Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 17.12.2005, Qupperneq 37
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR36 Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 16.900 kr. MOTOROLA V360v SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA Sendið Jóni spurningar. Netfangið er: jongnarr@frettabladid.is KÆRI JÓN Jón Gnarr ræður lesendum Fréttablaðsins heilt á aðventunni > Hæ. Ég er 17 ára strákur og bý á Akur- eyri. Ég er að pæla í að gefa mömmu og pabba jólagjöf í fyrsta skipti. (Áður hef ég bara gefið þeim eitthvað drasl sem ég bjó til í skólanum). En núna ætla ég að gera eitthvað alvöru. Ég var að pæla, hvað finnst þér að ég eigi að gefa þeim dýra gjöf? Ég á 14.700 kall. Veistu um eitthvað ódýrt sem lítur út fyrir að vera dýrt? Helgi Sæll, Helgi Þetta er góð spurning. Ég mundi veðja á 3-5.000. En til að auka verð- gildi gjafarinnar er tilvalið að hafa hana persónulega. Alls ekki gefa þeim eldhúsáhöld eða slíkt. Eiga þau eitthvað sameiginlegt áhuga- mál? Hlýir inniskór eru líka tilvalin gjöf. Mjög vinaleg. Svo er hægt að gefa þeim eitthvað fyndið eins og til dæmis bók fyrir eldri borgara sem heitir Árin eftir sextugt. Ég fer oft í Kirkjuhúsið til að kaupa gjafavör- ur. Þar er fullt af svona sætu dóti. Þú getur farið og látið taka fallega mynd af þér og gefa þeim. Það er svo margt sem þú getur gert. Gangi þér vel. Og ekki gleyma að skrifa fallegt kort. Það er mörgþúsund króna virði. Bið að heilsa norður! Blessaður, Jón Takk fyrir góðar greinar og flott viðtöl. Við hjónin erum í Fíladelfíu- söfnuðinum. Við erum með vanda- mál sem okkur langar að bera undir þig. Við eigum dóttur sem er sex ára. Jólin eru fyrir okkur tíminn þar sem við minnumst fæðingar Jesú krists. Okkur finnst báðum jólasveinninn vera ein stór lygi til þess gerð að leiða athyglina frá kærleiksboðskap Jesú. Stelpan hefur til dæmis mikið meiri áhuga á jólasveininum heldur en Jesú. Mig langar að segja henni að jólasveinninn sé ekki til en kona mín er ósammála mér. Hún vill ekki særa hana. Ég skil það en finnst jóla- sveinninn vera svo mikil hræsni og ég á mjög erfitt með að ræða við stelpuna um hann. Nú hefur þú oft tjáð þig um svona mál. Hvað finnst þér? Og takk fyrir skrifin þín. Guð gefi þér gleðileg jól. Jói Blessaður, Jói. Já, þú segir nokkuð. Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Mér finnst að þú ættir ekki að eyði- leggja þetta fyrir henni. Getur þú ekki ýjað að því við hana að jóla- sveinninn vinni fyrir Jesús? Sex ára barn getur kannski ekki alveg skilið hver Jesús er. En ef þú kynnir hann fyrir henni, biður með henni og segir henni sögur af honum þá á hún örugglega eftir að geta byggt upp samband við hann. Passaðu þig á að þröngva ekki trú þinni upp á hana. Ekki gera þetta leiðin- legt. Ef Jesús er það góða sem býr innra með okkur þá kynnir þú hann betur með því að vera þolinmóður og góður við konuna þína og dótt- ur heldur en að hrópa nafn hans í sífellu. Það er mikið af Jesú í dóttur þinni, hvort sem hún veit það eða ekki, og með því að hugsa vel um hana ertu að hugsa vel um hann. