Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 4
4 17. desember 2005 LAUGARDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 16.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,16 62,46
Sterlingspund 110,07 110,61
Evra 74,57 74,99
Dönsk króna 10,007 10,065
Norsk króna 9,346 9,402
Sænsk króna 7,855 7,9018
Japanskt jen 0,5344 0,5376
SDR 89,65 90,19
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
104,7986
BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópu-
sambandsríkjanna 25 nálguðust í
gærkvöld samkomulag um lang-
tímafjárlög sambandsins, vitandi
að í húfi væri trúverðugleiki sam-
bandsins sem stofnunar. Hillti
undir að hnúturinn sem fjárlaga-
deilan var komin í leystist með
því að Bretar féllust á að greiða
meira til sameiginlegra sjóða
sambandsins gegn því að landbún-
aðarstyrkjakerfi þess yrði stokk-
að upp.
Deilan skipti aðildarríkjunum í
tvær fylkingar. Fyrir annarri fór
brezki forsætisráðherrann Tony
Blair en franski forsetinn Jacques
Chirac fyrir hinni.
„Við erum á góðri leið að finna
lausn,“ sagði Jean-Claude Junc-
ker, forsætisráðherra Lúxem-
borgar, í fundarhléi í höfuðstöðv-
um ráðherraráðs ESB í Brussel í
gærkvöld. „Nú þurfa sendinefnd-
irnar bara meiri tíma til að melta
tillögurnar,“ sagði hann með vísun
til nýjustu málamiðlunartillagna
Breta, sem gegna ESB-formennsk-
unni til áramóta. Stjórnarerind-
rekar á fundinum höfðu áður sagt
að það gæfi tilefni til bjartsýni að
brezka formennskan skyldi leggja
fram nýja málamiðlunartillögu.
Fulltrúar Breta höfðu varað við
því að þeir myndu sleppa því að
hafa fyrir því að leggja fram nýja
slíka tillögu ef samkomulag virtist
of fjarri.
Sænski forsætisráðherrann Göran
Persson var hins vegar ekki eins
bjartsýnn. Hann mat líkurnar á
samkomulagi „50/50“. „Ég er örlít-
ið svartsýnni en ég var í gær,“
sagði hann.
Kjarni deilunnar snýst um að þrýst
er á að skornar verði niður endur-
greiðslur sem Bretar hafa fengið
úr sameiginlegum sjóðum ESB frá
því Margaret Thatcher tókst að
semja um þær fyrir tveimur ára-
tugum. Á móti krefjast Bretar þess
að landbúnaðarstykjakerfi ESB
verði stokkað upp ekki seinna en
2008-2009 (það gleypir að óbreyttu
43% allra útgjalda ESB) en Frakk-
ar eru mjög andsnúnir því.
Náist ekkert samkomulag er óvíst
að það takist heldur á næstu miss-
erum. Það myndi grafa enn frek-
ar undan trúverðugleika ESB, en
hann varð fyrir áberandi hnekki
fyrr í ár er kjósendur í Frakk-
landi og Hollandi höfnuðu stjórn-
arskrársáttmála sambandsins í
þjóðaratkvæðagreiðslum.
audunn@frettabladid.is
Sátt í fjárlagadeilu
sögð vera í nánd
Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær var unnið hörðum höndum
að því að ná sáttum um langtímafjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007-2013.
Lausn var sögð í nánd.
BLAIR OG CHIRAC Forsætisráðherrar Bretlands og Frakklands ræða saman á leiðtogafundinum í Brussel. Fréttablaðið/AP
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt að víkka út rannsóknina á
morðinu á Rafik Hariri, fyrrver-
andi forsætisráðherra Líbanons.
Hins vegar var ekki samþykkt
að setja á laggirnar alþjóðlegan
dómstól í tengslum við málið, eins
og líbönsk stjórnvöld óskuðu eftir.
Sýrlendingar hafa verið ásakaðir
um morðið á Hariri, sem ráðinn
var af dögum í febrúar síðastliðn-
um, en þeir hafa ávallt neitað allri
aðild að tilræðinu.
Öryggisráðið lýsti í fyrrakvöld
yfir áhyggjum sínum af því hversu
litla samvinnu Sýrlendingar hafa
sýnt við rannsókn málsins. ■
Morðið á Rafik Hariri:
Umfang rann-
sóknar aukið
JOHN BOLTON Sendiherra Bandaríkjanna
hjá SÞ gagnrýndi sýrlensk stjórnvöld á
fundi öryggisráðsins í vikununni.
FJÖLMIÐLAR Árvakur hf., útgáfufé-
lag Morgunblaðsins, hefur keypt
helmingshlut í Ári og degi ehf.,
sem gefur út Blaðið. Ritstjóri
Blaðsins segir að í kjölfar breyt-
inganna blási Blaðið til sóknar.
