Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 68

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 68
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR48 S íðustu tvær vikur hefur Madonna trónað á toppi sölulista beggja megin við Atlantshafið. Ekki bara með smáskífu sína Hung Up, heldur líka nýjustu breiðskífu sína, Confessions on a Dancefloor. Eftir 22 ára útgáfuferil sem hefur fært okkur tíu breiðskífur (ef ekki eru taldar með þrjár sem hún gerði sérstaklega fyrir kvikmyndir) er Madonna óumdeilanlega drottning poppsins. Miðað við gæði og móttökur nýju plötunnar, virðist hún ekkert vera á leiðinni að missa kórónuna af höfðinu. Metnaður og uppreisnarandi Hvernig fer hún að þessu? Margir hafa haldið því fram að hinir raunverulegu hæfileikar Madonnu felist í smekk hennar og hversu leitandi hún er. Aðrir segja að henni hafi sjaldan mistekist illa hvað tónlist varðar og hún virðist búa yfir sjötta skilningarvitinu þegar kemur að því að bera á borð girnilegan pakka fyrir fjöldann. Ég held að það sé ekki bara smekkur hennar eða heldur hversu límdur putti hennar er á púlsi dægurmenningar sem gerir hana að drottningu poppsins. Öllu heldur er það gífurlegur metnaður hennar og uppreisnarandi. Frá því að Madonna kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1983 með samnefndri breiðskífu hefur hún aldrei horfið af sviðsljósinu í langan tíma. Hún virðist vera haldin óþrjótandi hvöt til þess að skapa, og þegar hún hefur ekki verið að búa til tónlist eða leika í kvikmyndum hefur hún verið að búa til börn, eða skrifa barnabækur. Hvað viðkemur málfrelsi, þá aðallega frelsi til þess að tjá sig kynferðislega, eigum við uppreisnaranda Madonnu mikið að þakka. Hún lék sér stöðugt að fjölmiðlum og notaði þá sem verkfæri til þess að reyna á siðferðismörk þjóða heimsins. Þetta gerði hún með myndböndum sínum en tvö þeirra To Justify My Love og What it Feels Like for a Girl voru bönnuð á MTV og VH1. Í bæði skiptin var það viljandi gert hjá söngkonunni að fara yfir strikið og myndböndin voru gefin út sérstaklega fyrir sölu í plötubúðunum á hátindi fjölmiðlafársins sem myndaðist í kringum það. Árið 1990 náði söngkonan svo aftur að valda fjaðrafoki þegar henni var hótað handtöku á Blonde Ambition túrnum í Texas fyrir að herma eftir sjálfsfróun á sviði í laginu Like a Virgin. Tveimur árum eftir það fór hún alla leið og gaf út bókina Sex, sem innihélt nektarmyndir af henni og vangaveltur hennar um kynlíf, og ástarleiki. Aðeins mátti selja bókina innsiglaða, en í rauninni innihélt hún ekkert grófara en aðrar erótískar ljósmyndabækur höfðu boðið upp á í áraraðir fyrir það. Eftir að hún eignaðist börn virðist sem uppreisnarseggurinn hafi sofnað og Madonna hefur meira að segja talað opinskátt um eftirsjá eftir fyrra líferni. Að lokum verðum við að viðurkenna að eina raunverulega ástæðan fyrir því að Madonna nýtur enn svona mikilla vinsælda eru hæfileikar hennar. Hún hefur ótrúlegt eyra fyrir poppmelódíum, tekur áhættu og velur samstarfsfólk sitt vandlega. Blætt af hjartanu í svefnherbergi Nýjasta breiðskífa Madonnu er tilraun hennar til þess að finna aftur rætur sínar. Platan er unnin í svefnherbergi Bretans StuartsPrice, tónlistargrúskrara sem hingað til hefur