Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 12

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 12
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Útgáfuhóf Fjölmenni var í útgáfuteiti sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor efndi til á heimili sínu við Hringbraut (í húsi Kjartans Gunnarssonar) á fimmtudags- kvöld í tilefni þess að þriðja bindið, lokabindið, í ævisögu Halldórs Laxness er komið út. Fyrsta bindið olli sem kunnugt er heitum deilum sem ekki sér fyrir endann á, en annað bindið, sem kom út í fyrra, mæltist almennt vel fyrir. Líklegt er að sama gildi um loka- bindið, sem er efnisríkt og stórfróðlegt. Leynir sér ekki að höfundurinn er mikill aðdáandi Laxness. Bindin þrjú eru viðamesta samfellda ritið um ævi og verk Laxness, sannkallað afrek, og enginn sem vill kynna sér sögu skáldsins getur horft framhjá því. Áhrifamenn Hannes Hólmsteinn hefur í tímans rás stofnað til kynna við ýmsa áhrifamenn í þjóðfélaginu og ekki vantaði að í boðinu væru ráðherrar og þingmenn, svo sem Björn Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson og Birgir Ármannsson. Þarna var líka Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, og fyrirrennari hans, Birgir Ísleifur Gunnarsson, enda situr prófessorinn í bankaráðinu. Forstjórar fyrirtækja virtust fleiri fyrrverandi en núverandi, flestir af svokölluðu Kolkrabba- kyni, og segir það kannski sitt um þjóðfélagsþróunina. Ekki voru þarna eintómir sjálf- stæðismenn því meðal þeirra sem samfögnuðu Hannesi voru Samfylkingarfélagarnir Margrét S. Björnsdóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson og frægasti hægrikrati landsins, Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður. Og þarna var réttlætið holdi klætt: Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Trúnaður? Dagbækur Kristjáns Eldjárn, fyrrver- andi forseta, eru efniviður nýrrar bókar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræð- ings. Það hefur komið ýmsum stjórn- málamönnum á óvart að forsetinn skuli hafa skráð nákvæmlega ýmis einkasamtöl um viðkvæm efni. Tala sumir þeirra um að þetta hafi átt að vera algjör trúnaðarsamtöl. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á fundi á Sólon á miðvikudaginn að það kæmi sér ekki á óvart ef birting þessara gagna myndi í framtíðinni hafa áhrif á það hvernig menn töluðu við forseta Íslands við stjórnarmyndanir. gm@frettabladid.is Í Blaðinu á fimmtudaginn er viðtal við varaþingmann Sam- fylkingarinnar þar sem hann kvartar yfir því að frjálslyndi nútímans sé að færa okkur „á vit miðalda“. Þetta segir maðurinn jafnframt því sem hann hampar kirkjunni og kristnum gildum. Nú er kannski ekki hægt að ætl- ast til þess að fólk sem tjáir sig í opinberri umræðu hafi vit á því sem það er að tala um, hvað þá ef stjórnmálamenn eru á ferð. Í allri vinsemd vil ég þó benda mann- inum á að sækja þó ekki væri nema 0-áfanga í miðaldafræði og ætti það að nægja til þess að sýna honum fram á að hann átti marga skoðanabræður á þeim tíma, mun fleiri en frjálslynt fólk nú á dögum. Önnur villa sem varaþing- maður gerir að grundvelli sinna kristnu gilda kemur beint frá kristnum íhaldsmönnum í Banda- ríkjunum sem halda því fram að vegið sé að jólunum með þessum nútímalegu áherslum á fjölmenn- ingarsamfélagið. Nú megi ekki óska fólki lengur gleðilegra jóla heldur verði að segja „gleðileg- ar hátíðir“. Sá siður mun raunar einkum vera tekinn upp af tilits- semi við gyðinga, sem halda upp á Hanukkah á svipuðum tíma. Það er hins vegar greinilegt að krata- foringinn óttast það að sú tillits- semi muni jafnvel ná til fleiri semíta. Það má auðvitað ekki. Málsvörn varaþingmanns- ins fyrir eignarhaldi kristinna manna á jólunum er hins vegar á misskilningi byggð. Það er ekki hægt að stela frá fólki því sem það hefur aldrei átt og jólin hafa aldrei verið neitt sérstaklega kristin hátíð. Sá siður að halda vetrarsól- stöðuhátíðir er ævaforn. Nor- ræna orðið jól og enska orðið yule voru t.a.m. notuð yfir slíkar miðs- vetrarhátíðir löngu fyrir kristni- töku. Í norrænum ritum er talað um að „drekka jól“ sem bendir til veisluhalds. Ekki er ljóst að slík hátíð hafi haft trúarlegt innihald í heiðnum sið en það er þó líklegt, miðað við það sem við þekkjum til annars staðar. Í Rómaveldi var t.d. frá fornu fari haldin hátíð til heiðurs guðinum Satúrnusi frá 17. til 23. desember. Þessi hátíð var nefnd Saturnalia. Í íslenskum miðaldaritum var Satúrnus kall- aður Freyr og sérstætt að hugsa til þess að jólin í þeirri mynd sem við þekkjum þau hafi upphaflega verið Freyshátíð. Með landvinningum sínum í austri á 1. öld f. Kr. komust Róm- verjar í kynni við trúarbrögð þar sem slíkar hátíðir voru tengdar við fæðingu guðs. Þar er merkastur persneski guðinn Míþras en hann átti að hafa fæðst 25. desember. Slíkt er auðvitað eðlilegt þegar um sólguð er að ræða, að hann sé talinn fæðast við vetrarsólstöður. Meðal áhangenda Míþrasar voru keisararnir Nero og Commodus. Míþras var tignaður víða í Róma- veldi þar til kristni var lögtekin þar á 4. öld. Aurelianus Rómark- eisari, sem var við völd 270-275, vildi sameina þessar sólstöðuhá- tíðir Saturnalia-hátíðinni. Úr varð fæðingardagur sólarinnar ósigr- andi (dies natalis Solis invicti) sem haldinn var hátíðlegur 25. desember. Á hinn bóginn höfðu kristnir menn ekki ákveðnar hugmynd- ir um fæðingardag Jesú og ekki þótti sérstök ástæða til að halda upp á hann. Ýmsir dagar voru þar nefndir til, ekki síst á vordögum enda mátti ráða af guðspjöllun- um að Kristur hefði fæðst þá. Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan hins vegar ýmsa forna helgidaga. Þar á meðal var fæðingarhátíð frelsarans sem tengd var hátíða- höldunum á degi sólarinnar. Á 5. öld var 25. desember opinberlega lýstur fæðingardagur Jesú af hálfu kirkjunnar í Róm. Þá hófst sá miðaldasiður að kristnir menn tóku að einoka jólin. Jólahátíðin er því sambland af fornri trú á persneskan sólguð, hátíð helgaðri rómverskum frjó- semisguð og fæðingarhátíð sól- arinnar en allir þessir þræðir tengdust síðan í hátíð sem helguð er spámanni af gyðingaættum. En áður en sú hátíð kom til sögunnar drukku Íslendingar jól og munu líklega gera það um langan aldur. Þessi þversögn, sem mætti jafn- vel kalla „kontrapunkt í lífinu“, truflar líklega fæsta sæmilega umburðarlynda kristna menn í því að halda upp á jólin ásamt ásatrúarfélaginu, sem vissulega á þó meiri hefðarrétt til þessarar hátíðar. Forvitnilegt verður að sjá hvaða illsku kristnir íhaldsmenn á Íslandi reyna næst að heimfæra upp á fjölmenningarsamfélag- ið. Er það kannski móðgun við kristna trú að kenna börnum að til séu fleiri jólasveinar en ameríski coca-cola sveinninn? Þegar kristna íhaldströllið stal jólunum Í DAG FJÖLMENNINGAR- SAMFÉLAG SVERRIR JAKOBSSON AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um verð á matvörum á Norðurlöndum miðað við nokkur önnur lönd í Evrópu hefur vakið miklar umræður hér vegna þess hve Ísland sker sig úr varðandi hátt verð á þessum vörum. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þessar staðreyndir eru lagðar á borðið og vekja mikla athygli, því árið 2001 gáfu samkeppnisyfirvöld út ítarlega skýrslu um matvörumarkaðinn sem sýndi að verð hér var yfirleitt hærra en í viðmiðunarlöndunum. Það hefur löngum verið talað um að það séu íslensku landbún- aðarvörurnar fyrst og fremst sem valda þessum mikla verðmun en þarna kemur líka fleira til, svo sem mikil samþjöppun versl- ana á matvörumarkaði á síðustu árum. Sú þróun hefur reyndar líka átt sér stað annars staðar á Norðurlöndum en þar virðist vera meira jafnræði með keppinautum en hér, þar sem sama fyrirtækjasamstæða er með um og yfir helming af matvöru- markaðnum, og því er ábyrgð forráðamanna Haga mikil í þess- um efnum. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppi- nautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Það sér hver heilvita maður að fyrirtækin eru að gefa með mjólkinni þegar lítrinn er seldur á aðeins nokkrar krónur. Auðvitað notfæra neytendur sér þetta, en þegar upp er staðið tapa allir á svona tiltækjum. Það er hins vegar þakkarvert að lágvöruverslanir á matvörumarkaði og fleiri verslanakeðjur sem hafa teygt anga sína víða um land eru með sama verð á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Þetta hefur skipt sköpum fyrir landsbyggðarfólk eins og dæmin sanna, svo sem eins og á Ísafirði. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppi- nautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Almennt er viðurkennt að íslenskar landbúnaðarvörur séu góðar, þótt verðið mætti vera lægra. Á móti kemur að margir eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir vörur sem framleidd- ar eru hér innanlands heldur en innfluttar vörur. Við Íslendingar verðum að geta brauðfætt okkur og vera ekki upp á aðra komnir með nauðsynlegustu matvæli. Það er hlutur stjórnvalda að sjá til þess. Þau verða líka að hafa kjark til þess að veita landbúnað- inum réttmætan stuðning, líkt og gert er í löndum nær og fjær. Menn býsnast oft yfir stuðningi við landbúnaðinn hér á landi, sem stundaður er við erfiðar aðstæður uppi undir heimskauts- baug, en ef grannt er skoðað er stuðningurinn meiri hlutfalls- lega í sumum af mestu landbúnaðarlöndum álfunnar. Stuðning- ur við landbúnað í Frakklandi er ótrúlega mikill, því samkvæmt nýjum tölum eru allt að níutíu prósent af meðaltekjum franskra bænda beinir styrkir. Þeir eru að vísu mjög mismunandi eftir greinum og auðvitað fá þeir stærstu og ríkustu mest í sinn hlut. Albert Mónakófursti er þar ekki undanskilinn með tugi milljóna í landbúnaðarstyrk á hverju ári. Meginatriðið í þessu öllu er að matvöruverð hér verður að lækka, neytendur sætta sig ekki við að einstakar vörur hér séu margfalt dýrari en í nágrannalöndunum. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Mikill verðmunur er á neysluvörum hér og í nágrannalöndunum. Matarverð verður að lækka Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.