Kaupin voru samþykkt á
hluthafafundi Árs og dags í gær,
en í nýrri stjórn eiga sæti tveir
fulltrúar Árvakurs og tveir frá
Ári og degi.
„Þetta styrkir Blaðið mjög
í allri samkeppni, innviðirnir
verða styrkari og við blásum
væntanlega til sóknar á næst-
unni,“ segir Karl Garðarsson,
framkvæmdastjóri Árs og dags
og ritstjóri Blaðisins. Hann gerir
ráð fyrir því að dreifing blaðsins
verði aukin og hugað að morg-
undreifingu. „Fyrir blaðið er
þetta mjög gott skref. Við munum
leita að sjálfsögðu leita eftir sam-
legðaráhrifum blaðanna og nýta
okkur ákveðna hluti frá Morgun-
blaðinu.“ Karl segir félögin hins
vegar vera aðskilin og ritstjórnir
blaðanna líka. „En við prentum
áfram hjá Morgunblaðinu sem
er stór kostnaðarliður í rekstri
dagblaða. Við munum skoða hluti
eins og ritstjórnarkerfi og síðan
má skoða að samstarf um ljós-
myndun að hluta.“ Þá segir Karl
einnig koma til greina samstarf
á sviði auglýsingasölu. „En það
er hlutur sem á alveg eftir að
skoða.“
Í nýrri stjórn Árs og dags eiga
sæti Sigurður G. Guðjónsson
stjórnarformaður, Hallgrímur B.
Geirsson varaformaður stjórnar
og svo Guðbrandur Magnússon
og Steinn Kári Ragnarsson.
- óká
Ritstjóri Blaðsins boðar sókn í kjölfar eigendaskipta á útgáfufélagi þess:
Mogginn kaupir hálft Blaðið
FORSVARSMENN BLAÐSINS Sigurður G.
Guðjónsson stjórnarformaður og Karl
Garðarsson ritstjóri greindu starfsmönnu
Blaðsins frá breyttu eignarhaldi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
MATVÖRUMARKAÐUR Stjórn Neyt-
endasamtak-
anna telur
óásættanlegt
að matvöru-
verð á Íslandi
sé 42 prósent-
um hærra en
að meðaltali í
E SB -löndun-
um 15 og krefst
þess að stjórn-
völd grípi til
aðgerða til að
verð og fram-
boð á matvæl-
um verði sambærilegt við aðrar
þjóðir.
Neytendasamtökin vilja að toll-
ar verði felldir niður á innfluttum
búvörum og innflutningskvótar
aflagðir, virðisaukaskatttur og
vörugjöld og tollar á aðrar mat-
vörur verði lækkaðir eða felldir
niður, viðskiptahættir á smásölu-
markaði verði rannsakaðir og
virk samkeppni tryggð. - ghs
Neytendasamtökin:
Viðskiptahætt-
ir rannsakaðir
JÓHANNES
GUNNARSSON
Telur verð á matvöru
vera óásættanlegt.
FRÍVERSLUN Utanríkisráðherra und-
irritaði á fimmtudag fyrir Íslands
hönd víðtækan fríverslunarsamn-
ing EFTA-ríkjanna við Suður-
Kóreu þar sem meðal annars er
kveðið á um fulla fríverslun með
almennar framleiðsluvörur.
Búist er við að samningurinn
færi Íslendingum mikinn ávinn-
ing þar sem allir tollar munu falla
niður af mikilvægum útflutnings-
vörum, svo sem sjávarafurðum,
vélbúnaði og ýmsum plastvörum.
Suður-Kórea er þriðja stærsta
hagkerfi í Asíu og árið 2004 námu
viðskipti landsins við EFTA um 167
milljörðum íslenskra króna. - sh
Fríverslun við Suður-Kóreu:
Vörutollar
felldir niður
HEILBRIGÐISMÁL Æðaskurðlækn-
ingafélag Íslands fordæmir
harðlega uppsögn Stefáns E.
Matthíassonar, yfirlæknis æða-
skurðlækningadeildar við Land-
spítala-háskólasjúkrahús sem sagt
var upp störfum vegna óhlýðni við
yfirmenn á spítalanum,
Telur félagið að með þessari
ákvörðun sé mikið og stórt skarð
höggvið í æðaskurðlækningar hér
á landi enda Stefán með mikla
reynslu og unnið farsælt starf
um árabil. Er skorað á stjórnend-
ur spítalans að endurskoða þessa
ákvörðun og þess farið á leit við
Læknafélagið og ráðherra heil-
brigðismála að þeir hlutist til um
farsæla lausn á málinu. ■
Æðalækningafélag Íslands:
Fordæma upp-
sögn Stefáns