Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 4
4 3. desember 2005 LAUGARDAGUR Kristín Helga Gunnarsdóttir edda.is Bókamerki fylgir! Nýjar sögur um Fíusól sem heillaði lesendur á öllum aldri í fyrra! „Önnur bókin um gleðisprengjuna Fíusól er komin út. Jibbí! ... andrúmsloftið í Fíusól er notalegt, öruggt og ánægjulegt. Hvað betra er hægt að bjóða börnum?“ Inga María Leifsdóttir, Mbl. 2. sæti Barnabækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 23. – 29. nóv. 2. sæti Barnabækur Metsölulisti Mbl. 22. – 28. nóv. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 2.12.2005 Gengisvísitala krónunnar 63,51 63,81 109,76 110,3 74,33 74,75 9,973 10,031 9,38 9,436 7,883 7,929 0,5258 0,5288 90,12 90,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,105 SVÍÞJÓÐ Skorað er á Göran Persson forsætisráðherra, Lailu Freivalds utanríkisráðherra, Ylvu Johansson öldrunarráðherra auk fimm háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu að segja af sér þegar í stað fyrir stórfelld afglöp í starfi en viðbrögð þeirra við flóðbylgjunni í Indlandshafi um síðustu jól þóttu svifasein og ófullnægjandi. Yfir 500 Svíar fórust í hamförunum. Háværar gagnrýnisraddir fóru af stað eftir að eftir að kynntar voru harðorðar niðurstöður skýrslu um viðbrögð sænska stjórnkerfisins við hamförunum. Ráðherrar og embættismenn voru í jólafríi eins og stór hluti heimsbyggðarinnar þegar flóðið átt sér stað. Þeir fylgdust lítið með fréttum, gerðu sér enga grein fyrir alvarleika málsins og aðhöfðust lítið sem ekkert fyrr en mörgum dögum eftir harmleikinn í stað þess að mæta strax til vinnu og skipuleggja viðbrögð og hjálparstarf. Fjölmargir sænskir fjölmiðlar birtu leiðara um málið í gær og þar kom fram gríðarleg reiði vegna lélegrar framgöngu stjórnvalda. Gagnrýnin er talin ein sú allra harkalegasta sem heyrst hefur, nánast ruddaleg, og að ráðamönnum svíði verulega undan henni. Forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar en hann hyggst ekki segja af sér og ætlar heldur ekki að krefjast afsagnar annarra. „Ef einhver ætti að taka pokann sinn þá er það ég,“ sagði hann við Aftonbladet. Þrír embættismenn hafa verið fluttir í önnur og, að því er talið er, betri störf. Vantraustsyfirlýsing er í undir- búningi og verður borin fram ef enginn segir af sér eða verður rekinn. Ferns konar gagnrýni kemur fram í skýrslunni: Í sænska stjórnarráðið vantaði sérstaka deild sem sæi um viðbrögð við slíkum náttúruhamförum, vöktun utanríkisráðuneytisins á ferðum Svía erlendis var í lamasessi, heilsugæslan var ekki viðbúin því að sinna verkefnum erlendis og ræðisskrifstofur höfðu ekki tök á að takast á við svona hamfarir. Ekki brugðust þó allir í sænska stjórnkerfinu. Í skýrslunni er þremur embættismönnum hrósað sérstaklega fyrir að átta sig strax á alvöru málsins. Þeir mættu þegar í stað til vinnu á jólunum um leið og þeir höfðu heyrt fréttirnar og kölluðu svo aðra starfsmenn til vinnu til að koma hjálparstarfinu í gang. ghs@frettabladid.is Ríkisstjórnin áttaði sig ekki á alvörunni Sænsk stjórnvöld eru gagnrýnd harkalega vegna seinagangs í hjálparstarfi vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi síðustu jól. Afsagnar nokkurra ráðherra er krafist. Forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar en hyggst ekki segja af sér. GÖRAN PERSSON Sofandaháttur sænskra stjórnvalda eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra er harðlega gagnrýndur þessa dagana. Krafist er afsagnar þriggja ráðherra, þar á meðal forsætisráðherrans Göran Persson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR MJÓLKURIÐNAÐUR Fyrirtækið Mjólka tók formlega í notkun nýja mjólkurstöð í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók við fyrstu framleiðslu stöðvarinnar, fetaosti, sem ber heitið Léttfeti. Tilkoma Mjólku inn á mjólkurmarkaðinn markar nokkur tímamót því í fyrsta sinn, síðan Thor Jensen hætti mjólkurframleiðslu á Korpúlfsstöðum á fyrri hluta síðustu aldar, er hægt að kaupa mjólkurafurðir sem eru framleiddar án ríkisstyrkja. - sk Mjólka hefur starfsemi: Tímamót í mjólkuriðnaði GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra þambar mjólk frá Mjólku. Íbúum fækkar í Eyjum Íbúum í Vestmannaeyjum heldur áfram að fækka. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar hefur íbúum fækkað um tólf á síðastliðnu ári. Fréttavefurinn sunnlenska.is greinir frá þessu. VESTMANNAEYJAR KAÍRÓ, AP Bráðabirgðaniðurstöður úr lokaumferð egypsku þing- kosninganna sem fram fóru í fyrradag benda til þess að frambjóðendum Bræðralags múslima hafi gengið illa. Kosið var um síðustu 136 þingsætin af 454 og fékk enginn frambjóðandi bræðralagsins hreinan meirihluta atkvæða í kjördæmum sínum. Þrjátíu og fimm þeirra komust hins vegar í aðra umferð kosninganna sem fram fara á miðvikudag. Úrslitin þýða engu að síður að stjórnarflokkur Mubaraks forseta hefur fengið þá tvo þriðju hluta atkvæða sem duga til að gera breytingar á stjórnarskrá Egyptalands. ■ Egypsku þingkosningarnar: Bræðralaginu vegnaði illa Á BÆN Þessir kjósendur í bænum Al Mansoura báðust fyrir áður en þeir greiddu atkvæði á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND, AP Tvítugur hermaður dó og sex félagar hans særðust á heræfingu í norðanverðu Finnlandi í gær. Slysið átti sér stað er verið var að æfa notkun á handheldum sprengjuvörpum. „Ein sprengjuvarpan sprakk og varð einum manni að bana og særði hina,“ sagði Aki Sihvonen liðþjálfi. Hann sagðist ekki vilja geta sér til um hvað valdið hefði sprengingunni en sagði ítarlega rannsókn í gangi. Þetta var síðasti dagur heræfingarinnar og til stóð að mennirnir sjö lykju herþjónustu um áramótin. - aa Harmleikur á heræfingu: Finnskur hermaður deyr Hundar drepa dreng Sex ára gamall drengur beið bana í bænum Oberglatt í fyrradag þegar þrír varðhundar réðust á hann. Drengurinn var á leið á dagheimili þegar hundarnir komu skyndilega hlaupandi og réðust á hann á meðan sjónarvottar stóðu hjálparvana hjá. Hundarnir voru af tegundinni pittbull- terrier og hefur þeim verið lógað. UPPBOÐ Yfir níutíu milljónir króna söfnuðust á uppboði sem styrktaraðilar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, stóðu fyrir í fyrrakvöld. Ágóðinn rennur til verkefna UNICEF í Gíneu-Bissá, sem lúta að uppbyggingu 50 skóla í landinu. Á uppboðinu bauðst gestum meðal annars að kaupa sér einkatónleika með Cortes- feðgunum, Garðari og Garðari Thor. Einnig var hægt að borga fyrir að fá að vera veðurfréttamaður á fréttastofu NFS í einn dag. „Það var alveg ótrúlegt hvað safnaðist af peningum þarna og magnað hve fólk var rausnarlegt,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fulltrúi UNICEF á Íslandi. „Þetta verkefni mun stuðla að því að veita 24 þúsund börnum aðgang að menntun,“ segir Stefán. Sir Roger Moore flutti hátíðarræðu við þetta tilefni og vakti hún talsverða athygli og hreyfði mikið við mannskapnum að sögn Stefáns. Moore talaði meðal annars um hvernig Audrey Hepburn hefði fyrst komið honum í kynni við UNICEF og að ekki hefði verið aftur snúið eftir það. Einnig sagði hann frá atvikum úr ferðum sínum sem velgjörðarsendiherra UNICEF og hvernig reynsla hans í því hlutverki hefði breytt lífi hans. - saj Uppboði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Ísland: Yfir 90 milljónir söfnuðust STEFÁN INGI STEFÁNSSON HJÁ UNICEF Stefán segir það ótrúlegt hve rausnarlegt fólk hafi verið en yfir níutíu milljónir söfnuðust á uppboði til styrktar UNICEF í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VÍSINDAVEFUR Svör Stefáns H. Ófeigssonar geimverkfræðings hafa verið fjarlægð af Vísindavef Háskóla Íslands. Virðist þetta hafa verið gert í kjölfar þess að Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun þar sem hann er talinn hafa beitt svefnlyfi á fórnarlamb sitt. Fyrir þessar sakir hefur Stefán verið nefndur svefnnauðgarinn. Þetta kemur fram á Wiki- pedia-vefnum. Ekki náðist í Þorstein Vilhjálmsson, vefstjóra Vísindavefsins, en hann er erlendis. - saj Stefán Hjaltested Ófeigsson: Hreinsaður af vísindavefnum SVISS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.