Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 36
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR36 Enn eitt árið hafa margar þjóðir í suðurhluta Afríku orðið fyrir barðinu á uppskerubresti og þurrkum. Fæðuskortur er algengt vandamál þar um slóðir, en meirihluti fólks býr við sára fátækt. Í venjulegu árferði hefur helmingur allra fjölskyldna ekki í sig og á og þarf því að selja húsdýr sín og treysta á utanaðkomandi aðstoð. Margar þessara fjölskyldna eru að ganga í gegnum fæðuskort þriðja eða fjórða árið í röð og hafa litla möguleika á að afla sér tekna til matarkaupa. Í dag er Malaví það land sem er hvað verst á vegi statt í suðurhluta Afríku. Það er eitt af þrettán fátækustu löndum heims og um 85 prósent þjóðarinnar byggja afkomu sína á landbúnaði. Maísmjöl er uppistaðan í fæðu flestra landsmanna, en miklir þurrkar hafa orðið til þess að uppskera í landinu er sú minnsta í rúman áratug. Lítið er um áveitukerfi í landinu, sem þó er mjög ríkt af vatni. Malavívatn er þriðja stærsta stöðuvatn Afríku. Því þurfa bændur að treysta algjörlega á regn. Fæstir hafa efni á því að kaupa áburð eða gott útsæði sem einnig hefur leitt til lélegrar uppskeru. Önnur hlið á vandkvæðum við fæðuöflun er hversu margir eru smitaðir af alnæmisveirunni en opinberar tölur segja að nálægt tuttugu prósent Malava beri veir- una í sér. Þessar tölur eru lægri þegar litið er til barna og eldra fólks en að sama skapi mun hærri hjá þeim aldurshópi sem undir venjulegum kringumstæðum aflar mestrar fæðu og tekna fyrir heimilin. Ástandið er nú þegar orðið mjög alvarlegt, sérstaklega í suðurhluta Malaví þar sem fátæktin er hvað mest. Birgðastöðvar landbúnaðar- þróunarstofnunar ríkisins, sem selja maísmjöl á niðurgreiddu verði, eru víða tómar eða selja maísmjöl í litlum skömmtum. Fréttir berast af fjölskyldum sem hafa ekki efni á því að kaupa maísmjöl á opnum markaði og draga fram lífið á mangóávöxtum, vatnaliljum og ýmiss konar rótum. Þó svo að talsvert magn af maísmjöli sé til í landinu er það að mestu leyti í eigu einkaaðila sem selja það á opnum markaði. Vegna þess hve þörfin er mikil í landinu hefur verð hækkað mikið auk þess sem margir kaupsýslumenn sitja á birgðum sínum og bíða þess að verðið hækki enn frekar. Fregnir hafa borist af dauðs- föllum vegna hungurtengdra sjúkdóma en þær hafa þó ekki fengist staðfestar af yfirvöldum. Pólitísk hnútukast Föstudaginn 14. október lýsti forseti Malaví, dr. Bingu wa Mutarika, yfir neyðarástandi í landinu og biðlaði til hjálparstofnana og alþjóðasamfélagsins að koma þjóð sinni til bjargar. Dr. Mutarika hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að lýsa ekki yfir neyðarástandi í landinu fyrr. Það var löngu ljóst í hvað stefndi og í júní á þessu ári hóf Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna WFP að dreifa maísmjöli í þeim sjö héruðum í Malaví sem eru hvað verst sett. Viðbrögð stjórnvalda við því alvarlega ástandi sem nú þegar ríkir í landinu hafa ekki verið fullnægjandi. Dr. Mutharika komst til valda með liðsstyrk þáverandi stjórnarflokks, Sameinuðu lýð- ræðisfylkingarinnar, en sagði fljótlega skilið við hann og stofnaði sinn eigin flokk, Lýðræðislega framfaraflokkinn, sem á engan mann á þingi. Tveir þingmenn hafa kært flokksskipti dr. Mutharika og stjórnarandstaðan, með fyrrverandi forseta landsins í broddi fylkingar, hefur lagt fram tillögu þess efnis að hann verði sviptur völdum. Það ríkir því stjórnarkreppa í Malaví þar sem forsetinn nýtur ekki stuðnings meirihlutans á þingi. Á sama tíma og malavíska þjóðin horfir fram á hungursneyð eyða stjórnmálamenn mestum tíma sínum og orku í ásakanir um vanhæfni og spillingu pólitískra andstæðinga sinna. Heyrst hafa gagnrýnisraddir frá fulltrúum erlendra ríkja og alþjóðlegra þróunarsamvinnustofnana. Fyrir- huguð valdasvipting forsetans er gagnrýnd á þeim forsendum að brýnni málefnum þurfi að sinna auk þess að hún getur haft neikvæð áhrif á samstarf erlendra stofnana við malavísk yfirvöld. Friðsamlegar mótmælagöngur hafa verið farnar í stærstu borgum landsins þar sem fólk mótmælir því að forsetinn verði sviptur völdum og krefst þess að ráðamenn þjóðarinnar taki höndum saman við að leysa neyðarástandið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Tíminn er naumur Áætlað er að hátt í helmingur þjóðarinnar, allt að fimm milljónir manna, muni þurfa á aðstoð að halda þar til að næstu uppskeru kemur, í