Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 16

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 16
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Það eru ekki bara íslenskar konur sem eru fallegar. Garðar Thor telst flestum mönnum mynd- arlegri. Sumir myndu kannski láta sér það nægja, en Garðar Thor er ýmsum öðrum mann- kostum búinn. Hann syngur líka. Og svo hefur hann eitthvað verið að leika. Fyrst bar á honum þegar hann var einungis 14 ára gamall og lék Nonna í þáttunum um Nonna og Manna, og heillaði hann þar marga íslensku jafnt sem þýsku unglings- stúlkuna. Þegar mest var fékk hann 30.000 aðdáendabréf á viku víðs vegar að. Fimm árum síðar lék hann í sinni fyrstu kvik- mynd, í hlutverki Max í Karlakórnum Heklu. Lítið hefur farið fyrir honum á leiklistarsviðinu síðan, en Karlakór- inn gaf þó einhverja vísbendingu um það sem koma skyldi. Helsta áhugamál Garðars í gegnum tíðina hefur verið söngur, en einnig fer hann mikið í leikhús. Einar Örn Einarsson, sem lék Manna, segir að Garðar hafi mikið velt því fyrir sér hvora leiðina hann ætti að fara. Hann hafi náð að sameina þessar tvær ástríður í óperunni, þar sem nauðsynlegt er að geta bæði leikið og sungið. Garð- ar hefur einnig verið hestamaður frá blautu barnsbeini, og segja vinirnir að oft hafi verið erf- itt að ná tali af honum þar sem hann virtist eyða öllum stundum í hesthúsinu. Hestamennskan hjálpaði honum við að fá hlut- verk Nonna, þar sem þættirnir kröfðust þess meðal annars að hann riði berbakt. Einar segist sjálfur hafa verið hestfælinn og hæfni Garðars á hestbaki hafi oft komið sér vel. Eitt sinn voru þýskir blaðamenn viðstaddir tökur þáttanna, þegar hestur Einars tók á rás og Einar hékk fastur í hnakknum. „Garðar kom ríðandi eins og Don Johnson á fleygiferð og stillti hestinn, þannig að ég komst slysalaust af baki.“ Hann segir þá félaga hafa verið eins og bræður frá því að þeir kynntust við gerð þáttanna, þeir hafi til að mynda alltaf þurft að eiga eins hluti, sem Einar segir stundum hafa reynst sér dýrt því Garðar sé afar nýjungagjarn. Garðar er næstyngstur af fjórum systkinum, en öll hafa þau stundað nám við Söngskól- ann þar sem faðir þeirra kennir. Langafi Garðars var sænskur prentari sem flutti til Íslands um þarsíðustu aldamót. Hér giftist hann íslenskri konu af Zöega-ætt. Ekki er vitað hvort að Cortes-ættin tengist hinum sögu- fræga Spánverja Hérnan Córtes, sem lagði undir sig Mexíkó á 16. öld. Afi Garðars var Axel Cortes iðnaðarmaður, en tveir af sonum hans lögðu stund á tónlist. Annar þeirra var Óskar, fiðluleikari og einn af stofnendum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, og hinn var Garðar Cortes eldri, faðir Garð- ars. Móðir Garðars er hin enska Krystýna Cortes sem starfar sem konsertpíanisti sem hefur stöku sinnum spilað undir með syni sínum. Garðar á tvær eldri systur, Sigrúnu Björk kennara og Nönnu Marínu óperusöngkonu. Hann á einnig yngri bróður, Aron Axel, sem enn er við nám í söngs- kólanum. Kennari Garðars í Söng- skólanum var svo hrifinn af nemanda sínum að hann sá til þess að Garðar fengi hálfsárs ókeypis kennslu í Royal Acad- emy í Lundúnum. Garðar hélt svo áfram námi þar og tók próf að tveimur árum liðnum. Einnig hefur hann lært í Tónlist- arháskólanum í Wild- bad í Vínarborg, og sækir reglulega tíma til einkakennara síns í Danmörku, hins pólskættaða André Orlowicz. Hann söng nýlega á Rossinihátíðinni í Wittbad í Þýskalandi, sem var hljóðrituð og mun bráðlega vera gefin út á geisladisk. Hann söng í heilt ár í Óperudraugnum í Lundúnum. Garðar var alinn upp í trú, og á plötu sinni þakkar hann Guði sitt daglega brauð. Eins og margir söngvarar biður hann gjarnan bænir áður en hann fer á svið. Hann er þó langt frá því að vera ofstækis- fullur, honum hefur frekar verið lýst sem viðkvæmum og trúuðum. Eivör Pálsdóttir kynntist Garðari þegar faðir hans kenndi henni söng. Hún segir að hann sé: „Góður strákur og rólegur, ekki mikill djamm- ari og þykir vænt um fjölskylduna.“ Þau munu troða upp saman á jólatónleikum Langholtskirkju í dag og á morgun. Garðar ku vera mikill nam- migrís, eins og vinir hans orða það, og spyr gjarnan þegar hann komi í heimsókn hvort ekki sé til eitthvert súkkulaði. Einnig er hann mikill áhuga- maður um farsíma og hafa sumir sagt í gríni að hann sé líklega að teygja sig í símann framan á umslagi plötunnar. Sé reynt að finna galla á Garðari segja vinir hans, rétt eins og þeir séu að kynna hann í atvinnuviðtali, að hann sé helst til of mikill full- komnunarsinni, og slái hann eina feilnótu finnist honum allt lagið ónýtt. Af fyrirmyndum Garðars detta mönnum helst í hug stór- tenórinn Placido Domingo. Faðir hans telur víst að Garðar verði föðurbetrungur á söngsviðinu og Einar segir að hann hafi allt með sér: „Nema kannski útlitið.“ MAÐUR VIKUNNAR Nammigrís og góður strákur GARÐAR THOR CORTES H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag Baksíða Bls. 22–23 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 289. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 Helgarblað Samhent systkini Bls. 52–53 Jenný Ósk Jensdóttir og SteingrímurRandver Eyjólfsson eru í ein-lægu viðtali við HelgarblaðDV. „Þegar ég byrjaði, þábjóst ég ekki við að verða ást-fangin,“ segir Jenný meðal annars. Ungaparið ætlar að eyða helginni úti á landi.Litla dúllan, Thelma Maríana, er í pössun.Ný fjölskylda fæddist á Skjá einum. Bls. 66, 67 & 68 Einkaviðtal FRAMBJÓÐANDINN & FEGURÐARDÍSIN Drottningin kemur heim Bls. 4 „Hann verðurgóðurstjúpi“ FYRSTA ÍSLENSKA SJÓNVARPSFJÖLSKYLDAN Játningar sambýliskonu kannabiskóngs Tók aleiguna og barði mig Bls. 10 DEMANTADROTTNINGSINDRA SINDRASONAR KEYPTI AFMÆLIS- GJÖFINA SJÁLF SÆRÚN MISSTI FÆTURNA Í BÍLSLYSIVERRA AÐ MISSA BARNIÐ MITT Bls. 32–33 D V sam sett m ynd H ari ? EINKAVIÐTAL V DV Bachelorinn heldur jól með Jenný og Thelmu litlu FYRSTA ÍSLENSKA SJÓNVARPSFJÖLSKYLDAN EINKAVIÐTAL helgar augl 16.12.2005 19:21 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.