það er hins vegar þakkarvert að skólinn skuli þrátt fyrir þennan litla tilkostnað á hvern nemanda geta áfram haldið úti námsfram- boði sem augljóslega hefur höfðað til landsmanna og skapað þá ótrú- legu velgengnissögu sem birtist í vexti skólans. Raunar benda bæði niðurstöð- ur Samtaka evrópskra háskóla um Háskóla Íslands og samanburðar- tölur Ríkisendurskoðunar til þess að háskólastigið á Íslandi þjáist ekki af offitu og óhagkvæmum rekstri. Ekki í það minnsta í sam- anburði við það sem þykir eðlilegt í alþjóðlegu samhengi. Þvert á móti. Skólarnir eru að sjálfsögðu ólíkir og eðlilegt að skóli eins og Háskóli Íslands sé dýrari á hvern nemanda en yngri skólar með tak- markaðra námsframboð. Mjög mikilvægt er þó að undirstrika að það er ekki og á ekki að vera keppikefli háskóla að útskrifa nemendur með sem minnstum til- kostnaði. Háskólamenntun er ekki vara sem hentar til fjöldafram- leiðslu - rannsóknir og kennsla eru ekki McDonald’s-hamborgarar. Spurningin sem spyrja þarf snýst því miklu frekar um hinn pólitíska vilja og skilning til að hækka menntunarstigið í sam- félaginu almennt. Sú „reform- íska“ hugmyndafræði hefur verið afar lífseig hér á landi að vinnan göfgi og að bókvitið verði ekki í askana látið. Að sú vinna ein skapi verðmæti, sem búi til áþreifanleg- ar afurðir s.s. ál eða fisk, sem flutt séu út með skipum eða flugvélum. Okkar vandi er að slík verðmæti er nú hægt að búa til með margfalt ódýrari hætti annars staðar í heim- inum þar sem vinnuaflið kostar brot af því sem við viljum og þurf- um. Þessi staða kallar á íslenska menningarbyltingu - en öfugt við það sem gerðist í Kína eiga menn ekki að fara úr skólunum og út á akrana, heldur af ökrunum og inn í háskólana. Það eru einfaldlega að eiga sér stað miklar þjóðfélags- breytingar sem bregðast þarf við og sérstaklega er brýnt að hækka snautlega lágt hlutfall háskóla- menntaðra á íslenskum vinnu- markaði. Í þeim efnum þurfa þús- und blóm að spretta. Þegar Íslendingar gengu inn í nútímann gerðu þeir það með hraði. Landsins synir og dætur streymdu úr sveitinni á mölina og kaldir, rakir og óþéttir bragg- arnir urðu þá híbýli fjölmargra hinna nýju þéttbýlinga. Afar mikilvægt er að íslenska háskóla- stigið verði ekki að braggahverfi, því vonin og framtíðin felst í því að vel takist til með íslensku menningarbyltinguna. Við getum þakkað fyrir að hafa átt háskóla sem standast glæsilega fagleg- ar gæðakröfur þrátt fyrir að þurfa að útskrifa stúdenta með lágmarks tilkostnaði. Hingað til höfum við sloppið fyrir horn, en það er fífldirfska að ætla að byggja hnattvædda framtíð þjóð- ar á því að hlutirnir sleppi alltaf og áfram fyrir horn. ■ Íslensk menningarbylting Í DAG HÁSKÓLA- SAMFÉLAGIÐ BIRGIR GUÐMUNDSSON Það eru einfaldlega að eiga sér stað miklar þjóðfélagsbreyt- ingar sem bregðast þarf við og sérstaklega er brýnt að hækka snautlega lágt hlutfall háskóla- menntaðra á íslenskum vinnu- markaði. Í þeim efnum þurfa þúsund blóm að spretta. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Varla hafði George Bush Bandaríkjaforseti lokið ræðu sinni í flotaskólanum í Annapolis í Maryland á miðviku-daginn, þar sem hann skýrði frá nýjustu áætlun sinni til að ljúka stríðínu í Írak, er fréttir bárust sem sýna að hvað sem líður hernaðarástandinu í landinu hafa Bandaríkjamenn beðið siðferðislegan ósigur þar með framgöngu sinni. Upplýst var í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times að Bandaríkja- stjórn greiðir íröskum blaðamönnum mútur til að fá þá til að skrifa fréttir og greinar sem þóknanlegar eru hernámsliðinu. Ekki eru margir dagar síðan haft var eftir Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, að brotið væri á mannréttindum þar í jafn miklum mæli og í valdatíð Saddams Husseins fyrrverandi forseta. Nýjar staðhæfingar hafa jafnframt komið fram um að eiturvopnum hafi verið beitt gegn óbreyttum borgurum í stríðs- rekstrinum á síðasta ári. Von er að fólk um heim allan spyrji: Til hvers er þetta stríð háð? Hvað réttlætir þennan hernað? Því miður skortir algerlega rétt- lætingu fyrir innrásinni í Írak og hernámi landsins. Upphafleg réttlæting hefur reynst blekking og staðhæfingar um að innrás- arliðinu yrði tekið fagnandi af írösku þjóðinni hafa ekki reynst á rökum reistar. Þess í stað hefur innrásin leitt til ástands sem varla er hægt að kalla annað en borgarastyrjöld. Almenningur býr við ótta og öryggisleysi á degi hverjum. Hryðjuverk þar sem óbreyttir borgarar eru helsta skotmarkið eru nær daglegur viðburður. Rétt er að hafa í huga að það er opinbert markmið Banda- ríkjastjórnar með innrásinni í Írak og hernámi landsins að koma þar á lýðræði og festa í sessi vestrænan mannréttindaskilning í arabaheiminum. Kosningarnar sem fram fóru í landinu voru liður í þessu. En varla er sama að segja um kerfisbundnar fréttafalsanir, pyntingar á föngum og önnur mannréttindabrot? Vel má vera að hernaðarsérfræðingar og einhverjir stjórnmála- menn í Washington trúi því að hér helgi tilgangurinn meðalið. En það er þá sjálfsblekking. Með því að beita slíkum aðferðum grafa Bandaríkjamenn sína eigin gröf jafnt í Írak sem gagnvart almenningsálitinu í heiminum. Ræða Bush forseta í Annapolis sýnir að hann er í reynd úrræðalítill gagnvart þeim stórkostlegu hörmungum sem hann og stjórn hans hafa stofnað til í Írak. Ræðan og nýja áætlunin voru greinilega öðrum þræði tilraun til að friða almenningsálit- ið á heimaslóðum, sem er nú að snúast gegn stríðsrekstrinum og forsetanum. Bush gat engin skýr svör gefið um það hvernig eða hvenær lögum og friði yrði komið á í Írak. Áformin um að láta Íraka sjálfa taka smám saman yfir her og lögreglu eru út af fyrir sig skynsamleg en fram að þessu hefur allt gengið á aftur- fótunum í þeim efnum og ekki blasir við að þetta muni gerast á næstu mánuðum. Bandaríkjastjórn kaus að skella skollaeyrum við varnaðarorðum gegn innrásinni í Írak á sínum tíma og sýpur nú seyðið af hroka sínum og blindu. ■ SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Styrjöldin í Írak dregst á langinn og Bush forseti virðist úrræðalítill. Siðferðislegur ósigur Bandaríkjamanna Ræða Bush forseta í Annapolis sýnir að hann er í reynd úrræðalítill gagnvart þeim stórkostlegu hörm- ungum sem hann og stjórn hans hafa stofnað til í Írak.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.