mars á næsta ári. Nú þegar hafa ýmis hjálparsamtök, ásamt ríkisstjórn Malaví, hafið dreifingu á matvælum til þeirra svæða sem verst eru stödd. Þó svo að aukin fjárframlög hafi komið til skjalanna á undanförnum vikum frá stærstu samstarfsríkjum Malaví í gegnum WFP og fleiri hjálparsamtök er þörfin enn gríðarleg. Ástandið er orðið mjög slæmt víða og á eftir að versna mikið ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar. Þó svo að hægt sé að halda ástandinu í skefjum er nauðsynlegt að taka tillit til staðhátta. Mörg þau svæði sem eru hvað verst sett og þar sem þörfin er hvað mest eru í dreifbýli. Þegar rigningatímabilið hefst um þetta leyti árs verða sum þessara svæða nær algjörlega einangruð frá umheiminum. Vegir eru víða mjög slæmir og verða ófærir þegar rigningarnar hefjast, í það minnsta stórum flutningabílum. Því verður að koma upp birgðastöðvum í afskekktustu hlutum landsins áður en það gerist. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir miklu fjármunir sem upp á vantar skili sér sem allra fyrst. Maísmjöl er einkum flutt inn frá Suður-Afríku og það tekur langan tíma að flytja það til landsins og koma því til afskekktra svæða þar sem þörfin er hvað brýnust. Það er skammur tími til stefnu og ef fjárframlög berast ekki á allra næstu vikum mun stór hluti malavísku þjóðarinnar horfa fram á hungursneyð sem mun vara fram í mars á næsta ári. Íslendingar leggja hönd á plóg Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur verið í samstarfi við stjórnvöld í Malaví síðan 1989 og veitt ýmsum þróunarverkefnum stuðning. Má þar helst nefna stuðning við verkefni tengd fiskveiðum, mennta- og heilbrigðismálum. Samstarfsverkefni Þróunar- samvinnustofnunar Íslands eru aðallega í Mangochi- héraði niðri við Malavívatn. Mangochi-hérað er eitt af þeim sextán héruðum sem talið er að verði illa úti í yfirvofandi hungursneyð. Í Monkey Bay í Mangochi búa þrír starfsmenn ÞSSÍ, tveir tæknilegir ráðgjafar við sjúkrahúsið í Monkey Bay sem ÞSSÍ byggði í samstarfi við yfirvöld í Malaví og einn er ráðgjafi við verkefni á sviði fiskveiða. Ástandið í Mangochi- héraði fer óðum versnandi, auk þess að glíma við hungur og önnur landlæg vandamál geisar nú kólerufaraldur í fiskiþorpinu Malembo en einnig hafa komið upp tilfelli í fleiri þorpum. ■ Á BARMI HUNGURSNEYÐAR ÁHYGGJULAUS ÆSKAN Þessir snáðar í þorpinu Chirombo í Mangochi-héraði láta ástandið í landinu ekki hafa mikil áhrif á sig heldur una sér glaðir við leik. MYND/ÞÓRÐUR HJÁLMARSSON ERFITT VERK Það er erfitt verk að flytja eldi- við langar leiðir eins og þessi Zomba-búi ber með sér. MYND/ÞÓRÐUR HJÁLMARSSON MALAVÍ Fréttir berast af fjölskyldum sem hafa ekki efni á því að kaupa maísmjöl á opnum markaði og draga fram lífið á mangóávöxtum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP �������� �������� �������� MALAVÍ ■ Árið 1891 stofnuðu Bretar nýlenduna Nyasaland sem árið 1964 fékk sjálfstæði og kallaðist þá Malaví. Næstu þrjá áratugina stýrði Hastings Banda landinu með harðri hendi en það var fyrst 1994 sem kosningar voru haldnar í Malaví. Í dag ríkir Bingu wa Mutharike yfir Malaví en honum hefur gengið illa að hemja vaxandi spillingu, fólksfjölgun og rányrkju og draga úr fjölgun HIV- smitaðra. Stærð: 118.840 ferkílómetrar, litlu stærra en Ísland. Íbúafjöldi: Rúmar tólf milljónir. Höfuðborg: Lílongve. Staðsetning: Í Austur-Afríku, umkringt Sambíu, Tansaníu og Mósambík. Trúarbrögð: 79 prósent kristnir, 12 prósent múslimar, 9 prósent önnur trúarbrögð. Lífslíkur íbúa við fæðingu: 41 ár. Árleg þjóðarframleiðsla á mann: 600 dalir. Atvinnuvegir og útflutningur: Flestir landsmenn vinna við landbúnað. Helstu útflutningsafurðir eru tóbak, te og sykur. Útlitið er dökkt í Afríkuríkinu Malaví eftir enn einn uppskerubrestinn. Á meðan stjórnmálafor- ingjar landsins bítast um völdin glímir þjóðin við stöðugt vaxandi fæðuskort. Þórður Hjálmarsson, starfsnemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þekkir ástandið í landinu eftir störf sín þar. Það er skammur tími til stefnu og ef fjárframlög berast ekki á allra næstu vikum mun stór hluti malavísku þjóðarinnar horfa fram á hungursneyð sem mun vara fram í mars á næsta ári. Á sama tíma og malavíska þjóðin horfir fram á hungurs- neyð eyða stjórnmálamenn mestum tíma sínum og orku í ásakanir um vanhæfni og spillingu pólitískra andstæðinga sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.