ekki gefið út undir eigin nafni. Hann er líklegast þekktastur sem Les Rhythm Digitales eða fyrir störf sín með Íslandsvinunum í Zoot Woman. Madonna Lousie Veronica Ciccone fluttist frá heimabæ sínum í Michigan til New York árið 1977 þegar hún var þá 19 ára. Tveimur árum seinna var hún byrjuð að dansa fyrir afskaplega smeðjulegan diskóbolta að nafni Patrick Hernandez. Upp úr því fékk hún áhuga á tónlistarsköpun og hóf að búa til tónlist með fyrrverandi kærasta sínum, trommara og plötusnúð, Stephen Bray. Þau einbeittu sér að því að búa til danstónlist, undir sterkum diskóáhrifum, sem þau dreifðu svo til plötusnúða. Madonna minnist þess að hafa mætt snemma kvölds á klúbba New York með bók, bíðandi eftir því að sjá hvort plötusnúðurinn gæti komið gestunum í dansæði eða ekki. Ef þeim gekk vel, þá fór hún til þeirra og fékk númerið hjá þeim. Nokkrir af þekktustu slögurum hennar frá upphafi ferilsins eru einmitt búnir til í heimsóknum eftir slík skyndikynni á dansgólfinu. Besta dæmið er Into the Groove, sem lífgar enn upp á hvaða dansgólf sem er. Samstarf Madonnu og Stuarts Price er ekki alveg nýtt af nálinni. Hann hefur starfað í tónleikasveit hennar í um fimm ár, og gerði með henni lagið X-Static Process. Með betri lögum þeirrar plötu en hefur ekki verið gefið út sem smáskífa. Nýja platan var unnin á hálfu ári og hófst ferlið á heimsókn Madonnu í svefnherbergi Stuarts. Þar líkaði þeim andrúmsloftið vel, og nánast öll platan er samin, hljóðrituð og sungin þar. Innan um safn analog hljóðgerfla og trommuheila. Upptökurnar hófust iðulega seint á daginn, eftir að Madonna var búin að koma börnum sínum í skóla, funda með markaðsfólki sínu og uppfylla þau skilyrði sem stjarna þarf til þess að komast í gegnum daginn. Að enskum sið, var Stuart tilbúinn með tebolla þegar hún mætti en svo var unnið hörðum höndum í þessu nána umhverfi þar til að báðir aðilar skildu sáttir. Sambandið við almættið Það er líklega þess vegna sem það er svona mikill galdur yfir plötunni. Madonna sneri baki við stóru hljóðverunum og gaf sig á vald pilts sem ekki var tilneyddur til að segja já við öllum hugmyndum hennar. Hún nálgaðist tónlistina á svipaðan hátt og hún gerði þegar hún hóf feril sinn. Þefaði uppi ungan og metnaðarfullan tónlistargrúskrara með dálæti á tækjum og tólum. Stuart skildi dansmenningu núsins og komið sér áfram með áhuganum. Það hjálpar líka til að Madonna er mjög heiðarleg í textasmíðum sínum. Á plötunni veltir hún því fyrir sér hvers vegna hún haldi stöðugt áfram og hvort það sé í rauninni þess virði. Kynlíf virðist heldur ekki vera hennar æðri máttur lengur, og í laginu Isaac fjallar hún um sambandið almættið. Madonna er á stuttum tíma orðin einn helsti trúboði Kaballah, trúarbragða af sömu rótum og gyðingdómur. Sagt er að eftir þessa plötu ætli Madonna að segja skilið við danstónlist. Kannski vegna þess að hún sér sig ekki dansandi á sviði fram á sextugsaldur, hver veit? Sé svo, þá hefði hún ekki getað haldið betra kveðjupartí. biggi@frettabladid.is 1 Madonna (1983) Frumraun Madonnu var hlaðin slögurum. Holiday komst inn á topp 40 í Bandaríkjunum, en lögin Borderline og Lucky Star gerðu betur og náðu á Topp 10. Vinsældir plötunnar tryggðu söngkonunni fyrsta aðalhlutverk hennar í kvikmynd. Myndin var Desperatly Seeking Susan, og er enn eina myndin með henni sem er þess virði að horfa á. 2 Like a Virgin (1984) Titillag þessar-ar plötu gerði Madonnu að stjörnu um allan heim. Það mótaði líka upp- haf söngkonunnar á því að reyna á siðferðiskennd fjöl- miðla með notkun kynlífstilvitnanna. Aðrir slagarar af þessari plötu voru Material Girl og Into the Groove. 