Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 75
Söngkonan Madonna hefur jafnað met Elvis Presley varðandi flestar smáskíf- ur sem náð hafa á topp tíu lista Billboard- listans. Þau hafa nú bæði gefið út 36 smáskífur sem náð hafa inn á topp tíu listann. Það tók Madonnu 21 ár að ná þesum árangri en Elvis Presley náði sama árangri á um 16 árum. [ TÖLVULEIKIR ] [UMFJÖLLUN] James Bond From Russia with Love er fyrsti Bond-leikurinn sem gerður er eftir klassískri Bond- mynd. Þetta fer leiknum vel en allt útlit hans, föt, bílar og bygging- ar eru í stíl sjöunda áratugarins. Sjálfur Sean Connery ljáir leiknum rödd sína og andlit sem spillir ekki fyrir stemmingunni en söngkonan Natasha Bedingfield fer í hlutverk Bond-stúlkunnar. Leikurinn byggir á söguþræði myndarinnar en bætir við fjölda atriða sem falla vel að þræðinum og eru góð viðbót. From Russia with Love er blanda af hasar-, skot- og bílaleik, þar sem leikmenn ferð- ast víða og þurfa að skjóta á óvinina með einhverjum af vopnum leiks- ins. Þar á meðal eru skammbyssa, haglari, vélbyssur og svo auðvitað hin ómissandi sprengjuvarpa. Auk vopna getur Bond nýtt hinar ýmsu græjur og er hann til dæmis með úr sem skýtur geisla, skjalatösku sem er hægt að breyta í öfluga vélbyssu og ermahnappa sem senda frá sér hátíðnihljóð til að trufla óvinina. Á hverju borði leiksins safna leik- menn stigum sem hægt er að nota síðar til að uppfæra vopn og græj- ur til þess að þau verði öflugri. Ein græja sem menn þekkja úr mynd- inni er einnig notuð mikið í leikn- um, en það er eldflaugabakpoki sem Bond notar til að svífa um á en þau atriði leiksins eru vel heppnuð. Bílaatriði leiksins eru vönduð, enda notuð sama grafíkvél og er í Need for Speed-leikjunum. Bond þarf að bruna um ýmis svæði en bílinn er með vélbyssur og sprengjur. Leikurinn er spilaður í þriðju per- sónu og gengur vel upp en leikur- inn minnir mikið á Bond-leikinn Everything or Nothing í spilun. Auk þess að spila einn í gegnum söguþráðinn geta leikmenn spilað allt að fjórir saman í fjölspilun- armöguleika, og getur það orðið sæmilega fjörugt en langt frá þvi að vera fullkomið. Leikurinn hefði mátt vera lengri og einnig hefði mátt fara nýjar leiðir en Bond-leik- irnir hafa staðnað töluvert. Þeir sem hafa gaman af James Bond eiga eftir að skemmta sér konung- lega í From Russia with Love, aðrir ættu að leita á önnur mið. Bond hefur engu gleymt en hefur heldur ekki lært neitt nýtt. Ólafur Þór Jóelsson Sverrir Bergmann Ekkert nýtt frá James Bond JAMES BOND: FROM RUSSIA WITH LOVE X - BOX, PS2 OG GAMECUBE Aldurstakmark: 16 ára Niðurstaða: Ágætis hasarleikur fyrir aðdáendur James Bond. Aðrir ættu að leita á önnur mið. Bjarni Arason heldur útgáfutón- leika á Nasa á mánudag. Með honum á sviðinu verður níu manna stórsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Sér- stakir gestir verða Raggi Bjarna og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Bjarni Ara gaf nýverið út plötuna Svíng þar sem hann syngur þekkt íslensk og erlend dægurlög, sem sett hafa verið í nýjan búning. „Ég leitaðist við að taka lög sem voru þekkt fyrir að vera í öðrum búningi og snúa þeim í stórsveitarstíl,“ sagði Bjarni Ara. Bjarni segist lengi hafa heillast af svokallaðri bigband-tón- list. „Áður en ég byrjaði að syngja spilaði ég sjálfur í bigbandi á tromp- et. Þannig að þetta er svona „back to the basics“ núna. Ég hef alltaf heillast af þessari músík og það er ekkert nýtt.“ Tónleikarnir á mánudag hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 1500 krónur og fer miðasala fram í Skíf- unni og á midi.is Þess má geta að tónleikarnir verða teknir upp fyrir Stöð 2 og sýndir á nýársdag. ■ Tekur trompetið fram BJARNI ARASON Bjarni Ara spilaði á tromp- et og var í bigbandi á sínum æskuárum. FRÉTTIR AF FÓLKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.