Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 75

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 75
 17. desember 2005 LAUGARDAGUR50 MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Kannski ekki beint tískuna heldur frekar í hverju ég vil vera og hvað fer mér best. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Á einhverju flakki á milli áratuga. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Ég á engan vegna þess að ég man aldrei nöfnin þeirra. En mér finnst Aftur peysurnar og nýja dótið sem þær voru að setja inn í Trilógíu alveg vera að virka, það er að segja fyrir stelpurnar. Flottustu litirnir? Grænn og moldarbrúnn. Hverju ertu veikastur fyrir? Sólgleraugum, höttum og ef ég finn flott jakkaföt frá sjötta eða sjöunda áratugnum þá verð ég að kaupa þau. Ef einhver þarna úti veit um slík föt þá má sá hinn sami endilega hafa samband. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Sokka og hatt, tveir alveg nauðsynlegir hlutir. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ungir menn með hatta og þröng jakkaföt. Hvað ætlar þú að kaupa fyrir veturinn? Góða ullarsokka og ullarpeysu (vonum að einhver gefi mér í jólagjöf). Uppáhaldsverslun? Herrafata- verslunin Elvis. Hvað eyðir þú miklum pening- um í föt á mánuði? Fer algörlega eftir því hvað ég finn mikið af fötum í hverjum mánuði fyrir sig. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Föðurlandsins og sjóliðajakkans míns. Uppáhaldsflík? Vestið sem ég er í vegna þess að það er bara til eitt af því í heiminum. Hvert myndir þú fara í versl- unarferð? Ég myndi fara á flóamarkað sem er einu sinni á ári í Stokkhólmi hjá UFF. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég keypti hana reynd- ar ekki en mér var gefin hún þegar ónefnd manneskja kom úr verslunarferð frá Þýskalandi. Ég var 15 ára og ég vissi ekkert um tískuna þar. Þá var í tísku svona mittisleðurjakkar sem voru allir út í rennilásum en þessi manneskja gaf mér dúnúlpu í þeim stíl sem var með belti til að binda um mittið. Sú flík komst aðeins einu sinni á mig og það var aðeins til að spyrja manneskjuna hvort hún vildi að ég yrði laminn í skólanum. SMEKKURINN: ARON BERGMANN MYNDLISTARMAÐUR OG ANNAR EIGANDI GEL GALLERÍS Ungir menn með hatta flottastir Það er áberandi hversu heitir litir eru sterkir í herratísk-unni í dag. Brúnir tónar eru ráðandi ásamt appelsínugulum, rauðum og mosagrænum. Þessa liti má svo poppa upp með sterk- um litum við eða tóna niður með svörtum sem er einnig hrikalega heitur. Kaldir litir eins og grár og blár eru á undanhaldi og ættu karl- menn alls ekki að vera hræddir við að klæðast djörfum litum eins og appelsínugulum eða bleikum. Ný búð í miðbænum nefnist Kúltúr Menn og er þetta eina búðin á Íslandi sem býður viðskiptavin- um upp á vörur frá snillingnum Paul Smith sem þekktur er fyrir litagleði og djarfa hönnun. Aðrar búðir sem eru flottar fyrir herra- mennina sem pæla í tískunni eru til dæmis GK, Elvis og Kronkron. Það sem hver einasti herramað- ur í bænum ætti að eiga eru þröng- ar gallabuxur og támjóir fínir skór auk þess sem hlý ullarkápa er nauð- synleg. Jakkafatavesti koma einnig sterk inn í tískuna en þau þarf ekki alltaf að nota við jakkaföt heldur eru þau hrikalega töff við þröngu galla- buxurnar og támjóu skóna. hilda@frettabladid.is Heitir litir fyrir herrana > Alvörustjarna Rakspírinn True star frá Tommy Hilfiger er ljómandi mildur og góður fyrir töffarann