Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 8
8 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Ungur maður sýknaður: Yfirheyrður löngu eftir árás VEISTU SVARIÐ 1 Hvað hefur Sævar Arnfjörð búið lengi í tjaldi í Öskjuhlíð? 2 Hvar er leiðtogafundur Evrópusam-bandsins haldinn? 3 Hvað heitir ríkisskattstjóri? Skíði, skór, bindingar 15% pakkaafsláttur ������������ �������������� �������������� ������������������������������������������� ������������ �������� ��� ������������������������ ����� �������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������� ������������ �������������� ������������������� DÓMSMÁL 21 árs gamall maður hefur verið sýknaður af árás á mann á svipuðum aldri fyrir utan skemmtistað í Reykjavík vorið 2003. Fallið var frá ákæru á hendur tveimur, en hópur manna réðist á einn sem hlaut margvísleg meiðsli. Héraðsdómur gerir nokkr- ar athugasemdir við rannsókn lögreglu. Fram kemur að sá lamdi hafi gefið lögreglu upp símanúmer forsprakka árásarinnar, en ekki hafi tekist að hafa upp á notanda númersins. Þá var sá sem ákærð- ur var ekki yfirheyrður fyrr en fjórtán mánuðum eftir árásina. - óká STJÓRNMÁL Árni Magnússon félags- málaráðherra bar dóm Hæstaréttar yfir Valgerði Bjarnadóttur fyrrver- andi jafnréttisstýru undir samráð- herra sína á ríkisstjórnarfundi í gær. Árni kveðst taka dóminn mjög alvarlega, en Hæstiréttur dæmdi Valgerði sex milljóna króna bætur þar eð félagsmálaráðherra hefði brotið á rétti hennar samkvæmt stjórnsýslulögum. „Ég er satt best að segja miður mín yfir þessum dómi. Ég tali mig vera að vinna þetta mál samkvæmt lögum og reglum sem um slík mál gilda og eftir bestu samvisku og sannfæringu. Það hefði aldrei komið til greina af minni hálfu að brjóta vísvitandi á mínum starfsmanni, hvað þá að brjóta lög. Þannig að þessi niðurstaða kom mér mjög mikið á óvart.“ Árni kveðst hafa búist við því að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms þar sem hann var sýknaður af kröfum Valgerðar. „Þetta er hins vegar niðurstaðan og ég að sjálfsögðu horfist í augu við hana , tek mark á henni og þarf að læra af henni. Og það þurfa fleiri að læra af henni. Það gildir um okkur öll sem erum í þess- ari stöðu að dómurinn er leiðbeinandi um aðstæður sem þessar.“ Árni kveðst hafa óskað Valgerði velfarnaðar í sínum störfum. „Hún hafði fullnaðarsigur í málinu og ég viðurkenni þann sigur. Henni voru dæmdar bætur sem hún fær að sjálf- sögðu greiddar,“ segir félagsmála- ráðherra. - jh Félagsmálaráðherra ræðir hæstaréttardóm yfir sér á ríkisstjórnarfundi: Kveðst miður sín yfir dómnum ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA „Ég er satt best að segja miður mín yfir þessum dómi.“ DÓMSMÁL Guðbjartur J. Sigurðs- son, 54 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til mann- dráps. Guðbjartur skar á háls leigubílstjóra í vesturbæ Reykja- víkur aðfaranótt þriðjudagsins 27. júlí í fyrra. Hann var einnig dæmdur til að greiða leigubíl- stjóranum rúmlega 1,3 milljón- ir króna í bætur og annað eins í málskostnað. Guðbjartur var á fylleríi með þremur öðrum en átti að borga fyrir bílinn á áfangastað. Þess í stað skar hann bílstjórann á háls. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær kemur fram að skurðurinn hafi verið 18 sentímetra langur og sáralitlu hafi mátt muna að áverkinn yrði lífshættulegur. Dómurinn segir árásina hafa verið tilefnislausa og valdið leigubílstjóranum verulegu tjóni, sérstaklega á sálinni, en einnig líkama. „Ekki er neitt vitað hvað ákærða gekk til með verknaði sínum en ljóst er að hann átti ekk- ert sökótt við árásarþola. Ráða má af rannsókn á geðheilbrigði ákærða að miklar hegðunarbreyt- ingar verða á honum samfara áfengisneyslu,“ segir í dómnum. Ásgeir Elíasson, leigubílstjór- inn sem fyrir árásinni varð, seg- ist að vonum feginn að dómur hafi farið á þennan veg í málinu. „Þetta sýnir að kerfið virkar,“ segir hann og kveður trú sína á réttarkerfið hafa styrkts. „En ég var orðinn beggja blands í rest- ina en var þó búinn að tönnlast á því allan tímann að réttlætið myndi sigra að lokum.“ Ásgeir segir sér ganga ágætlega að fóta sig eftir árásina enda hafi hann notið og njóti enn stuðnings bæði fjölskyldu og góðra vina. „Og það skiptir öllu. Maður er farinn að stunda vinnu með góðum vinnu- félögum.“ Þegar Guðbjartur framdi verknaðinn stóð hann fyrir utan leigubifreiðina en félagi hans inni í bílnum kallaði til hans að hann ætti að borga. Tveir voru farnir inn. Ásgeir sá Guðbjart nálgast með hönd í vasa og renndi niður bílrúðunni. Svo leit hann af honum en fann þá skyndilega hita leggja niður háls sér og niður á brjóst- kassa um leið og undrunarsvip- ur kom á þann sem í bílnum sat. Ásgeir lagði hönd yfir sárið, stökk út úr bílnum og hljóp að nærliggj- andi húsi og kallaði til lögreglu. Guðbjartur lagði hins vegar á flótta á tveimur jafnfljótum. olikr@frettabladid.is Dæmdur í 5 ára fangelsi Maður sem skar leigubílstjóra á háls í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrasumar hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Bílstjórinn slapp naumlega. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Guðbjartur J. Sigurðsson, sem í gær var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun, sést hér yfirgefa réttarsal Héraðsdóms Reykjavíkur þegar þar var fyrst réttað í málinu í byrjun ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÍNA Að minnsta kosti 35 manns fórust og á annan tug eru slasaðir eftir að eldur kom upp í fjögurra hæða sjúkrahúsi í norðausturhluta Kína í fyrrakvöld. Fjöldi fólks reyndi að bjarga sér með því að henda sér út um glugga sjúkrahússins til að forða sér frá eldinum. Öll fórnarlömbin voru sjúklingar á sjúkrahúsinu. Yfir 220 þúsund brunar hafa orðið víða um landið á fyrstu ell- efu mánuðum ársins og hafa þeir orðið um tvö þúsund manns að bana. Eldsvoðum hefur þó fækkað á milli ára. ■ Stórbruni á sjúkrahúsi í Kína: Sjúklingar brunnu Í LJÓSUM LOGUM Yfir 220 þúsund brunar hafa orðið í Kína á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.