Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 76
60 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
30
37
5
1
2/
20
05
Stórsýning Yamaha
Á laugardag og sunnudag er þér boðið að koma og sjá helstu tryllitæki fjallanna.
Frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana verður fjöldinn allur af Yamaha vélsleðum til sýnis.
Ferðasleðar, vinnusleðar og fjallasleðar. Komdu á Nýbýlaveg 2 og sjáðu alvöru vetrarfarartæki.
Nú mega skaflarnir fara að vara sig!
www.yamaha.is
FÓTBOLTI Hollenski framherjinn
Jimmy Floyd Hasselbaink segir
að hann og Eiður Smári Guðjohn-
sen, fyrirliði íslenska landsliðsins
og fyrrum samherji sinn hjá Chel-
sea, hafi báðir stjórn á spilafíkn
sinni í dag eftir að hafa eytt háum
upphæðum í spilavítunum fyrir
nokkrum árum.
„Við gætum ekki verið frá-
brugðnari hvor öðrum í útliti, ann-
ars vegar svertingi frá Súrinam
og hins vegar ljóshærður Íslend-
ingur. En við erum ekki svo ólík-
ir. Við höfum gaman af því að
skemmta okkur og fórum að stu-
nda fjárhættuspil vegna vanda-
mála með kærustur okkar. Við
vildum ekki fara heim svo að við
fórum í spilavítin í staðinn,“ segir
Hasselbaink í löngu viðtali við hið
virta breska blað The Guardian
sem tekið var í tilefni af útgáfu
ævisögu hans.
„Ég fer ennþá í spilavítin í dag
en spila þá aðeins fyrir nokkur
hundruð pund, hámark þúsund
pund. Oftast fer ég aðeins í spila-
vítin til að borða góðan mat með
gömlum vinum. Ég held að Eiður
Smári, eins og ég, hafi stjórn á
fíkninni. Hann á von á sínu þriðja
barni með konu sinni og það eru
spennandi tímar fram undan
hjá Chelsea,“ segir Hasselbaink
meðal annars.
Fyrir nokkrum árum kom-
ust Hasselbaink, Eiður Smári
og nokkrir aðrir félagar þeirra
í Chelsea á forsíður gulu press-
unnar í Bretlandi vegna meintrar
spilafíknar sinnar og var full-
yrt að Hasselbaink hefði tapað
rúmum hundrað milljónum alls
á meðan Eiður átti að hafa tapað
tæpum fjörutíu milljónum. „Það
var ekki svo mikið,“ segir Hassel-
baink. „En ég tapaði háum upp-
hæðum. Málið er hins vegar að
mér var alveg sama. Eitt kvöldið
vann ég átta milljónir í einni rúll-
ettu og það var æðislegt. Síðan
eyddi ég meira og beið eftir því
að vinna meira. Þannig verður
þetta að vítahring. Eitt kvöldið
tapaði ég fjórum milljónum og
það var þá sem ég áttaði mig á
því að ég þyrfti að koma skikk á
mín persónulegu mál til að vinna
úr spilafíkninni. Auk þess hefur
bankareikningurinn haft eitt-
hvað að segja því hann rýrnaði
stöðugt,“ segir Hasselbaink.
vignir@frettabladid.is
Við vildum ekki fara heim
svo við fórum í spilavítin
Jimmy Floyd Hasselbaink talar opinskátt um spilafíkn sína og Eiðs Smára í
nýrri ævisögu. Hasselbaink segir að þeir hafi báðir stjórn á spilafíkninni í dag.
FÉLAGAR Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen náðu mjög vel saman, jafnt
innan vallar sem utan, á þeim tíma sem þeir voru samherjar hjá Chelsea.
Hermann Hreiðarsson segir það vera
með ólíkindum hvernig hann og félagar
hans hjá Charlton fóru að því að tapa
leiknum gegn Blackburn í sextán
liða úrslitum enska deildarbikarsins í
fyrradag. Charlton komst í 2-0 fljótlega
í síðari hálfleik en á síðustu tuttugu
mínútunum náði Blackburn að skora
þrívegis og tryggja sig áfram í áttaliða
úrslitin. „Ég spurði mig oft að því eftir
að ég kom heim hvernig í ósköpunum
við fórum að því að tapa þessum leik,“
sagði Hermann hundsvekktur við Frétta-
blaðið í gær.
Alan Curbishley, stjóri Charlton, var
harðorður í garð leikmanna sinna eftir
leikinn. „Ég hef beðið þá um að halda
hreinu en með svona varnarleik mun
það ekki gerast. Einstaklingarnir inni á
vellinum halda áfram að bregðast
mér. Ég mun ekki líða þetta mikið
lengur,“ sagði Curbishley við
fjölmiðla eftir leikinn. Hermann
segir að Curbishley hafi
vissulega verið öskuvondur
inni í klefa eftir leikinn. „En
ég tók lítið sem ekkert eftir
því þar sem það sauð svo
í hausnum á mér sjálfum,“
segir Hermann en Charlton
hefur nú tapað fimm leikj-
um í röð.
„Fyrsta markið hjá þeim
var pot og annað markið kom
eftir að einn leikmanna okkar
hafði misst boltann nálægt miðlínu.
