Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 66
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR46 STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULLTRÚI Svarið sem kemur alveg í hvelli án umhugsunar er: 1) sjónvarpið, 2) fólkið í Hér og nú og Séð og heyrt, 3) stjórnmálamenn. En hið heimspekilega svar er auðvitað það sem kemur fram í þeirri furðulega lélegu skáldsögu, en ágætu handbók: Munkurinn sem seldi mótorhjólið sitt. Nokkurn veginn það, að allt sem ekki snýst um að rækta garðinn sinn, sé stórlega ofmetið. Hryggilegt að vita að það á við um næstum allt sem við gerum. HERMANN GUNNARSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR Það sem langmest er ofmetið í okkar jarðneska lífi er veraldlegt ríkidæmi, sem oftar en ekki leiðir af sér hroka og sýndarmennsku, sem reynist flestum illa og slæmt að hafa í farteskinu! Já, blessaður og elskulegur kærleikurinn er ekki falur fyrir peninga, frekar en ástin! Sagt er að margur verði af aurum api. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Að eiga meira en eitt þak yfir höfuðið, því vandi fylgir fasteign hverri. Er ekki nær fyrir önnum kafið fólk að eyða frístundunum í eitthvað annað en að lappa upp á þak númer tvö og þrjú, þegar leigumöguleikar eru nægir, heima og heiman. Og það er sama hvað fólk er ríkt, það getur ekki sofið nema á einum stað í einu. Þó er ég ekki sama naumhyggjumanneskja og Quentin Crisp, Englendingurinn dásamlegi sem fluttist sjötugur og vel farðaður til New York. Hann átti alltaf heima í einu herbergi, og sagði: Ég hef aldrei skilið hvað fólk gerir við herbergið sem það er ekki í. HVAÐ ER OFMETIÐ Í LÍFINU? ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ALÞINGISMAÐUR Langflestir þrá efnisleg gæði sem ytri tákn um velgengni í lífinu. Þess vegna vinna þeir myrkranna á milli til að eignast mikið af steypu í stórum húsum, og mikið af stáli í stórum bílum. Þetta kostar þá raunverulegt ríkidæmi í formi innri hamingju sem þeir ná ekki að þroska, tengsla við fjölskyldu sína og vini sem þeir ná ekki að rækta, heilsu sem þeir tapa of fljótt. Í hnotskurn má segja að mikil efnisleg gæði séu mest ofmetin í lífinu. Næst þeim ganga vegtyllur og metorð. Í staðinn eiga menn að rækta garðinn sinn, lúta að litlu og föndra við sálina í sjálfum sér. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Mér finnast innflutningshöft mjög ofmetið fyrirbæri. Innflutningshöft koma mjög fáum til góða og síst þeim sem þau eru ætluð. Þau viðhalda fáætækt í mörgum ríkjum heims því þau koma í veg fyrir eðlileg viðskipti og samskipti milli þjóða. Að auki eru þau afar kostnaðarsöm fyrir neytendur og skattgreiðendur. GUÐRÚN HELGADÓTTIR RITHÖFUNDUR GÁFUR án frjórrar hugsunar og kærleika, öðru nafni HEIMSKA, MÆLSKA án leitar að því sem réttast er, öðru nafni VAÐALL, ÁST án ábyrgðar og umhyggju, öðru nafni SJÁLFSELSKA, og svo eftirlæti íslenskra fjölmiðla: FRÆGÐ, sem ekkert var unnið til, öðru nafni HÉGÓMI. Völd, vinsældir og efnahagsleg umsvif eru sennilega eitt af því ofmetnasta í lífinu. Ég þekki fjölmörg dæmi þar sem að þessi hlutir fara því miður ekki saman við lífsgleði, innri ró og hamingju. Að eiga góða konu, fjölskyldu og börn ásamt traustum vinum er það dýrmætasta sem ég á. Góður kokteill af þessu öllu er auðvitað það besta en allt of fáir rata á þá lausn. Ég rembist auðvitað eins og rjúpan við staurinn við að reyna að ná hinu fullkomna jafnvægi og held svei mér þá að mér hafi bara tekist það nokkuð vel þó ég segi sjálfur frá. Neðangreind speki er aldrei of oft lesin: Lífsklukkan er trekkt aðeins einu sinni. Enginn veit hvenær vísarnir stoppa, snemma eða seint. Núna er eini tíminn, sem við eigum. Lifðu, elskaðu og starfaðu og á lífið reyndu. Settu ekkert traust á morgundaginn sem vísarnir ef til vill gleymdu. SNORRI MÁR SKÚLASON UMSJÓNARMAÐUR ENSKA BOLTANS Það fyrsta sem kom upp í hugann er peningar. Ég er ekki sá hræsnari að segja að peningar skipti ekki máli því að öll þurfum við að komast af og sjá okkar nánustu farborða. Til þess þurfum við peninga. Ég er meira að vísa til þeirra sem dags daglega ganga á gróðahyggju og raka saman tugum ef ekki hundruðum milljóna á ári í eigin vasa. Og venjulegur launþegi eins og ég klórar sér í hausnum og spyr sig hvenær er nóg nóg. Það eru illu heilli sífellt fleiri í okkar þjóðfélagi sem krjúpa við altari Mammons. Margt af því besta í þessum heimi er ókeypis. Þú kaupir t.d. ekki hamingju, góða heilsu, yndislega eiginkonu og frábæra fjölskyldu. Þetta eru þættir sem skipta mig miklu meira máli en allir heimsins peningar. EYÞÓR GUÐJÓNSSON KVIKMYNDALEIKARI OG ATHAFNAMAÐUR www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) BJÖRGVIN HALLDÓRSSON ÁRITAR KL. 14 Í SKÍFUNNI KRINGLUNNI Mesta úrvalið er í Skífunni 3CD Söngbók Björgvins Halldórssonar 1970 - 2005 Helgartilboð 2.499 kr. Kringlankl.14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.