Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 2

Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 2
2 17. desember 2005 LAUGARDAGUR ��������������� ���������� ����������� ��������� ��������������� ��������������� ����������������� ���������������� ������������� ������������������������ ���������������������� ����������� ������������� ��� ��������������� ������ ��� ������������� �������������� �������� �� ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SVÍÞJÓÐ Brynvarinn peninga- flutningabíll á vegum Securitas var rændur skammt fyrir utan Södertalje í Svíþjóð í gærmorgun. Bíllinn var sprengdur upp en ekki er ljóst hvort ræningjarnir höfðu eitthvað upp úr krafsinu. Að minnsta kosti tveir grímu- klæddir menn á tveimur bílum stöðvuðu peningaflutningabíl- inn, skutu nokkrum skotum og neyddu öryggisverðina til að yfir- gefa flutningabílinn áður en þeir sprengdu sér leið inn í hann. Vefútgáfa Dagens Nyheter sagði í gærmorgun að eldur hefði kvikn- að í báðum bílum ræningjanna en þeir yfirgáfu ránstaðinn á þriðja bílnum. Peningaflutningabíllinn er gjörónýtur. Öryggisverðirnir voru fluttir á sjúkrahús en eru ekki taldir mikið slasaðir. Talsmaður Securitas sagði að ekki hefðu verið miklir peningar í bílnum. Upphæðir sem fluttar væru í bílum á borð við þennan hefðu verið minnkaðar mikið upp á síðkastið. Ekki er langt síðan annar peningaflutningabíll á vegum Securitas var rændur í Svíþjóð. Í kjölfarið fóru öryggisverð- ir í verkfall og kröfðust ýmissa umbóta, til dæmis að peninga- töskur yrðu útbúnar málningar- sprautu sem eyðilegði peningana ef óviðkomandi reyndu að opna þær. - ghs Enn eitt vopnað rán framið í Svíþjóð: Sprengdu sér leið inn í bílinn SÆNSKA LÖGREGLAN Brynvarinn peningaflutningabíll var rændur fyrir utan Södertalje í Svíþjóð í gærmorgun. Ekki er ljóst hvort ræningjarnir höfðu eitthvað upp úr krafsinu. SAMFÉLAGSMÁL Sævar Arnfjörð, sem búið hefur í tjaldi í Öskjuhlíð síðustu fimm mánuði, er kominn í húsaskjól og mun því ekki eyða jólunum í tjaldinu. Hann fékk óvænta heimsókn í gærmorg- un frá Sigursteini Mássyni for- manni Öryrkjabandalags Íslands. Honum var svo brugðið við frétt Fréttablaðsins í fyrradag um aðstæður Sævars að hann vildi tjá honum sjálfur að ráðin yrði bót á högum hans. „Ég hef látið kanna það og umsókn þín um íbúðarpláss er ekki að finna hjá okkur og orsök- in kann að vera sú að ekki hafi öll gögn fylgt henni og því hafi hún fallið úr gildi þar sem hún var ekki endurnýjuð en það þarf að endurnýja hverja umsókn árlega,“ sagði Sigursteinn þegar Sævar var kominn úr tjaldi sínu kaldur eftir frostnótt. „Það er nú forgangsmál að þér verði fundið húsaskjól svona til bráðabirgða og síðan vinnum við að því að finna framtíðarlausn á þínum málum því fólk á ekki að þurfa að búa við aðstæður sem þessar,“ sagði Sigursteinn og hýrnaði þá yfir Sævari. Ekki var setið við orðin tóm heldur fóru þeir tvímenningar á skrifstofu Öryrkjabandalags- ins þar sem Sævar fyllti út nýja umsókn. „Heimilisfang? Á ég ekki bara að skrifa Öskjuhlíð?“ spurði Sævar kankvís þegar hann var að fylla út umsóknina. Að því loknu var honum fund- ið pláss á gistiheimili og gekkst Öryrkjabandalagið í ábyrgð fyrir greiðslum. Sigursteinn sagði að Sævar fengi styrk til að standa straum af þeim kostnaði. Þangað fór Sævar svo í gærkvöldi með sitt hafurtask. Fleiri en Sigursteinn tóku við sér vegna fréttarinnar um Sævar. Valgeir Pétursson, verk- efnastjóri á ráðgjafarsviði Rík- iskaupa, er annar þeirra sem boðist hafa til þess að borga gist- ingu fyrir Sævar svo hann gæti notið jólanna innandyra. „Ég hef stundum látið eitthvað af hendi rakna fyrir jólin og mér finnst þetta mjög aðkallandi,“ segir Valgeir. Sævar var mjög ánægður með framgang Sigursteins í hans málum og klökknaði þegar hann heyrði af viðbrögðum Val- geirs. „Ég er ekki vanur svona, ég reyndi að finna einhverja leið í kerfinu en svo er ég orðinn svo lúinn að ég hef bara einangrað mig og finnst ég ekki lengur til- heyra þessu samfélagi,“ sagði hann. jse@frettabladid.is Tjaldið tekið niður Formaður Öryrkjabandalagsins brást skjótt við vanda Sævars sem er nú kom- inn á gistiheimili meðan unnið er að framtíðarlausn. Starfsmaður Ríkiskaupa hefur boðist til að borga gistingu fyrir hann yfir jólin. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR HÚSNÆÐISFULLTRÚI OG SÆVAR ARNFJÖRÐ Kristín leiddi Sævar í genum umsóknina á skrifstofu Öryrkjabandalagsins í gær. Síðan var gengið frá því að finna honum gistingu á gistiheimili meðan mál hans eru í vinnslu. SPURNING DAGSINS Guðbrandur, er komið annað hljóð í strokkinn? „Já, í haust var hálfgert tómahljóð en það er óðum að hverfa.