Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 2
2 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18 Opið virka daga: 10-18 laugardaga: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 LAUNAHÆKKUN EMBÆTTISMANNA Á EINU ÁRI Forseti Íslands 1.626.722 1.534.040 1.460.156 166.566 Forsætisráðherra 989.862 915.162 871.085 118.777 Ráðherrar 892.799 825.424 785.669 107.130 Forseti Hæstaréttar 946.652 875.211 614.545 332.107 Hæstaréttardómarar 856.797 792.137 573.684 283.113 Héraðsdómarar 671.596 620.912 450.910 220.686 Alþingismenn 497.471 459.929 450.910 46.561 Ríkissaksóknari 856.797 792.137 573.684 283.113 Ríkissáttasemjari 880.169 813.744 554.284 325.885 Ríkisendurskoðandi 880.169 813.744 554.284 325.885 Biskup Íslands 800.569 740.152 554.284 246.285 Dómstjórinn í Reykjavík 820.205 758.305 499.932 320.273 Dómstjórar utan Reykjavíkur 738.757 683.005 466.692 272.065 Umboðsmaður barna 611.896 565.718 450.910 160.986 Laun 1. jan. 2006 Laun 1. júl. 2005 Laun 1. jan. 2005 Hækkun á einu ári KJARADÓMUR Heildarlaun forseta Hæstaréttar hafa hækkað lang- mest í krónutölu samkvæmt nýjasta úrskurði kjaradóms, eða um 332.107 krónur á mánuði eftir þrjár hækk- anir á einu ári. Ríkissáttasemjari og ríkisendurskoðandi koma næstir með 325.885 króna hækkun og dóm- stjórinn í Reykjavík hefur hækkað um 320.273 krónur á mánuði. Alþingismenn, ráðherrar, um - boðs maður barna og forseti Íslands hafa hækkað minnst. Alþingismenn- irnir hafa aðeins hækkað um 46.561 krónu meðan ráðherrar hafa hækk- að um 107.130 krónur, umboðsmaður barna um 160.986 krónur og forseti Íslands um 166.566 krónur. Hækkun forsætisráðherra, ráð- herra, þingmanna og dómara er rúmlega 10 prósent á einu ári, forset- ans rúm átta prósent og verkafólks sjö prósent. Heildarlaun embættismannanna hafa tvöfaldast á við það sem gerist á almennum vinnumarkaði frá 1999. Sé litið lengra aftur, eða til ársins 1998, hafa grunnlaun forsætisráð- herra, annarra ráðherra og þing- manna hækkað um 126 prósent en grunnlaun verkafólks hafa hækkað um 71 prósent á sama tíma. Í þess- um tölum er miðað við framreiknað- ar hækkanir og þróun launavísitölu. Launaþróun verkafólks er áætluð árið 2005. Forseti Íslands er ekki inni í þessum samanburði. Sé launaþróunin skoðuð frá janúar 2001 og forsetinn tekinn með hafa laun forsætisráðherra, ráðherra og þingmanna hækkað um tæplega 64 prósent en laun verka- fólks um rúmlega 34 prósent. Laun forsetans hafa hækkað í takt við laun verkafólksins. „Hópur embættismanna fær ítrekað launabreytingar, sem eru langt umfram það sem þessir einstaklingar telja forsvaranlegt gagnvart almenningi. Því miður er þetta enn eitt dæmið um að það búa fleiri en ein þjóð í þessu landi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, um úrskurð kjaradóms. Kjaradómur hefur rökstutt hækkanirnar núna þannig að verið sé að fylgja eftir ákvörðun kjaranefndar í sumar um hækk- anir annarra háttsettra embætt- ismanna en háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins fengu þá 4,5 prósenta flata launahækkun yfir línuna. Gylfi telur hækkanirnar helmingi meiri en hafi verið