Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 24
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall frænda okkar, Geir Dalmanns Jónssonar Málfríður Kristjánsdóttir Sesselja, Aino og Geir Matti Järvelä. Dánar_Geir 2.12.2005 18:51 Page 1 Pálína Kristín Þorbjörnsdóttir Waage sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 17. nóvember, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00 Vinir og aðstandendur. Dánar_Pálína 2.12.2005 18:51 Page 1 ANDLÁT Hjörtur Haraldur Gíslason flugvirki, Brautarlandi 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Benedikt Björnsson vélstjóri, Gnoðarvogi 72, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 29. nóvember. Svava Sigríður Vilbergsdóttir, Bólstaðarhlíð 68, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 29. nóvember. Guðrún Björg Methúsalemsdóttir, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis á Norðurgötu 42, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 30. nóvember. Guðrún Ólafsdóttir, Dalalandi 6, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 30. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Elfriede Kjartansson verður jarðsungin frá Ríkissal Votta jehóva, Hraunbæ 113, Reykjavík. Jarðsett verður að Skarði í Landssveit sama dag klukkan 15.00. 11.00 Sigríður Emma Guðmundsdóttir, dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrargötu 26, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Agnar Halldór Þórisson sjómaður, Brekkuhúsi 2a, Hjalteyri, verður jarðsunginn frá Möðruvalla- klausturskirkju. 13.30 Sigríður Þórðardóttir, Tryggvagötu 30, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 14.00 Frímann Már Sigurðsson, Borgarsandi 6, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum. 14.00 Hilmir Hinriksson, Bláskógum 11, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju. 14.00 Kristinn Jón Leví Jónsson húsasmíðameistari, til heimilis í Sundstræti 31a, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Pálína Kristín Þorbjörnsdóttir Waage, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju. 15.30 Guðrún Sigurðardóttir, Fossheiði 4, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. ROBERT LOUIS STEVENSON (1850- 1894) LÉST ÞENNAN DAG. „Allir setjast fyrr eða síðar að hlaðborði afleiðinga.“ Robert Louis Stevenson var skoskur rithöfundur og skáld. Hann skrifaði meðal annars söguna um doktor Jekyll og herra Hyde. MERKISATBURÐIR 1967 Fyrsta vel heppnaða hjartaígræðslan er gerð í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hjartaþeginn lést hins vegar átján dögum síðar. 1970 Verslunarmiðstöðin Glæsibær í Reykjavík er tekin í notkun. 1981 Menntamálaráðuneytið staðfestir ákvörðun Náttúruverndarráðs um að friðlýsa Þjórsárver við Hofsjökul. 1989 Það hillir undir lok kalda stríðsins þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjev leiðtogi Sovétríkjanna funda á Möltu. 1998 Kvótadómurinn. Hæstiréttur kveður upp þann dóm að fimmta grein laga um stjórn fiskveiða sé í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna, var í háloftunum á fer- tugsafmæli sínu í vikunni en ætlar að halda upp á það veglega í kvöld. „Ég er nýkomin úr afmælisferð ásamt mömmu minni til Orlando,“ segir Rósa glaðlega, en hún bjó um tíma í Flórída fyrir nokkrum árum. „Ég er rosalega mikið afmælisbarn og hef gaman af alls konar veisluhaldi. Ég held upp á öll afmæli og finnst skemmtilegt að hafa fullt af fólki í kringum mig,“ segir Rósa sem hélt til Bandaríkjanna fljótlega eftir prófkjör Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga í vor. Rósa sóttist eftir öðru sæti og hlaut það, sem má teljast góður árangur fyrir hana sem lítið sem ekkert hefur verið viðriðin bæjarpólitík áður. „Ég hef hins vegar fylgst mjög vel með og hef mikinn áhuga á bæjarmál- unum. Maðurinn minn ritstýrði til dæmis blaðinu Hamri, sem gefið er út af Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, í sjö ár úr kjallaranum heima,“ segir Rósa sem tók þátt í stjórnmálum á menntaskóla- og háskólaárum sínum. Hún var í stjórnum Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæðismanna en hætti því snarlega og sagði sig úr flokknum þegar hún fór út í frétta- mennsku á sínum tíma. „Núna langaði mig að taka þátt og leggja mitt af mörkum til að gera góðan bæ betri,“ segir Rósa sem eru fjölskyldumálin hugleikin, en hún hefur eignast fjögur börn og þekkir vel til leikskóla- og grunnskólamála. Rósa mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna næstu mánuði. Hvað verður í vor ræðst af því hvort sjálfstæðismenn komast í meirihluta í bæjarstjórn. „Við ætlum að ná bænum aftur og ef það gengur eftir þá er ég náttúrulega komin í fullt starf í bæjarpólitíkinni,“ segir Rósa sem mun sakna síns gamla starfs ef hún hættir. „Þetta er frábærlega gefandi starf en oft á tíðum líka erfitt,“ segir Rósa sem hugar nú að því að gleðja krabbameinsveik börn og fjölskyldur þeirra á aðventunni, enda er það tími sem oft er erfiður fjölskyldum með veik börn. ■ RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR: HELDUR UPP Á FERTUGSAFMÆLI SITT Í DAG Í háloftum á tímamótum Á LEIÐ Í BÆJARPÓLITÍK Rósa sóttist eftir og fékk annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði til sveitarstjórnarkosninga í vor og er alsæl með árangurinn. Hér er hún með elsta syni sínum, Sigurgeiri, á afhendingu barnamenningarverðlauna Velferðarsjóðs íslenskra barna sem afhent voru í vikunni, en Rósa er í fagráði velferðarsjóðsins. Á þessum degi árið 1984 varð eitt versta umhverfis- og iðnaðarslys sem sögur fara af. Á tæplega tveimur klukkustundum sluppu 27 tonn af metýl-ísósýanatgasi út í andrúmsloftið frá verksmiðju Union Carbide í Bhopal á Indlandi og lagðist gasskýið hægt yfir þéttbýl svæði í nágrenninu. Mikil skelfing greip um sig þegar tugþúsundir manna reyndu að flýja eiturskýið. Afleiðingarnar urðu skelfilegar. Efnið fór í augu fólks og öndunarfæri en einnig er talið að það hafi leyst upp í munnvatni og farið ofan í meltingarveg. Um 200.000 manns urðu fyrir gaseitrun og dóu að minnsta kosti 3.600 manns, en sumir telja dauðsföllin mun fleiri enda hafi þúsundir látist af afleiðingum eitrunarinnar næstu árin á eftir. ÞETTA GERÐIST > 3. DESEMBER 1984 Hörmungar í Bhopal Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni var á dögunum afhent félagatal Kommúnistaflokks Íslands sem var starfræktur á árunum 1930 til 1938. Handritið þykir merkilegt fyrir þá sök að hafa að geyma nöfn allra eða nær allra félagsmanna en það mun vera einstakt í heiminum að skrá með slíkum upplýsingum kommúnistaflokks hafi varðveist. Félagatalið er handskrifað í svartri bók með gráum kili. Nöfnin eru í belg og biðu og engin skipuleg röð á þeim. Oftast er getið um fæðingardag og ár hvers félaga og nefnt hvaða dag hver og einn gekk í flokkinn. Hafi menn gengið úr flokknum voru þeir strikaðir út. Þá er þess getið ef menn voru reknir úr flokknum. Alls eru 722 einstaklingar nafngreindir í bókinni. Þá fylgir einnig með félagatal frá Vestmannaeyjum, Eskifirði og Húsavík en þar voru félagsmenn 146. Með félagatalinu fylgir ítarleg greinargerð sem Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og síðasti framkvæmdastjóri Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins tók saman. ■ KOMMÚNISTALISTI AFHENTUR Ingibjörg Sverrisdóttir, Kjartan Ólafsson, Sigrún Klara Hannesdóttir og Örn Hrafnkelsson, forstöðumaður handritadeildar. Félagatal kommúnista afhent Landsbókasafni AFMÆLI Hafsteinn Hafsteinsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, er 66 ára. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er 57 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1857 Joseph Conrad rithöfundur. 1863 Thor Jensen útgerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.