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Einu sinni varst þú með útvarps- þátt á einhverri stöð og varst oft að spila „hellaðan“ rússneskan dúdda eða einhvern sem var alltaf að rappa eitthvað kjaftæði og var frekar sorrý gaur manstu hvað hann heitir? ég er búin að vera með ann í heilanum! Plís help me! Hellý Sæl, Hellý. Þessi rússneski og hellaði gaur heitir Il Mitch. Þú finnur allt um hann á http://www.illmitch.com Njóttu vel og gleðileg jól! Sæll, Jón Ég ætla að hætta að reykja um áramótin. Ég er búin að reykja í 30 ár. Ég er oft búin að reyna að hætta en það hefur aldrei tekist nema í nokkra daga. Ég er búin að prófa allt; nikótíntyggjó, plástra, námskeið og bara allt. Mér datt í hug að þú gætir hjálpað mér. Ég er opin fyrir öllu. Elín Sæl, Elín Flott hjá þér. Ég hætti að reykja fyrir nokkrum árum. Ég var líka búinn að reyna allt mögulegt en ekkert gekk. Ég hætti og fór að nota nikótíntyggjó, 4 mg. Það dugði í 3 mánuði, þá fór ég að reykja aftur en hætti samt ekki að nota tyggjóið. Og ég reykti alltaf eins og ég ætl- aði að gleypa sígarettuna, svo mikil var nautnin. Það sem fékk mig til að hætta var heilsufarshræðsluáróð- ur. Ef þú reykir þá ertu að minnka lífslíkur þínar umtalsvert og lífsgæði. Mig langar að vera eins hraustur og mögulegt er þegar ég verð gamall. Ég hef tekið eftir því að gamalt fólk sem reykir ekki er yfirleitt heilsu- hraustara en gamalt fólk sem reykir. Þú ert búin að reykja svo lengi að það eru að verða miklar líkur á því að þú fáir einhverja ógeðslega sjúk- dóma og sért búin að eyðileggja í þér hjartað og æðarnar. Reykinga- menn þjást af mæði og eiga erfitt með hreyfingu og fitna því líka auðveldlega. Hvort viltu heldur fara niður í bæ með barnabörnun- um þínum og sýna þeim endurnar eða fá þau í heimsókn þar sem þú liggur máttfarin upp á spítala? Þitt er valið. Og fyrir utan það er orðið svo yfirgengilega hallærislegt og lúðalegt að reykja. Það er ekki einu sinni notalegt lengur. Það má hvergi reykja inni orðið þannig að fólk er norpandi úti eins og rónar. Fyrir utan allt þetta ertu að styrkja tóbaksframleiðendur. Þú getur gerst styrktarforeldri barns í þriðja heim- inum frá áramótum og styrkt það með sömu upphæð og það kostar þig að reykja. Lifðu heil. Sæll Jón Ég á í rosalegum erfiðleikum með að komast í jólaskap og hef pínulitlar áhyggjur af þessu. Getur þú ekki bent mér á einhverja góða jólamynd og góðan jóladisk sem kemur þér alltaf í hátíðarskap? Kær kveðja Steingrímur Sæll, Steini. Jólamyndin er It´s a Wonderful Life. Hún er yndisleg. Svo er National Lampoon’s Christmas Vacation líka frábær. Ég á tvo góða diska sem ég pakka alltaf niður með jóladótinu. Það er jólasiskurinn Gleðilega jólahá- tíð með Gylfa Ægis og Gerði og Jólin hennar ömmu. Þegar „Jólasveinn á leið í land“ byrjar að óma þá eru jólin framundan hjá mér. Vonandi finnur þú jólaskapið þitt. Gleðileg jól! Jón Netforsala í bíópartí leikstjór- ans Quentin Tarantino í stóra sal Háskólabíós þann 30. september hefst á mánudag. Forsalan fer fram á iceland- filmfestival.is og á midi.is. Miða- verð er 3.400 krónur auk 150 króna miðagjalds. Sýndar verða þrjár kvikmyndir sem Tarantino velur úr einkasafni sínu og mun hann sjálfur vera á staðnum allan tímann, kynna myndirnar og spjalla um þær við gesti. Fyrsta myndin byrjar klukkan 21.00 og er búist við að dagskráin standi yfir til klukkan þrjú um nóttina. Tilkynnt verður í síðasta lagi 27. desember hvaða myndir verða sýndar en þetta verða allt mynd- ir sem hafa mótað Tarantino sem kvikmyndagerðarmann. Þennan sama dag hefst almenn miðasala í partíið. Fer hún fram í verslunum Skífunnar í Reykjavík, BT á Akureyri og Selfossi og á ice- landfilmfestival.is og midi.is. ■ Forsala í bíópartí TARANTINO Leikstjórinn heimsfrægi kemur aftur hingað til lands á milli jóla og nýárs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.