Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 39
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Heimild: Almanak Háskólans
Jón Einarsson á glæsilegan MGA
Roadster árgerð 1957. Þetta er einn af
þremur fornbílum sem eru í eigu Jóns.
„Ég keypti þennan bíl hálfuppgerðan
árið 2000 og gerði hann allan upp. Ég
kláraði að ryðbæta bílinn, gerði vélina
upp og setti mikið af nýju dóti í hann.
Skipti um allar bremsuleiðslur og setti
nýja leðurinnréttingu í bílinn. Svo fékk
ég vin minn og félaga til þess að mála
stálinnréttinguna inni í bílnum eins og hún
væri úr viði. Það var nefnilega oft gert við
breska sportbíla,“ segir Jón.
Hann segir marga vilja meina að þessi gerð
MGA bíla sé best heppnaðasta gerð MGA
sportbílanna þó hann sé vissulega barn síns
tíma enda árgerð 1957.
Vélin í bílnum er 1622 cc og skilar heilum
120 hestöflum. Þegar Jón keypti bílinn var
hann keyrður rúmar 23.000 mílur en hafði
ekki verið notaður í fimmtán eða tuttugu
ár. „Hann kom til landsins óuppgerður frá
Bandaríkjunum árið 1997 og ég er þriðji
eigandi hans hér á landi en fyrsti skráði
eigandinn.“
Jón segist nú ekki nota bílinn mikið,
kannski þá helst til þess að taka frúna á
rúntinn. „Maður fer kannski með konunni
í leikhús eða á sunnudagsrúnt þegar veður
er gott.“
Þetta er hins vegar ekki eini fornbíllin sem
Jón á því hann á tvo aðra mjög frambærilega
fornbíla, Buick Century blæjubíl frá árinu
1955 og Hudson Terraplane árgerð 1937
sem er einnig blæjubíll. Jón segist ekki
stefna á að kaupa fleiri fornbíla. „Nei, þetta
er meira en nóg. MGA bíllinn er meira að
segja falur ef einhver vill kaupa hann,“
segir Jón að lokum.
steinthor@frettabladid.is
��������������
�������
������������������
�������������
��������
������
�����������������
��� ����
�������������������
�������
�������
�������������
��������������
��������������
���������������
��������������
� ��������
Góðan dag
Í dag er laugardagurinn 3. desem-
ber 337. dagur ársins 2005
Reykjavík 10.51 13.18 15.44
Akureyri 11.00 13.02 15.04
KRÍLIN
Ég er góð stelpa en
stundum í búðum
verða hendurnar
mínar alveg óðar!
Mælaborðið í bílnum var oðrað.
Góður bíll á
sunnudagsrúntinn
Jón Einarsson ásamt MGA Roadster árgerð ´57 sem hann segir að sé falur fyrir gott verð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN.
Jólaútsala Brimborgar á
notuðum bílum hófst 1.
desember. Til viðbótar við
lækkað verð á notuðum
útsölubílum fá allir sem kaupa
notaðan bíl hjá Brimborg ný
dekk frá Nokian eða Pirelli.
Kaupandinn velur um sumar-
eða vetrardekk. Til að létta þér
kaupin býður Brimborg lán
með engri útborgun.
Kim Basinger mun prýða
auglýsingar fyrir Miu Miu
tískumerkið á næstunni.
Föla leikkonan nýtur
fulltingis brasilísk-bandarísku
leikkonunnar Camillu
Belle við að kynna
vor- og sumarlínu
merkisins fyrir næsta
ár. Miuccua Prada,
hönnuður Miu Miu,
segir það óþægilegt
og vandræðalegt að
þurfa að vega og
meta fyrirsætur
fyrir fötin sín og
að mestu máli
skipti að
persónuleiki
þeirra komi til skila
hugmyndinni sem liggur að
baki fatahönnuninni.
Tónlistarhátíð Hallgrímskirkju
á jólaföstu heldur áfram með
fjölbreyttu tónleikahaldi. Um
helgina verða jólatónleikar
Mótettukórsins endurteknir
tvívegis, laugardag kl. 17.00 og
á sunnudagskvöld kl. 20.00.
- Orgeljól, - Björn Steinar
Sólbergsson leikur franska
jólatónlist á sunnudag kl.
17.00.
Kvenföt verða nýjasta vígi
hönnuðarins Ozwald Boateng.
Boateng fagnaði nýlega 20
ára hönnunarafmæli sínu
með tískusýningu í Victoria &
Albert safninu í Lundúnum.
Þar var sýnt brot af þeim
herrafötum sem Boateng
er þekktur fyrir. Án þess
að vilja lýsa fyrirætlunum
sínum nákvæmlega
sagðist hann við það
tækifæri vera að
undirbúa innreið á
kvenfatamarkaðinn.
LIGGUR Í LOFTINU
[ JÓL - TÍSKA - BÍLAR ]
REYNSLUAKSTUR
Subaru Impreza
bls. 2
ÁSGARÐUR
Jólamarkaður í dag
bls. 8
NÆLUR
Skraut í skammdegi
bls. 11