Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 16

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 16
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 277. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað Fengu 24 milljónir vegna læknamistaka Réttlætinu fullnægt Þrettán kynlífs- þræll ára í Reykjavík GLÖTUÐ ÆSKA ERLU Helvíti á jörð Erla var þrettán ára þegarhún fékk fyrstu sprautunaog fannst allir fjötrar hverfa. Hún væri frjáls.Frelsið varði stutt og sneristupp í þrældóm. Hún varenn barn þegar hún seldiblíðu sína á götunni. Fjöru-tíu þúsund greiddu þeir fyr-ir afnot af líkama barnsins.Og það var ekkert venjulegtkynlíf. Það var allt semsjúkum huga þeirra níðingasem kaupa börn datt í hugað gæti fróað þeirra órum.Erla er í einlægu viðtali viðHelgarblað DV. Bls. 30, 31 og 32 Edda & ÓlínaÁSTFANGNAR Í LANDSLIÐINU Svaf ekki hjá bachelornum BERGLIND LÉT SON SINN NAUÐUG FRÁ SÉR Bls. 18 Garðar Cortes Ég er sjöunda dags aðventisti Bls. 38 Á LAUSU DÖMURNARVILJA HERRA ÍSLAND Bls. 50 Bls. 50 Bls. 37 Bls. 8 D V m yn d Te itu r ? Dæmdar 24 milljónir vegna læknamistaka KÆRULEYSI HJÁ LAND- SPÍTALANUM KOSTAÐI HANN EÐLILEGAN ÞROSKA helgar augl 2.12.2005 19:33 Page 3 Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu sam- kynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: „...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni“ (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: „Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.“ (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um „hið góða kristilega siðgæði“, sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma „hinna góðu kristilega gilda“. Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefð- bundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhuga- leysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda. Hvað segir Jesús núna? UMRÆÐAN KIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐ TOSHIKI TOMA Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd and- mælendanna um „hið góða kristilega siðgæði“, sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skatt- rannsóknarstjóra, stakan bind- indismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta „rýri trúverðugleika Jónsbókar“. En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: „Jón Ólafsson slysast“. Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí ´72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í „Blaðinu“ fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffi- stofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég „tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar“. Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um „Kiljan“ – sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar. Höfundur er rithöfundur. Hannes og andlega spektin UMRÆÐAN HANNESI HÓLMSTEINI GISSURARSYNI SVARAÐ EINAR KÁRASON ... en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor. Nýjasti leikskólinn í borginni var formlega opnaður í síðustu viku, Reynisholt í Grafarholti. Börnin sungu, viðurkenningar veittar, veitingar og ræður – allt eins og venjulega? Nei, því skólastjórinn lýsti metnaðarfullri skólastefnu sem er enn ein nýjungin í Reykja- vík og lýsir þeirri gróskumiklu flóru sem sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hve skólarnir þróast hratt og fá að njóta sjálfstæðis. Reynisholt mun leggja áherslu á slökun, snertingu og jóga ásamt ræktun dyggða meðal barnanna. Sem jógaiðkandi varð formaður menntaráðs glaður að sjá stefnuskrána sem byggð er á meistararitgerð skólastjórans, Sigurlaugar Einarsdóttur, og ára- langri reynslu hennar af því að innleiða svipaða hugmyndafræði í leikskólum, nú fær hún tækifæri til að hrinda henni í framkvæmd sjálf ásamt starfsfólki. „Lífsleikninám“ kallast það sem boðið verður uppá. Markvissar snertistundir verða á dagskrá, með áherslu á vináttu, vellíðan, nudd og slökun. Jóga kemur við sögu með hreyfingu, jafnvægisæfingum og teygjum ásamt slökun. Fjölbreyttar máltíðir með með sykurneyslu í lágmarki eru meðal fjölmargra annarra atriða. Þessi skóli er ólíkur öðrum, en þar með er ekki sagt að aðrir leikskólar séu ekki með jafn metnaðarfullt starf. Leikskólarnir í borginni hafa byggst upp með miklum hraða á liðnum árum, en svo er líka með innra starf. Og hvað með ánægju foreldra? Hún er svo mikil samkvæmt könnunum að engin opinber þjónustustofnun eða einkafyrirtæki getur státað af öðru eins! Leikskólarnir í Reykjavík eru í fararbroddi og Reynisholt er enn ein skrautfjöðurinn. Höfundur er formaður mennta- og fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. Jógaleikskóli UMRÆÐAN LEIKSKÓLAR BORGARINNAR STEFÁN JÓN HAFSTEIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.