sem og mjúka manninn. RÖNDÓTT Töff peysa úr Kúltúr Menn en svona röndóttar peysur ganga við nánast hvað sem er. LEÐURJAKKI Þeir eru klass- ískir leðurjakkar og þurfa allir að eiga einn, þessi er úr Kúltúr Menn. FLOTTIR SKÓR Nauðsynlegt að eiga góða skó við jakkafötin, þessir eru úr Kúltúr Menn. ULLARJAKKI Þessi er skemmtilega áberandi og gífurlega töff, úr GK. TREFLAR Hlýjir og dásamlega svalir treflar úr Kúltúr Menn frá Paul Smith. SOKKAR Flottir Paul Smith sokkar. ERMAHNAPPAR Þessir ættu að vekja athygli, Paul Smith ermahnapp- ar úr Kúltúr Menn. PAUL SMITH Búðin Kúltúr Menn hefur tekið vörur frá Paul Smith til sölu. BINDI Þverröndótt var það heillin. Brúnir tónar eru heitir í dag, bindin eru úr GK. KÚREKASTÍG- VÉL Óskaplega töff stígvél sem ganga við gallabuxur eða töff jakkaföt, úr Kúltúr Menn. HERRATASKA Strákar þurfa líka að ferðast um með dótar á sér og þessi flotta leðurtaska er tilvalin í það. Úr Kúltúr Menn. BRÚNIR TÓNAR Glæsi- leg jakkaföt frá Perry Ellis. PRJÓNAPEYSA Flott peysa í hlýjum litum frá Perry Ellis. ÓMÓT- STÆÐI- LEGUR Ilmurinn Very Irres- istible frá Givenchy. Á þessum árstíma er ekki annað hægt en að líta yfir liðið ár og horfa til framtíðar. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um það sem betur hefði mátt fara en líka hvað ég er ánægðust með og stoltust af. Þegar tíska ársins 2005 er skoðuð kemur í ljós að árið byrjaði sér- lega þjóðlega. Bróderaðar skyrtur í indverskum stíl, sígaunapils og hippaleg stígvél með fylltum hæl t ó k u völdin og litasinfonían var mild. Jarðlitir í bland við ljóst og drapplitað með örlitlu appelsínugulu. Þegar voraði urðu litirnir bjartari og glingrið hertók tískuna með síðum perlufestum, eyrnalokkum og armböndum. Stefn- an var að hlaða sem mestu utan á sig. Margar skvísurnar gengu meira að segja svo langt að mæta með glingrið á sólarstrandir og jafnvel í sund til að vera ö r u g g l e g a smartastar. Síð pils, sandal- ar með fylltum hæl og breið belti urðu að e i n - kennisbún- ingi margra sem oft sáust spranga um miðbæ Reykjavíkur með ferskjulitaðan kinnalit og sykursætt gloss. Þegar kólna fór í veðri varð allt einfaldara. Svarti liturinn kom eins og riddarinn á hvíta hestinum og geystist fram og varð hrókur alls fagnaðar. Hin kvenlegu áhrif fóru ekki framhjá neinum, aðsniðnir jakkar, pensilpils, blúndur og satínefni. Rauði þykki varaliturinn tók við af glossinu og spangir komust í tísku. Svo voru það hnébuxurnar sem komu feikilega sterkar inn og eru svo sannarlega ekki á útleið. Það sama má segja um niðurmjóu gallabuxurnar. Það er því ekki annað hægt að segja en að þetta ár hafi verið nokkuð líflegt þegar kemur að tískunni. Það er samt eitt sem gerðist sem er mjög eftirminnilegt. Ég byrjaði að snobba fyrir sokkabuxum. Hingað til hef ég alltaf bara kippt sokkabuxum með í matvörubúðinni en á árinu breyttist það. Ég komst sumsé í kynni við Wolford og þá var ekki aftur snúið. Vinkona mín hafði oft imprað á þessu, flokkað það sem dekur að kaupa sér nýjar sokkabuxur og hressa upp á heildarútlitið enda væru þessar sokkabuxur í Prada-flokknum ógurlega. Þetta helst líka örugglega í hendur við aldurinn, kröf- urnar breytast og smekkurinn með. Nú hugsa ég eins og fullorðin, þykist ekki ætla að kaupa mér nein jóla- föt en kaupi þess í stað nokkur pör af rándýrum sokkabuxum og þykist ekki hafa eytt neinu. Gáfulegt ekki satt? Líflegt tískuár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.