Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 80
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR60 MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Mögnuð innkaup á ebay Að versla á netinu er eitt af því sem tískumeðvitaðar vinkonur mínar hafa gert mikið af upp á síðkastið. Glaðar í bragði hafa þær sannfært mig um að þetta sé málið og mun sniðugra en að eyða tíma í gönguferðir um verslunarkjarna í leit að réttu flíkinni. Þó netinnkaupin heppnist yfirleitt vel getur kaupgleðin breyst í sorg þegar varningurinn skilar sér á Klakann. Að kaupa hluti og föt á netinu er svo sem ekkert öðruvísi en að panta upp úr pöntunarlista. Hér áður fyrr nýtti landinn sér þá þjónustu. Ég hef heyrt af heilu fjölskyldunum sem fengu ný jólaföt upp úr Freemanns listum, en svo var líka vinsælt að kaupa allskonar dót til heimilisins eins og þvottavélar, jólagardínur og mottusett á baðherbergin. Þegar ég var lítil fékk ég bleika Mínu-mús peysu og gallabuxur sem pantað var samviskusamlega upp úr pöntunarlista. Ég var alsæl en skildi hreinlega ekkert í því hvers vegna ég gæti ekki pantað mér eitthvað upp úr pöntunarlista í hverri viku – svo auðvelt var þetta. Ég get oft gleymt mér á netinu við að skoða fallega skó og töskur eftir fræga hönnuði sem mig dreymir um að eignast. Yfirleitt hef ég látið mig nægja að skoða og notið þess að laumast inn í þessar verslanir þegar ég fer til útlanda. Ég held líka að ofsahræðsla við að brotist sé inn á vísa-kortið mitt spili þarna stórt hlutverk, enda er búið að hræða úr manni líftóruna með fréttaflutningi af kreditkortaþjófum sem herja á alnetið. Á dögunum hringdi vinkonan mín í mig alsæl og sagði mér að hún hefði gert innkaup aldarinnar. Eftir langa setu yfir ebay hefði hún fundið ekta Svan eftir Arne og líka Dior sólgleraugu sem hún sá sér ekki fært að lifa án. Ég blessaði kaupin enda fannst mér frábært að geta keypt ekta Svan á 40 þúsund krónur og fengið sólgleraugu nánast með í bónus. Svo leið tíminn. Aldrei kom Svanurinn. Eftir allmargar hringingar til aðalkallanna á ebay hótaði hún þeim öllu illu ef Svanurinn kæmist ekki til Íslands með næstu flugvél. Þeir lofuðu öllu fögru og voru með skotheldar afsakanir á reiðum höndum. Þegar Svanurinn kom loksins til landsins var þetta enginn venjulegur Svanur, þetta var óekta „hormónasvanur“ sem var öllu stærri en hinn upprunalegi eftir Arne og gleymst hafði að geta þess að forlátu Dior-sólgleraugun voru í barnastærð. Þessi saga er vonandi einsdæmi en fólk verður þó að hafa í huga að áhættan er fyrir hendi þegar fjárfest er á netinu. En svo má líka snúa þessu við, því varla er gaman að lifa ef maður tekur aldrei neina áhættu í lífinu. Hún getur bara verið mismikil. Hinn dásamlega rauði varalitur kemur þjótandi inn í aðventu- tískuna á ógnarhraða. Hver stór- starnan á fætur annarri hefur tekið ástfóstri við hinn rauða lit enda er hann sparilegur og gefur vörunum höfðinglegt yfirbragð. Rauði varaliturinn minnir óneyt- anlega á gamla tíma. Þegar heldri konur þessa lands voru ungar var lítið um varaliti en þær björguðu sér með að pressa rauð kaffibréf upp að vörunum svo liturinn myndi smitast yfir því ekki vildu þær vera síðri en kvikmynda- stjörnur þess tíma. Það dugar þó alls ekki að vera bara með rauð- an varalit. Það er nauðsynlegt að vera með rautt naglalakk og þá er Chanel rétta merkið til að versla við enda var Chanel fræg fyrir sinn rauða lit. Útlitið með rauða varalitnum er þó alls ekki allráðandi því á sama tíma kemur græni liturinn