Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 87
Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmað- ur Íslands í knattspyrnu og leikmaður hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alk- maar, segist ákveðinn í því að verða Evrópumeistari með liði sínu í vor. „Á síðustu leiktíð komst AZ í undanúrslit keppninnar. Lið okkar er sterkara nú en það var í fyrra, og það er okkar markmið að vinna þessa keppni.“ Dregið var í gær í 32-liða úrslit í Evr- ópukeppni félagsliða og dróst AZ gegn spænska liðinu Real Betis. „Það leggst vel í mig að mæta Real Betis. Öll lið sem komast í Meistaradeildina eru sterk og það er ekki hægt að búast við öðru en erfiðum viðureignum gegn Betis. Sennilega var Real Betis sterkasta liðið sem við gátum fengið, ásamt þýska liðinu Schalke. Það leggst vel í mig að taka á leikmönnum Betis. Ég hef einu sinni komið á leikvang Real Betis í Sevilla og hann er sérlega glæsilegur. Ég var þá að fylgjast með Jóhannesi Karli Guðjóns- syni, sem þá var leikmaður Betis. Ég hef fulla trú á mínu liði og tel okkur geta komist alla leið í þessari keppni.“ AZ er einnig í toppbaráttu í Hollandi þar sem liðið etur kappi við PSV, Feyen- oord og Ajax og segir Grétar aðalmuninn á liðunum felast í því að AZ er með sterka liðsheild, á meðan stóru liðin tefla fram sterkum einstakl- ingum. „Okkar aðalsmerki er jöfn og sterk liðsheild og leggur knattspyrnu- stjórinn Lois van Gaal mikla áherslu á að við setjum liðið alltaf fyrst í forgangsröðina. Allar aðgerðir okkar inni á vellinum eiga að miðast við það að bæta liðið og það finnst mér henta þessum leikmannahópi afar vel. Það eru margir sterkir leikmenn í hópn- um, meðal annars eru fjórir varnarmenn í hópnum í hollenska lands- liðshópnum, og því þarf maður að hafa mikið fyrir því að halda sér í liðinu. Það heldur manni við efnið.“ GRÉTAR RAFN STEINSSON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU: Í ELDLÍNUNNI MEÐ AZ Í HOLLANDI Ætla að verða Evrópumeistari í vor FÓTBOLTI Fyrir nokkrum vikum lét Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa eftir sér að það skipti engu máli hvort lið hans hafnaði í fyrsta eða öðru sæti G-riðils Meistaradeildarinnar – þegar í 16-lið væru öll liðin gríð- arlega öflug og allir leikir jafn erfiðir. Í gær var ljóst að lið hans mætir Barcelona í 16-liða úrslit- unum á meðan Liverpool tekur á móti Benfica. Það er því kannski ekki furða að menn velti því fyrir sér í gær hvort Mourinho hafi eytt stærstum hluta dagsins í að éta þessi orð ofan í sig. Peter Kenyon, stjórnarformað- ur Chelsea, glotti í sömu vitund og nafn Barcelona var lesið upp yfir væntanlegan andstæðing Chelsea. „Örlögin réðu þessu því á æfingunni í gær drógumst við líka gegn Barcelona. En þetta einvígi leggst vel í mig, þetta verða stórkostlegir leikir tveggja frábærra liða.“ Eiður Smári Guðjohnsen sagði við Fréttablaðið í gær að honum þætti fínt að hafa dregist á móti Chelsea. „Þetta var kallað ein- vígi aldarinnar í fyrra og verð- ur örugglega kallað einhverjum slíkum nöfnum núna,“ segir Eiður sem hlakkar mikið til leikjanna sem fara fram 22. febrúar og 7. mars nk. Viðureignir liðanna í 16-liða úrslitunum í fyrra urðu sögulegar, en þá vann Chelsea samanlagðan 5-4 sigur í tveimur ótrúlegum knattspyrnuleikjum. „Við drógumst á móti því liði sem er að spila hvað best um þessar mundir en þegar spilað er í þessum styrkleikaflokki þá er alveg ljóst að það verður að sigra mjög sterk lið til að komast áfram. Það verður enginn sigurvegari í þessari keppni án þess að vinna eitthvert af sterkustu félagslið- um Evrópu,“ en bætir því við að ekki megi gleyma að Chelsea sé einnig í þeim hópi. „Það vita allir að Chelsea er mjög erfiður andstæðingur,“ segir hann. Besti knattspyrnumaður heims, Ronaldinho hjá Barcelona, býst við endurtekningu á þeirri skemmtun sem liðin buðu upp á í fyrra. „Liðin munu aftur bjóða upp á fótbolta eins og hann gerist bestur en við erum ákveðnir í að gera ekki aftur þau mistök sem við gerðum í leikjunum í fyrra,“ segir Ronaldinho. Arsenal bíður gríðarlega erfitt verkefni gegn Real Madrid í við- ureignum sem David Dein, vara- formaður Arsenal, segir að verði skemmtisýning fyrir áhorfendur. „Þvílíkur dráttur! Þetta er frá- bært fyrir Arsenal. Real Madrid er eitt stórkostlegasta lið í Evr- ópu en við höfum aldrei mætt því í Evrópukeppni. Allir hlakka mikið til,“ sagði Dein. Í þriðju risaviðureigninni mætast AC Milan og Bayern München og sagði varaforstjóri Milan, Adriano Galliani, eftir dráttinn að það væri synd að liðin þyrftu að mætast svo snemma í keppninni. „Við vildum sleppa við að mæta liði í 16-liða úrslitum sem er með yfirburði í deildinni í heimalandi sínu. Svo er ekki og það er ljóst að okkur bíður gríðar- lega erfitt verkefni.