á vinnumarkaði þó að tekið sé tillit til launaskriðs. ghs@frettabladid.is Tvær þjóðir búa í landinu Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað um 64 prósent frá 2001 en verkafólks um 34 prósent. Heildarlaun embættis - manna hafa hækkað mun meira en annarra. Framkvæmdastjóri ASÍ segir ljóst að fleiri en ein þjóð búi í landinu. HLUTFALLSHÆKKUN LAUNA H Æ K K U N 2 00 1 51,07% H Æ K K U N 2 00 0 51,07% H Æ K K U N 2 00 2 37,21% H Æ K K U N 2 00 3 24,50% H Æ K K U N 2 00 4 5,06% H Æ K K U N 1 99 9 76,61% hjá embættismönnum og ráðherrum. Hækkun síðan 1998 - 127,8% 126,0% 126,0% 88,6% 93,6% 99,8% 70,4% Hækkun síðan 2001 30,1% 64,6% 63,2% 63,7% 55,6% 59,8% 57,1% 34,2% Árshækkun til janúar 2006 8,2% 10,3% 10,3% 10,3% 10,3% 10,3% 10,3% 6,8% LAUNAÞRÓUN HELSTU EMBÆTTISMANNA ÞJÓÐARINNAR OG VERKAFÓLKS Forseti Íslands Forsætis- ráðherra Ráðherrar Þingmenn Forseti Hæstaréttar Hæstaréttar- dómarar Héraðs- dómarar Verkafólk LÆKNARITARAR Meðaldagvinnulaun læknaritara innan SFR hjá ríkisstofnunum voru 108 þúsund krónur á mánuði. Ef meðal- dagvinnulaunin hefðu hækkað um 90 prósent frá 1999 til 2006, eins og laun helstu embættismanna þjóðarinnar hafa, þá hefðu meðaldagvinnulaun læknaritara verið 205 þúsund krónur í upphafi árs 2006. Þess í stað verða þau um 170 þúsund krónur á mánuði í upphafi næsta árs. SPURNING DAGSINS Mörður, tók Þorsteinn sögulega ákvörðun? „Hann er að minnsta kosti úr sögunni, blessaður.“ Þorsteinn Pálsson hefur hætt við að skrifa sögu þingræðis á Íslandi. Mörður Árnason alþingismaður var meðal þeirra sem gagnrýndu að Þorsteini var falið starfið. DÓMSMÁL Sautján ára piltur var sektaður um 80.000 krónur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás á rúmlega fer- tuga afgreiðslukonu í söluturnin- um Fröken Reykjavík í fyrravor. Pilturinn, sem var sextán ára þegar árásin var framin, kom inn á söluturninn ásamt félaga sínum til að nota spilakassa en þegar afgreiðslustúlkan bað hann um að framvísa skilríkjum brást hann illa við og hreytti í hana fúkyrðum. Afgreiðslustúlkan vísaði því næst piltinum á dyr og upphófust þá átök. Piltinum er gefið að sök að hafa ráðist að afgreiðslukon- unni og slegið hana þrisvar sinn- um með hnefanum í andlitið og líkama svo sá á konunni. Pilturinn hélt því fram fyrir rétti að hann hefði hræðst afgreiðslukonuna og því brugð- ist við með áðurgreindum hætti. Hann viðurkenndi að hafa verið haldinn spilafíkn á þessum tíma og því illa ráðið við skap sitt. Við refsiákvörðun kom fram að pilturinn hafði áður verið dæmdur fyrir líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefnabrot en vegna þess að líkamsárásin var framin áður en hann hlaut dóm fyrir þau mál var refsing hans ákveðin sem hegningarauki. Piltinum var gert að greiða, auk sektarinnar, 145.000 krónur til brotaþola og 111.100 krónur í sakarkostnað. - æþe Sautján ára spilafíkill dæmdur fyrir líkamsárás á Fröken Reykjavík: Var bannað að nota spilakassa og brjálaðist SPILAKASSAR Árásarmaðurinn kveðst hafa misst stjórn á skapi sínu meðal annars vegna spilafíknar. VEÐUR „Eftir dag vonar í gær og fram eftir degi í dag verð ég