3 True Blue (1986) Fyrsta plata Madonnu sem ljóska. Hér má finna tilraunir henn- ar við að blanda saman glysgjörnu poppi níunda áratugarins við saklaus popplög kvennasveita sjöunda áratugarins. Titillag- ið True Blue er gott dæmi um það. Marg- ir túlkuðu lagið Papa Don´t Preach sem afstöðu gegn fóstureyðingum, þar sem Madonna var alin upp af kaþólskum sið, en það er lík- legast misskilningur. Aðrir slagarar á plöt- unni voru Open Your Heart, dramatíska ballaðan Live to Tell úr myndinni At Close Range og miðjarðar- hafspopparinn La Isla Bonita. 4 Ray of Light (1998) Madonna var nokkuð lengi að finna sig á tíunda ára- tugnum. Hún gat auðvitað ekki hneykslað jafn mikið og hún hafði gert, og tónlist var lengi vel aðeins skuggi þess sem komið hafði á undan. Það var ekki fyrr en hún gerði plötu með upptökustjóranum Willi- am Orbit, sem hafði þá m.a. átt þátt í mótun Bjarkar Guðmundsdóttur, sem allt gekk upp aftur. Ray of Light var fyrsta plata hennar sem móðir, en hún eignaðist dóttir sína Lourdes árinu áður. Platan er dramatísk á köflum en fangar greinilega nýja lífshamingju hennar á þessum tíma. Slagarnir hér voru Ray of Light, Froz- en og The Power of Goodbye. 5 Confessions on a Dance Floor (2005) Það er eins og Madonna nái á þessari nýju plötu að tengja sig aftur við frum- kraft sinn, og þetta er líklegast fyrsta plata hennar frá upphafi þar sem ekki er veikan blett að finna. Platan á án efa eftir að gera súperstjörnu úr upp- tökustjóranum Stuart Price og færa okkur handfylli af nýjum slög- urum. 5 BESTU PLÖTUR MADONNU Tæplega fimmtug sendir Madonna frá sér plötu sem inniheldur ungæðislegri ferskleika en hjá flestum poppdúkkum sem hafa reynt að feta í spor hennar síðustu 20 ár. Birgir Örn Steinarsson hyllir hér þessa ókrýndu drottningu poppsins. MADONNA Madonna á tónleikum í The Astoria í London á dögunum þar sem hún kynnti nýjustu plötu sína. Krúnan endurheimt um ›JÓL ALIÐ! Vinningar ver›a afhentir hjá BT Smáralind 19-23.desember milli kl 12-22. 99 kr/skeyti›. Me› flátttöku ertu kominn í SMS klúbb. AÐALAVINNINGUR ER JÓLAPAKKI HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI! 10. hver vinnur eitthva› af flessu hér: MEDION V8 X2 tölvur • PANASONIC heimabíó • Denver DVD spilarar • PANASONIC miniDV tökuvélat • Sony Stafrænar myndavélar • GSM símar • Jólaís Kjörís • PSP tölva • Sony MP3 spilarar • Konfekt frá Nóa Síríus • PlayStation 2 tölvur • Bíómi›ar fyrir tvo á The Family Stone • Fullt af geislaplötum • CocaCola kippur • Fullt af DVD • Víking Malt kippur • Fullt af tölvuleikjum • Frí ADSL áskrift hjá BTnet! að verðmæ ti 550.000,- Sendu SMS skeyti› BT BTF á númeri› 1900 og flú gætir unni›! Vi› sendum flér spurningu tengda BT og jólunum sem flú svarar me› SMS skeyti BT A, B á númeri› 1900. 10. hver vinnur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.