Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 82

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 82
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR66 FÓTBOLTI David Beckham er lang- tekjuhæsti íþróttamaður Bret- lands enn eitt árið, með tekjur upp á 1.900 milljónir íslenskra króna fyrir árið 2004. Þetta kom fram í ársuppgjöri Footwork Product- ions, fyrirtækisins sem Beckham á og sér um öll hans fjármál. Upp- hæðin er tæplega helmingi hærri en hún var árið 2003 og sýnir glögglega hversu stórt vörumerki Beckham í rauninni er og hvernig það stækkar með hverju ári. Athygli vekur að „ekki nema“ 450 milljónir má rekja til launa- greiðslna frá liði hans Real Madrid, sem þýðir að langstærstur hluti upphæðarinnar er tilkomin vegna auglýsingasamninga við risafyrirtæki á borð við Adidas, Vodafone, Castrol, Gillette, Pepsi, Police-sólgleraugu og Diesel. Í ár hefur Beckham misst samninga sína við nokkur af fyrirtækjunum, meðal annars Vodafone og Pepsi, en hefur um leið skrifað undir nýjan og mun betri samning við Adidas. Þó telja fjármálasérfræð- ingar að Beckham muni hafa tölu- vert minni tekjur á árinu sem nú er senn á enda. Samkvæmt blaðinu Sunday Times í Bretlandi voru Beckham og kona hans Victoria í 621. sæti yfir ríkustu hjón landsins árið 2004 með eignir upp á samtals 7,2 milljarða. Á ferlinum er Beck- ham talinn hafa samtals þénað um fimm milljarða króna. Og þau hjón lifa hátt með allar sínar tekj- ur því fyrir skemmstu var greint frá því að parið borgaði 47 millj- ónir fyrir þriggja mánaða hótel- gistingu í Madríd. Það var tíminn sem tók þau að finna hentuga íbúð í borginni til að setjast að í. - vig David Beckham græðir á tá og fingri: Þénaði tæpa tvo milljarða árið 2004 DAVID BECKHAM Það borgar sig greinilega að vera þekktasti knattspyrnumaður heims. Iceland Express-deild karla: ÍR-KR 77-84 Stig ÍR: Theo Dixon 22, Fannar Helgason 17, Sveinbjörn Clausen 15, Ómar Örn Sævarsson 8, Eiríkur Önundarson 8, Halldór Kristmannsson 5, Ólafur J. Sigurðsson 2. Stig KR: Omari Westley 21, Pálmi Sigurgeirsson 18, Níels Dungal 11, Fannar Ólafsson 11, Brynjar Björnsson 10, Skarphéðinn Ingason 4, Steinar Kaldal 1. HAMAR/SELFOSS-HAUKAR 87-92 SNÆFELL-SKALLAGRÍMUR 75-74 GRINDAVÍK-FJÖLNIR 98-83 KEFLAVÍK-ÞÓR AK. 83-61 HÖTTUR-NJARÐVÍK 66-102 STAÐAN: UMFN 8 8 0 672:483 16 KEFLAVÍK 7 6 1 636:589 12 GRINDAVÍK 8 6 2 797:683 12 KR 8 5 3 645:584 10 FJÖLNIR 8 5 3 740:712 10 SKALLAGRÍMUR 8 4 4 624:587 8 SNÆFELL 8 4 4 740:733 8 ÍR 8 3 5 651:705 6 ÞÓR A. 8 3 5 602:677 6 HAMAR/SELFOSS 8 2 6 666:784 4 HAUKAR 8 1 7 634:699 2 HÖTTUR 7 0 7 519:690 0 Iceland Express-deild kvk: HAUKAR-KR 110-66 STAÐAN: GRINDAVÍK 7 6 1 598:432 12 KEFLAVÍK 8 6 2 744:482 12 HAUKAR 6 5 1 498:324 10 ÍS 7 3 4 462:477 6 KR 8 1 7 389:744 2 BREIÐABLIK 8 1 7 467:699 2 ÚRSLIT GÆRDAGSINS KÖRFUBOLTI „Það er algjör óþarfi fyrir okkur að vera að bíða og sjá hvernig mótherjinn ætlar sér að spila leikinn, en mér fannst við vera að gera það full mikið í fyrri hálfleik. En það er góð barátta hjá okkur og við uppskárum gríðar- lega mikilvægan sigur þegar upp var staðið,“ sagði Herbert Arnars- son, þjálfari KR, í leikslok. ÍR-ingar byrjuðu vel á heima- velli sínum í Seljaskóla í gærkvöld og náðu fljótlega 5-0 forystu strax í upphafi leiksins. Eftir það var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Theo Dixon, leik- maður ÍR, lét mikið að sér kveða í fyrri hálfleik en skoraði í honum 15 stig og var að auki fastur fyrir í varnarleiknum. Pálmi Sigurgeirsson var hins vegar án nokkurs vafa besti leik- maður KR í fyrri hálfleik og skor- aði í honum 18 stig, þar af þrjár mikilvægar þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Staðan í hálfleik var 44-39, ÍR í vil, en í seinni hálfleik breyttist leikurinn nokkuð. Dixon og Pálmi létu lítið fyrir sér fara á meðan barátta beggja liða var í algleym- ingi, svolítið á kostnað gæðanna. Bæði lið börðust vel en leik- menn KR virkuðu í betra formi og tókst að ná frumkvæðinu í leikn- um og komast yfir í fyrsta skipti í leiknum, 58-57. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu að komast inn í leikinn aftur en tilviljunarkenndur sóknarleik- ur liðsins dugði skammt gegn grimmum varnarleik KR þar sem Fannar Ólafsson lét manna mest finna fyrir sér. Hinn ungi og bráðefnilegi Brynjar Björnsson, sem er sautján ára gamall, skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili þegar skammt var eftir og tókst ÍR-ingum aldrei ógna liði KR það sem eftir lifði leiks. Sigurviljinn var meiri hjá vesturbæjarliðinu og svo virðist sem liðið sé búið að ná nauðsyn- legu jafnvægi í leik sinn, eftir ekki nóga góð byrjun. magnush@frettabladid.is Baráttan skóp góðan KR-sigur ÍR tókst ekki að leggja KR að velli á heimavelli sínum í gær, þrátt fyrir að byrja leikinn ágætlega. Lokatölur urðu 84-77, KR í hag. OMARI WESTLEY Omari Westley lék ágætlega með KR í gær og greinilegt að hann hefur fært liðinu nauðsynlegt jafnvægi, bæði í vörn og sókn. KÖRFUBOLTI Haukar unnu sinn fyrsta sigur í Iceland-Express deild karla í gærkvöld þegar liðið lagði Hamar-Selfoss að velli, 92- 87. Þetta var fyrsti sigur Hauka í deildinni en Höttur er nú eina liðið í deildinni sem ekki enn hefur unnið leik, en Höttur tapaði 102-66 fyrir Njarðvík í gær. - mh Iceland Express-deildin: Fyrsti sigur Hauka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.