því miður að full- yrða að það verða rauð jól í borginni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- fræðingur NFS. „Eftir að hafa rýnt vel í öll gögn virðast hverfandi líkur á jólasnjó. Líkönin hafa tekið á sig svipaða mynd og því er hægt að reiða sig betur á þau. Þau benda öll til rauðra jóla hér í Reykjavík og fólk má ekki láta blekkjast af smá kornum rétt fyrir jól. Akureyringar eiga daufa von en það verða helst Austfirðingar sem fá hvíta breiðu,“ segir Sigurður. „Ég tek samt fram að sú úrkoma sem von er á er óttalega aum, þetta verður enginn jólasnjór þótt jöfð lit- ist aðeins hvít. Fólk verður bara að ylja sér við jólaljósin þessa stystu daga ársins.“  Von úti um jólasnjó: Rauð jól í borginni ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Þykir miður að afskrifa hvít jól fyrir borgarbúa. ÖRYRKJAMÁL Öryrkjabandalag Íslands fær ekki sæti í nefnd á vegum forsætisráðherra sem ætlað er að endurskoða reglur um örorku- bætur. Sigursteinn Másson, formað- ur ÖBÍ, óskaði eftir því við forsæt- isráðherra að fá sæti í nefndinni og segist gáttaður á niðurstöðunni. „Ég trúi því ekki að gengið verði fram með þeim hætti að heildar- samtök þeirra aðila sem mestan hag hafa af því að rétt sé staðið að örorkumati, sem er fatlað fólk og sjúkt í þessu landi, eigi ekki að koma að því að semja reglur um það hvernig staðið er að því.“ Sigursteinn ræddi það við forystu Alþýðusambandsins að hann teldi ÖBÍ eiga að sitja í nefndinni. „Þeir lofuðu mér að þeir myndu ekki setja sig upp á móti því og ég sagði forsætisráðherra frá því.“ Nefndin er nokkuð stór. Í henni eru fulltrúar Alþýðusambandsins, lífeyrissjóða, Samtaka atvinnulífs- ins, BSRB og fjögurra ráðuneyta en ÖBÍ er ekki beðið um tilnefningu. „Mér hefur ekki verið tilkynnt þessi niðurstaða með formlegum hætti og ég hreinlega neita að trúa því að gengið verði fram hjá heild- arsamtökum fatlaðra með þessum hætti.“ Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður leitað til ÖBÍ í málum sem þykja snúa að þeim beint. Sigursteinn vandar ráðherra ekki kveðjurnar. „Ef þetta verður niðurstaðan þá veit ég ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður hjá þessum stjórnvöldum.“ - sh Öryrkjabandalag Íslands úti í kuldanum í nefnd um örorkubætur: Trúir ekki niðurstöðunni SIGURSTEINN MÁSSON FORMAÐUR ÖBÍ Seg- ist ekki skilja hvað stjórnvöldum gengur til. GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir launahækkanir æðstu embættismanna óforsvaranlegar. PAKISTAN, AP Donald Rums feld, landvarnaráðherra Banda ríkj anna, segir ólíklegt að Osama bin Laden sé við stjórnvölinn hjá hryðju- verkasamtökunum al-Kaída, ef hann er þá enn á lífi. Rumsfeld kom í gær í óvænta heimsókn til Pakistan þar sem hann heimsótti hamfarasvæðin í Kasmír en á leiðinni ræddi hann við fréttamenn. Landvarnaráðherrann sagði að bin Laden hefðist að líkindum ennþá við í fjöllunum á landa- mærum Afganistan og Pakistan. Þó herlið verði flutt frá Afganist- an segir Rumsfeld að áfram verði leitað að bin Laden. ■ Donald Rumsfeld: Bin Laden ekki við fulla stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.