Þar kom David Thompson aðvífandi,
tók hann í fyrsta af fjörutíu metra færi
og boltinn endaði í samskeytunum. Þá
hugsaði ég: „Jæja, svona ætlar þetta að
vera í dag - það má ekki einu sinni gera
mistök fjörutíu metra frá markinu. Í þri-
ðja markinu náðu þeir að stela
boltanum af einum varnar-
manna okkar og skoruðu
upp úr því. Þeir skoruðu
öll sín mörk eftir mistök
okkar en þess fyrir utan
þurfti Dean Kiely mark-
vörður varla að verja
skot,“ segir Hermann.
„Annars spiluðum við okkar
besta leik í langan tíma og
lékum eins og við gerðum í
fyrstu leikjum tímabilsins. Við
áttum ekki skilið að tapa,“
bætti Hermann við.
HERMANN HREIÐARSSON OG FÉLAGAR HJÁ CHARLTON: ÚR LEIK Í ENSKA DEILDABIKARNUM
Það rauk úr hausnum á mér eftir leikinn
Garðar í biðstöðu
Ekkert hefur gerst í málum Garðars
Gunnlaugssonar síðustu daga þar sem
milligöngumaðurinn í samskiptum Vals
og Dunfermline, Kenny Moyes, fékk
slæma sýkingu á dögunum og liggur því
á spítala þessa dagana. Hann er bróðir
David Moyes, stjóra Everton, og sá á
sínum tíma um mál bræðra Garðars,
Arnars og Bjarka.
HANDBOLTI KA mætir rúmenska
liðinu Steaua Búkarest á morgun
í Evrópukeppninni í handbolta, en
liðsmenn KA hafa að undanförnu
safnað peningum fyrir þátttöku-
kostnaði í þessari keppni.
Jónatan Þór Magnússon, fyrir-
liði KA, segir góðan anda ríkja
innan hópsins en býst við erfið-
um leikjum gegn Rúmenunum.
„Þetta leggst vel í okkur leik-
menn. Við höfum þurft að hafa
mikið fyrir því að vera með í þess-
ari keppni. Það er ljóst að Steaua
Búkarest er atvinnumannalið
sem er sterkt og við þurfum að
eiga góðan leik til þess að leggja
það að velli. Við erum að reyna
að fá fyrirtæki með okkur í að
skapa góða umgjörð í kringum
leikinn á morgun og það hefur
gengið vel. Svo er bara að vona
að fólk fjölmenni og styðji vel
við bakið á okkur.“
Leikurinn hefst klukkan 15.30 í
KA-heimilinu á Akureyri. - mh
Evrópuævintýri KA-manna heldur áfram:
KA mætir Steaua frá
Búkarest á morgun
JÓNATAN ÞÓR MAGNÚSSON Það mun mikið mæða á Jónatani á morgun en hann er
fyrirliði liðs KA.
FÓTBOLTI Ashley Cole, varnar-
maður Arsenal, kveðst ekki hafa
hugmynd um hvenær hann verði
orðinn góður af þeim meiðslum
sem hafa haldið honum frá keppni
frá því í október. Cole braut bein í
ristinni og var skipað að hvíla sig í
mánuð, en batinn hefur verið mun
hægari en búist var við.
„Við metum stöðuna á tveggja
vikna fresti og eins og er vantar
mig ennþá töluvert upp á. Ég veit
ekki hvað veldur en það tekur bein-
ið einfaldlega sinn tíma að gróa,“
segir Cole, sem getur ekki einu
sinni skokkað vegna sársauka.
„Ég er í lyftingasalnum daglega
og lyfti og hjóla til að halda mér í
formi.“ - vig
Ashley Cole enn meiddur:
Ekki klár
á næstunni
ASHLEY COLE Er sárt saknað í herbúðum
Arsenal.
FÓTBOLTI Cesc Fabregas, spænski
ungmennalandsliðsmaðurinn hjá
Arsenal, vonast til þess að Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Arsen-
al, fari ekki til Real Madrid eins
og orðrómur hefur verið um að
undanförnu.
„Það er mikill munur á knatt-
spyrnuumhverfinu á Spáni og á
Englandi. Aðalmunurinn er þol-
inmæðin sem leikmönnum og
þjálfurum er sýnd á Englandi, því
á Spáni er strax byrjað að gagn-
rýna þig harðlega ef ekki gengur
vel í tveimur eða þremur leikjum.
Vonandi veltir Wenger þessum
málum fyrir sér því hann er frá-
bær knattspyrnustjóri sem hefur
náð stórkostlegum árangri með
Arsenal og verður að vera þar
áfram við störf.“ - mh
Fabregas um stöðu Wengers:
Arsenal
betri kostur
CESC FABREGAS Fabregas vill ekki sjá
Arsene Wenger fara til Real Madrid.
> Mál skýrast í dag
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar mun
funda í dag með fyrirliða meistaraflokks
karla, Páli Einarssyni, en deilur á mili Atla
Eðvaldssonar, þjálfara liðsins, og Páls
hafa leitt til þess að staða annars hvors
þeirra er í hættu. „Ég mun funda með
s t j ó r n knattspyrnudeildar um þessi
mál í
d a g .
V o n -
a n d i
l e y s i s t
þetta mál
f a r s æ l l e ga .
Það er von mín
að þetta mál leysist
sem allra fyrst. Ég vil að
sjálfsögðu vera áfram
hjá Þrótti,“ sagði Páll í
gær.