Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 32
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR32 Desember er tími ofgnóttar í mat, drykk, samveru og kærleika. Hvarvetna má skjóta sér inn úr kuldanum og setjast að veisluborði í veitingahúsum landsins. Hér gefur að líta sýnishorn af aðeins fáeinum valkostum þegar kemur að jólahlaðborðum þetta árið. PERLAN Hvað er í boði: Stærsta og mesta úrval hefðbundinna, íslenskra jólarétta; yfir áttatíu réttir á boðstólum. Sérstaða borðsins eru dádýr og hreindýr meðal aðalrétta. Verð: 4.950 krónur á mánudögum og þriðjudögum, en 5.950 aðra daga. Frítt fyrir börn undir sex ára aldri, en 3.500 krónur fyrir sex til tólf ára. Stemning: Líflegir starfsmanna- hópar um helgar. Fjölskyldur og einstaklingar að gera sér dagamun á virkum dögum. Perlan snýst einn hring á tveimur tímum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barna- horn en haft ofan af fyrir börnum með litabókum og litum. Sunnudagar eru einkar vinsælir hjá barnafjölskyldum. Skemmtiatriði: Lifandi dinner- tónlist á föstudags- og laugardags- kvöldum. SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUM Hvað er í boði: Hefðbundið íslenskt jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Verð: Fimmtudagar krónur 4.990, föstudagar og laugardagar krónur 6.400 og sunnudagar krónur 4.500. Frítt fyrir börn til tólf ára. Stemning: Hátíðleg stemning sem felst ekki síst í umhverfinu og staðnum sjálfum enda jólalegur skíðaskáli í fögrum fjallasal. Starfsmannahópar og vina- klúbbar í meirihluta um helgar, fjölskyldur á sunnudögum og minni hópar og einstaklingar á fimmtudagskvöldum. Skemmtiatriði: Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson syngja jólalög á fimmtudagskvöldum; hljómsveitin Sælusveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld, en áður býður Ólafur Benedikt Ólafsson gesti velkomna með harmóníkuleik og söng yfir borðum. Rútuferðir fram og til baka innifaldar í verði á föstudags- og laugardagskvöldum. ARGENTÍNA STEIKHÚS Hvað er í boði: Amerísk kalkúna- veisla þar sem heill kalkúnn er aðalaðdráttaraflið, auk dýrindis kalkúnarétta, lambafillets, en hvorki hangikjöt né hamborgarhryggur á borðum. Fyrir fólk sem leitar í jólaveislu með amerísku sniði, enda gömul hefð á Argentínu þótt breytilegir réttir séu frá ári til árs. Verð: Krónur 4.900 sunnudaga til miðvikudags. Krónur 5.700 fimmtudaga til laugardags. Ókeypis fyrir börn upp að sex ára aldri. Krónur 1.800 fyrir börn frá sex til tólf ára. Stemning: Lífleg um helgar þegar starfsmenn minni fyrirtækja gera sér glaðan dag á rótgrónu, litlu og yndislegu veitingahúsi. Fjölskyldur í meirihluta á fimmtudögum og sunnudögum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barnahorn, en börn innilega velkomin. Skemmtiatriði: Engin. HÓTEL VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUM Hvað er í boði: Íslenskt og þjóðlegt og vel útilátið jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Hádegishlaðborð á sunnudögum. Verð: Krónur 4.900 í hádeginu á sunnudögum, annars 6.200 krónur. Krónur 1.850 fyrir börn frá fjögurra til tólf ára. Stemning: Róleg, rómantísk og afslöppuð. Þjóðlegur hátíðleiki í bland við fagurt og nýuppgert hótel sem skín af glæsileika. Kerti og luktir lýsa upp umhverfið og áhersla á þjóðgarðinn, hátíðleik og fagra upplifun. Í boði er sérstakur gistipakki fyrir tvo, þar sem jólahlaðborð og morgunmatur er innifalinn. Í boði fyrir börnin: Notalegt sjónvarpshorn með barnaefni, litabækur og fögur náttúra með snjókasti og vetrarfjöri utandyra. Skemmtiatriði: Védís Hervör Árna- dóttir syngur jólalög við undirleik Valdimars Kristjánssonar um helgar. VOX Hvað er í boði: Hægt er að mæta í hlaðborð með jólaívafi í hádeginu. Þar eru hinir hefðbundnu smáréttir í boði auk svínakjötsins vinsæla. Þar að auki gefst gestum færi á að smakka fleiri eftirrétti en gengur og gerist á venjulegum hlaðborðum. Hins vegar er hægt að fá sér af svokölluðum jólaseðli þar sem herlegheitin hefjast með úrvali smárétta, öli og snafsi. Í forrétt er boðið upp á steiktan humar í kardimommukrydduðu gulrótarkremi. Í aðalrétt er hægt að velja á milli unggríss og villiandar en í eftirrétt er rjómarönd og jólaglögg. Þá má ekki gleyma jóla- brunchi í hádeginu á sunnudögum þar sem gestir geta mætt með börnin sín, gefið þeim að borða og komið þeim síðan í umsjá tveggja leiklistarnema ef þeir vilja fá ró og næði. Verð: Hlaðborðið kostar 3.250 krónur en jólaseðillinn er á 6.500 krónur en hægt er að bæta 3.500 krónum við og fá sérvalin vín með. Stemning: Vox býður hópa velkomna til sín og getur útbúið fasta matseðla sem bornir eru fram í fyrirfram pöntuðum sal. Veitingastaðurinn þykir nokkuð hlýlegur og hentar vel fyrir pör sem vilja gera sér dagamun. Í boði fyrir börnin: Enginn sérstakur matseðill er í boði fyrir börnin en hins vegar er hægt að einfalda allt á matseðlinum þegar þau eru með í för. Leiklistarnemarnir hafa vakið mikla kátínu meðal barnanna á sunnudögum. Skemmtun: Það er lifandi tónlist á barnum, fimmtudaga til sunnu- daga. Á NÆSTU GRÖSUM Hvað er í boði: Árleg friðarmáltíð, ígildi jólahlaðborðs, helgina 9. til 11. desember. Hnetusteik er í aðalhlutverki með úrvali meðlætis. Tíu ára gömul hefð þar sem gestakokkur er Spessi ljósmyndari. Verð: Krónur 2.200 Stemning: Gríðarleg stemning og hátíðleiki. Í boði fyrir börnin: Barnapitsur. Skemmtun: Blús og djass fyrir matargesti, auk ljóðaupplesturs Sigríðar Jónsdóttur á laugardags- kvöldinu. HÓTEL LOFTLEIÐIR Hvað er í boði: Ekta danskt jólahlaðborð Idu Davidsen, sem er frægasta smurbrauðsdama Dana- veldis, og Marentzu Poulsen. Árviss hefð í þrettán ár, sem byrjaði á Hótel Borg. Í boði alla daga vikunnar. Verð: Í hádeginu alla daga krónur 3.000; krónur 4.500 mánudags- til Ilmurinn úr eldhúsinu... 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI KJÖTSKURÐUR Í PERLUNNI DANSKT SMURBRAUÐ Á HÓTEL LOFTLEIÐUM AMERÍSKUR KALKÚNN Á ARGENTÍNU JÓLATERTUR Í PERLUNNI JÓLAHLAÐBORÐ Á VOX, NORDICA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.