sterk- ur inn í eye-linerum. Við þann græna er þó allt of mikið að vera með rauðan varalit og því mun smartara að skarta ljósmáluðum vörum. Engin kvenkyns-vera má heldur gleyma glimmer kreminu frá Guerlain sem borið er á húð- ina til að fá hana til að ljóma ofurfallega. Ungfrú sjöundi áratugur SÖNGKONAN GWEN STEFANIE skartaði dökkrauðum varalit þegar hún skoðaði nýjustu línuna í strigaskóm frá Barney‘s. JESSICA SIMPSON er hrifin af ljósum varalitum og glimmerpúðri en hún leggur megináherslu á augun. ��������������������������� ������������������������ ��������� ������������������������������������������������������� ��������������������������������� ����������� ��� ������������������������������� ���������� ������������������������������������������������������ ������������������������������������� ������������������������������� ������ ����������������������������������� ����������������������������� �������������������������� ������������ ������������� ��������������������� ���������������������������������������� ����������������������� Bindin í strákabúðinni Elvis eru hrikalega flott, töffaraleg og dásamlega gamaldags. Auk þess eru þau sérlega góð við budduna og tilvalin tækifærisgjöf handa flottum strákum. > Töff bindi LJÓSAR VARIR fara vel með grænum eye- liner. Þessi ferskjulitaði gloss frá Gosh fer vel með öllum húðteg- undum. RAUÐAR VARIR mega gjarnan vera glansandi. Þessi gloss er frá Guerlain og er númer 4E01. AÐVENTUFÖRÐUNIN Í ÁR, þykkur grænn eye-liner, glimmerkrem og ljósar varir. ÞÓ VARALITABLÝANTUR- INN megi alls ekki sjást er nauðsynlegt að móta útlínurnar og varalita svo yfir. Þessi blýantur er frá Chanel. CHANEL- RAUÐUR VARALITUR númer 60 færir þér sanna jóla- stemningu. ÞAÐ ER EINS GOTT að vera ekki skjálfhentur þegar þessi eye-liner frá Gosh er borinn á sig. STUNDUM ÞARF EKKERT ANNAÐ en rauðan vara- lit. Jasmine Guinness tekur sig allavega vel út með varalitinn einan og sér. VERTU MEÐ NAGLA- LAKK Í STÍL við varalitinn. Þetta lakk er frá Chanel og er númer 207 og heitir Barcelona Red, það munar ekki um það. BRONSKREM FRÁ GUERLAIN gefur húðinni gylltan blæ og frískar hana upp. Það má bera kremið á fótleggi, hendur, fætur og andlit. Gætið þess bara að dreifa vel úr því svo þið verðið ekki eins og sebrahestar. Spáir þú mikið í tískuna? Maður spáir örugglega að einhverju leyti í tískuna, en ekkert meira en aðrir. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held ég velji mér klassísk föt sem endast vel. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Mér finnst Boss með ágætar vörur. Síðan finnst mér Retro flott verslun. Flottustu litirnir? Ætli það sé ekki svart, hvítt, grænt, brúnt og grátt. Hverju ertu veikastur fyrir? Bindum, mér finnst skemmtilegt að kaupa flott bindi. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér bindi. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ekkert sérstakt. Hvað ætlar þú að kaupa fyrir vet- urinn? Ég geri mér aldrei sérstaklega ferð til að fara og versla. Uppáhaldsverslun? Retro og Boss búðin. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Hef ekki hugmynd. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Gallabuxna. Uppáhaldsflík? Gallabuxurnar mínar. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Ætli ég færi ekki til London eða Kaupmannahafnar. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég veit það ekki. SMEKKURINN: SINDRI SINDRASON FRÉTTAMAÐUR. Klassísk föt sem endast vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.