Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 58
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR42 timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Oddur Sigurðsson Ástúni 10, Kópavogi, andaðist á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 29. nóvember. Útför fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 5. desem- ber kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort systrasjóðs St. Jósefsspítala á www.stjo.is. Margrét Þórunn Þórðardóttir Þórdís Gunnarsdóttir Scott M. Evans Sigurdís Gunnarsdóttir Sigfinnur Þ. Lúðvíksson Sigþór Gunnarsson Íris Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Óli J. Blöndal frá Siglufirði, Unnarbraut 1, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, mánudaginn 5. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Margrét B. Blöndal Ólöf Birna Blöndal Sveinn Þórarinsson Jósep Ó. Blöndal Erla Harðardóttir Ásbjörn Ó. Blöndal Jóhanna Guðmundsdóttir Sigurður Ó. Blöndal Linda Björk Guðmundsdóttir Bryndís J. Blöndal afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jan Eyþór Benediktsson Naustabryggju 12, lést þriðjudaginn 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Þ. Bjarnadóttir Benedikt Garðar Eyþórsson Þórður Jóhann Eyþórsson Arnar Eyþórsson Lára G. Vilhjálmsdóttir Agnes Eyþórsdóttir Ólafur Þór Zoega barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, systir, amma og langamma, Svava Sigríður Vilbergsdóttir Bólstaðarhlíð 68, lést á Landakotsspítala þann 29. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Njáll Símonarson Edna S. Njálsdóttir Berglind M. Njálsdóttir, Ómar Guðmundsson Ásta V. Njálsdóttir, Jón B. Hlíðberg Margrét Vilbergsdóttir, Grétar Þorleifsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Jón Leví Jónsson húsasmíðameistari, til heimilis að Sundstræti 31 A, Ísafirði, verður jarð- sunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Anna Sigríður Kristjánsdóttir Ragnhildur Guðný Flyger, Henning Beck Flyger Matthías Kristinsson, Björk Gunnarsdóttir Sigríður Júlíana Kristinsdóttir, Jens Andrés Guðmundsson Bjarney Kristinsdóttir Vatne, Øystein Vatne Guðmundur Kr. Kristinsson, Elsa Jóna Sveinsdóttir afabörn og langafabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson DE SADE MARKGREIFI (1740-1814) LÉST ÞENNAN DAG. Hvað er siðlausara en stríð? DE SADE VAR FRANSKUR RITHÖFUNDUR SEM SKRIFAÐI KLÁMFENGNAR BÆKUR. SADISMI ER DREGINN AF NAFNI HANS. MERKISATBURÐIR 1804 Napoleon Bonaparte er krýndur keisari Frakklands. 1929 Minnsti loftþrýstingur hér á landi, 919,7 millibör, mælist í Vestmannaeyjum. 1961 Fidel Castro lýsir yfir að Kúba verði kommúnistaríki. 1993 Kólumbíski eiturlyfjabar- óninn Pablo Escobar er skotinn til bana. 1989 V.P. Singh er settur í embætti forsætisráðherra Indlands. 2000 Björk Guðmundsdóttir hlýtur evrópsku kvikmynda- verðlaunin í París sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni Dancer in the Dark. Á þessum degi árið 1985 voru glæpaforingjarnir Paul Castellano og Thomas Bilotti skotnir til bana fyrir utan steikhús í New York. Þar með varð John Gotti, sem fyrirskipað hafði árásina, höfuð hinnar alræmdu Gambino-glæpa- fjölskyldu sem var valdamesta mafían í borginni. Gotti ólst upp á strætum Bronx og Harlem í New York og sendist fyrir mafíuna á staðnum frá unga aldri. Árið 1968 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað en frami hans innan mafíunnar komst fyrst á skrið þegar hann drap óvin Gambino-fjölskyldunnar árið 1973. Það bar töluvert á Gotti á meðan hann var og hét. Hann klæddist ávallt áberandi flottum fötum og varð nokkurs konar hetja í augum margra nábúa sinna. Vegna einstakrar heppni sinnar við að sleppa undan lögum og reglum fékk hann viðurnefnið Teflon-doninn, enda virtist ekkert festast við hann. Heppnin þraut þó að lokum og árið 1992 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. ÞETTA GERÐIST > 2. DESEMBER 1985 Gotti verður höfuð Gambino JOHN GOTTI ANDLÁT Gríma Sveinbjörnsdóttir, Hlíð- arvegi 8, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 28. nóvember. Jón Valgarð Guðjónsson, Hvít- ingavegi 12, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 28. nóvember. Adolf H. Magnússon skipstjóri, Vestmannabraut 76, lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 29. nóvember. Gunnar Oddur Sigurðsson, Ástúni 10, Kópavogi, andaðist á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 29. nóvember. Jan Eyþór Benediktsson, Naustabryggju 12, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. nóvember. Leó Ingvarsson frá Neðra-Dal, V-Eyjafjöllum, lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 29. nóvember. Magnús Már Sigurjónsson, Skólagerði 69, Kópavogi, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 29. nóvember. Svava Sigríður Vilbergsdóttir, Bólstaðarhlíð 68, lést á Landspít- ala Landakoti fimmtudaginn 29. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Ásrún Magnúsdóttir, Dælengi 1, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 11.00 Steinunn Fanney Vilhjálmsdóttir, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.00 Hálfdán V. Einarsson fyrr- verandi tollvörður, Árskóg- um 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 13.00 Sóley Þórarinsdóttir frá Suðureyri við Tálknafjörð, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.00 Svanur Ingi Kristjánsson húsasmíðameistari verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Óskar Geirsson frá Hall- anda, Miðengi 12, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 15.00 Kristvin Jósúa Hansson húsasmíðameistari, Efsta- sundi 94, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. „Ég er farinn að hlakka til eins og krakki og upplifi mig eins og þegar ég var að halda upp á afmælin sem lítill strákur. Ég hlakka sér- staklega til að sjá sem mest af mínum góðu vinum, félög- um og samstarfsmönnum í gegnum tíðina,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra, sem verður í kvöld með opið hús í Félags- heimili Bolungarvíkur, heimabæjar síns, í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. „Þetta verður hefðbund- ið afmæli með dagskrá sem ég hef undirbúið með hjálp góðra listamanna á svæðinu,“ segir Einar glað- lega en hann ætlar að ljúka afmælinu með dansleik þar sem ísfirsk hljómsveit mun halda uppi stuði og fjöri. Einari hefur þótt skemmtilegt að halda upp á afmæli sín allt frá því hann var lítill drengur fyrir vest- an, enda á hann stóra fjöl- skyldu og því voru veislur ávallt mannmargar. Hann man þó einkar vel eftir fer- tugsafmæli sínu sem hann hélt einnig í Bolungarvík. „Það var mjög skemmti- legt og ég fékk marga vini mína í heimsókn. Daginn eftir, þegar þeir sem voru komnir lengra að þurftu að komast suður og ég sjálfur að komast til vinnu minn- ar á Alþingi, hafði versnað veðrið og ekki var flogið. Við ókum af stað í rútu og ætluðum að fara stystu leið milli Ísafjarðar og Mjóa- fjarðar en festum okkur þar rækilega og vorum þar lengi nætur. Heimferðin úr því afmæli var því, þegar upp var staðið, ekki síður eftirminnileg en afmælið sjálft,“ segir Einar glettinn en allt fór vel að lokum og hópurinn komst suður ein- hvern tíma undir morgun. Einar tók nýlega við embætti sjávarútvegsráð- herra og líkar starfið vel. „Ég hef gaman af starfinu því jafnframt því að vera starfið mitt er sjávarútveg- ur áhugamál mitt,“ segir ráðherrann ánægður, en kveðst ekki hafa haft tíma til að undirbúa jólin og játar að vera ekki búinn að hengja upp eina seríu. Einar og fjölskylda hans eiga tvö heimili, annað í Reykjavík og hitt í Bolungarvík, og ætla þau að halda jólin í ár hátíðleg fyrir sunnan. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON: ER FIMMTUGUR Dansleikur fyrir vestan HLAKKAR TIL EINS OG KRAKKI Einar hefur gaman af afmælisveislum og ætlar að hafa opið hús í Félagsheimili Bolungarvíkur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÆDDUST ÞENNAN DAG 1946 Gianni Versace tísku- hönnuður. 1923 Maria Callas óperu- söngkona. 1859 Georges Seurat, franskur listmálari. AFMÆLI Hrafnhildur Arnardóttir listakona er 36 ára. Júlíus Kemp leikstjóri er 38 ára. Hafliði Pétur Gíslason prófessor er 53 ára. Ármann Reynisson rithöfundur er 54 ára. Britney Spears söngkona er 24 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.