“ Mjólkurframleiðsla hefur tekið kipp að undan- förnu og ekki er lengur hætta á mjólkurskorti eins og útlit var fyrir í lok september. Guð- brandur Sigurðsson er forstjóri Mjólkursam- sölunnar. VIÐSKIPTI Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur hefur ákveðið að óska eftir til- boði frá fjárfestum í þrettán prósenta hlut fyrirtækisins í Jarðborunum. Þetta var samþykkt einróma á stjórn- arfundi í gær og rennur tilboðsfrest- urinn út 10. janúar á næsta ári. Stærsti hluthafinn í Jarðbor- unum, Atorka Group, hefur sem kunnugt er lagt fram yfirtökutilboð í Jarðboranir og stefnir að því að taka félagið af markaði. Ákvörð- un OR er talin setja yfirtökuáform Atorku í uppnám. „Það hefur komið fram hærra verðmat en tilboðið hljóðaði upp á og þá þótti mönnum ekki annað hægt en að láta á það reyna hvort einhverjir væru tilbúnir að greiða hærra verð en boðið hafði verið,“ segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar. Greiningardeild KB banka hefur gagnrýnt tilboðsverðið frá Atorku og mælt með því að hluthafar í Jarð- borunum gangi ekki að tilboðinu. Bankinn telur að bréf í Jarðborun- um séu um fjórðungi verðmeiri en tilboðsverðið hljóði upp á. Ef Orkuveitan hefði gengið að yfirtökutilboði Atorku hefði hún fengið um 1,3 milljarða króna fyrir hlut sinn, sem greitt er með hluta- bréfum í Atorku. Innan stjórnar OR eru menn ekki á eitt sáttir við að Atorka reiði fram hlutabréf í sjálfu sér í skiptum fyrir bréf í Jarðbor- unum. Á móti vill Orkuveitan ekki festast inni í Jarðborunum með óvirkan hlut ef Atorka nær ráðandi meirihluta, það er meira en 67 pró- sent atkvæða. - eþa JARÐBORANIR Yfirtaka Atorku Group á Jarðborunum tók óvænta stefnu í gær. Yfirtökuáform Atorku Group á Jarðborunum taka óvænta stefnu: Orkuveitan leitar eftir tilboðum KJARAMÁL Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta nýjan kjarasamning við borgina en meðlimir stéttarfélagsins Eflingar höfðu áður samþykkt sama samn- ing. Um 40 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og reyndust 94 prósent þeirra samþykkir en aðeins fimm prósent á móti. Samningur- inn tryggir talsverða kjarabót fyrir þá sem lægst hafa launin og hefur hann víða mælst vel fyrir. ■ Starfsmannafélag Reykjavíkur: Samningar samþykktir KÁRAHNJÚKAR Langflestir útlending- anna sem starfa á Kárahnjúkum fara heim um jólin. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segir að útlendingarnir hafi verið sendir heim smám saman og þeir síðustu verði sendir heim með breið- þotu frá Egilsstöðum um helgina. „Helmingurinn af útlendingunum fer heim í jólafrí. Eftir verða rúm- lega 300 manns af 1.200. Einhverjir af Kínverjunum fara heim en marg- ir þeirra halda áfram að vinna því að það eru ekki jól hjá þeim. Það er reynt að hafa eins fámennt á Kára- hnjúkum og hægt er,“ segir hann. Íslensku verktakafyrirtækin loka starfsemi sinni á Kárahnjúkum um og eftir helgina og hafa lokað fram yfir áramót. - ghs Útlendingar á Kárahnjúkum: Heim í jólafrí um helgina FASTEIGNIR Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í nóvem- ber hækkaði um 3,1 prósent frá október og hefur aldrei verið hærri. Kemur það fram í saman- tekt Fasteignamats ríksins. Þetta er meiri hækkun en sést hefur undanfarna mánuði og kemur á óvart: „Þetta er töluvert umfram væntingar markaðs- aðila sem og Greiningardeildar en teikn höfðu verið á lofti um minnkandi spennu á markaðin- um auk þess sem heldur hafði dregið úr hækkunarhraða fast- eignaverðs á síðustu mánuðum,“ segir í hálf fimm fréttum KB banka. Bankinn býst við að dragi úr umsvifum á fasteignamarkaði á næstunni. Sérbýli hækkaði um fimm pró- sent á milli mánaða en fjölbýli minna eða um 2,5 prósent. Vísitalan hefur hækkað um tæp fimm prósent síðastliðna þrjá mánuði, 8,5 prósent síðast- liðna sex mánuði og 35,5 prósent á síðustu tólf mánuðum. - eþa Íbúðaverð í sögulegu hámarki: Fasteignir hækka í verði Á KÁRAHNJÚKUM Helmingur erlendu starfsmannanna fer heim um jólin. Breið- þota fer frá Egilsstöðum um helgina. SJÁVARÚTVEGUR Stjórnlausum veiðum úr kolmunnastofninum lauk í gær þegar undirritaður var samningur strandríkjanna um stjórn veiðanna en Íslend- ingar eru aðilar að samkomu- laginu. Íslendingum verður heim- ilt að veiða 352 þúsund tonn á næsta ári en heildarveiðistofn- inn er um 2 milljónir tonna. Er um mikinn áfanga að ræða að mati Landssambands íslenskra útvegsmanna enda hafa gegnd- arlausar veiðar úr stofninum undanfarin ár stefnt honum í hættu. - aöe Samningur um kolmunnann: Stjórnlausum veiðum lokið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.