“ - vig Örlögin drógu liðin saman Peter Kenyon hjá Chelsea segir að örlögin hafi ráðið því að ensku meistararnir hafi dregist á móti Barcelona í 16-liða úrslitum í meistaradeildinni annað árið í röð. Eiður Smári segir fínt að mæta Barcelona á þessum tímapunkti í keppninni. ÖRLÖG Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, trúði varla sínum eigin augum þegar að hann sá nafn Barcelona dragast upp úr hattinum þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES 16-LIÐA ÚRSLITIN VIÐUREIGNIR DAGSETNING Bayern München-AC Milan 21. feb/8. mars Benfica-Liverpool 21. feb/8. mars PSV-Lyon 21. feb/8. mars Real Madrid-Arsenal 21. feb/8. mars Chelsea-Barcelona 22. feb/7. mars Rangers-Villareal 22. feb/7. mars W. Bremen-Juventus 22. feb/7. mars Ajax-Inter 22. feb/14. mars Síðarnefnda liðið spilar á heimavelli í síðari leiknum. GLOTT Það var því ekki furða að Peter Kenyon skyldi hafa verið vinsælastur á meðal blaðamanna eftir dráttinn í gær, enda með ólíkindum að Chelsea og Barcelona þurfi að endurtaka einvígi sitt frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Meistararnir gefa út DVD Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals í fótboltanum hér heima munu á næstu dögum gefa út DVD-disk þar sem sýnd verða öll mörk sumarsins og svip- myndir sýndar frá sumrinu. Á báðum diskunum verður að finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna og á disk Valsmanna verður m.a. hægt að horfa á bikarúrslitaleikinn í fullri lengd í undirtali Sigur- björns Hreiðarssonar fyrirliða þar sem hann kryfur leikinn til mergjar. Sannarlega frábært framtak frá þessum tveimur af stærstu félög- um landsins. 62 17. desember 2005 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Frank Rijkaard, knatt- spyrnustjóri Barcelona, segir að endurtekningin á viðureign liðs- ins gegn Chelsea í 16-liða úrslit- um Meistaradeildarinnar snúist ekki um að ná fram hefndum. Í fyrra vann Chelsea samanlagðan sigur í tveimur frábærum leikjum þar sem Rijkaard og Mourinho lenti nokkrum sinnum saman og rifu kjaft hvor við annan. „Hefnd er ekki rétta orðið,“ segir Rijkaard. „Þetta verður mjög athyglisverður leikur, ekki bara fyrir liðin sem eru að leika hann heldur fyrir fótboltann almennt. Þetta eru tvö af sterk- ustu liðum Evrópu í dag,“ sagði Rijkaard og bætti því við að deila hans og Mourinho væri gleymd og grafin. „Ég vil aðeins hugsa út í leikina sem eru framundan, ekki þá sem liðnir eru.“ - vig Frank Rijkaard, stjóri Börsunga: Leikurinn snýst ekki um hefnd FÓTBOLTI David Beckham, enski landsliðsfyrirliðinn hjá Real Madrid, kveðst hlakka mikið til að takast á við Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar. Síðan Beckham gekk til liðs við Real fyrir tveimur og hálfu ári hefur hann aldrei spilað með liðinu á Englandi. „Mig hefur alltaf langað að snúa aftur og spila í heimalandi mínu og nú loksins er það orðið að veruleika,“ sagði Beckham við fjölmiðla í gær. Hann hlakkar mikið til leikjanna gegn Arsenal sem hann telur að sé með erfiðustu mótherjum sem Real gat fengið. „Ég ber ómælda virðingu fyrir Arsene Wenger. Hann er ekki aðeins frábær persóna heldur líka stórkostlegur stjóri og þjálfari. Ég held að þetta verði magnaðir leik- ir þar sem andrúmsloftið verður rafmagnað.“ David Beckham er ánægður með dráttinn: Bið Beckhams loks á enda Við mælum með... ... að handboltaáhugamenn á landinu fjölmenni á leik Hauka og Fram í DHL- deild karla á morgun. Þarna er um að ræða toppslag af bestu gerð þar sem boðið verður upp á handbolta eins og hann gerist bestur hér á landi. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 16.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.