Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 24
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR24 FRÉTTASKÝRING HELGA TRYGGVADÓTTIR helgat@frettabladid.is Flestir fagna aðventu og jólum, en árstíminn reynist þó mörgum erfiður. Sigríður Guðmarsdóttir prestur segir börnin leiðarvísi sinn að því að eiga góða og afslappaða aðventu. „Aðventan reynist þeim sem eiga við þunglyndi að stríða oft hrein- asta píning,“ segir Sigríður Guð- marsdóttir, sóknarprestur í Graf- arholtssókn. „Þetta gerist einkum vegna þess að eftir því sem aðrir verða glaðari eykst munurinn milli þeirra glöðu og þeirra sem eiga erf- itt með að gleðjast.“ Sigríður bendir einnig á að rút- ína skipti oft þá sem líður illa miklu máli. „Á aðventunni förum við oft út úr rútínunni. Auðvitað gerum við það til þess að gera okkur glað- an dag, en þetta er oft erfitt fyrir þá sem eru veikir fyrir.“ „Aðrar ástæður geta þó einnig legið að baki kvíða fyrir jólunum, þar á meðal ástvinamissir og fjár- skortur. Fyrstu jólin eftir ástvina- missi eru oft gríðarlega erfið þar sem allt minnir á þann sem farinn er,“ segir Sigríður. „Jólin snúast að svo miklu leyti um hefðir og venjur þar sem allt er í föstum skorðum. Þess vegna verður skarð þess sem látinn er svo tilfinnanlegt.“ Einnig eru þó dæmi þess að jólin geti hjálpað fólki að takast á við missi náins ástvinar. „Ég veit um fólk sem hefur fengið talsverða lausn við það að takast á við jólin og skarð ástvinarins sem látinn er,“ segir Sigríður. Prestar verða einnig mikið varir við kvöl þeirra sem ekki hafa efni á að halda jól. „Prestar sinna oft tengiliðastarfi við hjálparstarf og Mæðrastyrksnefnd og þeir sem biðja um úthlutun eru gjarn- an beðnir um að leita til prestsins síns,“ segir Sigríður. „Fyrir jólin fer því talsvert mikill tími hjá okkur í að spjalla við fólk sem á um sárt að binda og hefur neyðst til þess að leita sér hjálpar.“ Sigríður segir það þung spor að leita hjálpar fyrir jólin. „Van- líðunin á sér í raun tvær orsakir,“ segir hún. „Annars vegar kemur til vanlíðun vegna þess að fólk á ekki fyrir jólagjöfum og hins vegar upplifir fólk það sem ákveðna nið- urlægingu að leita sér hjálpar.“ Sigríður segir að á móti komi að þarna gefist kærkomið tækifæri til þess að eiga góðar samræður við fólkið. „Ég vonast til þess að þrátt fyrir að það sé erfitt að biðja um hjálp geti þetta orðið til þess að fólk fái einnig stuðning á annan hátt en bara mat, þó að það sé auð- vitað afskaplega mikilvægt líka.“ Sigríður segist hafa borið undir átta og níu ára gömul börn þá spurn- ingu af hverju sumir hlökkuðu ekki til jólanna. Þá hafi lítil stúlka sagt að þegar fólk yrði fullorðið hætti það að hlakka til jólanna. „Hún taldi tilhlökkun til jólanna eitthvað sem eldist af okkur, eins og trúin á jólasveininn.“ Sigríður bendir þó á að margir fullorðnir fái jafnframt mikið út úr jólaundirbúningnum og upplifi gleði og fögnuð á þessum árstíma. „Maður vill oft hljóma svolítið eins og það sé tóm sorg í kringum jólin, en það er auðvitað alls ekki rétt,“ segir Sigríður. „Bæði börn og fullorðnir sækja afskaplega mikið í ljósið sem fylgir jólunum, vegna myrkursins sem hér ríkir í desem- ber.“ Börnin eru lykill Sigríðar að því að vera glöð og afslöppuð á jólun- um. „Börnin eru mér leiðarvísir á aðventunni og ég reyni að taka mér þau til fyrirmyndar,“ segir Sigríður. „Það er svo gaman að finna hversu mikið börnin hlakka til jólanna og hvernig gleði þeirra á sér uppsprettu í sjálfri sér.“ Börnin vísa leiðina að fögnuði á aðventunni SIGRÍÐUR GUÐMARSDÓTTIR PRESTUR segir bæði börn og fullorðna leita mikið í ljósið sem fylgir jólunum. GLEÐI Börnin hlakka mikið til jólanna, enda fylgja þeim ótalmargt skemmmtilegt fyrir yngsta fólkið. Þau hlakka til að opna pakkana, borða góðan mat og geta leikið sér úti í fríinu ef vel viðrar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES „Eitt af því sem skiptir mjög miklu máli við að stuðla að betri líðan er það að við höfum eitthvað til þess að hlakka til og getum fagnað ánægjulegum hlutum og tímamótum,“ segir Hörður Þorgils- son sálfræðingur. Hörður segir hins vegar að allur gang- ur sé á því hvort fólk hafi tilefni til þess að fagna. „Í ljósi reynslu af tímamótum þegar sorglegir og erfiðir atburðir hafa komið upp hefur fólk minna tilefni til fagnaðar en aðrir,“ segir Hörður. Hörður segist leggja mikla áherslu á að fólk sé hins vegar frjálst til þess að skapa sitt eigið líf og hafa áhrif á eigin líðan. „Ég reyni að hjálpa fólki að taka mið af eigin forsendum og falli hvorki í klisjur um ofurfögnuð né mikinn dapurleika,“ segir Hörður. Hörður kveðst ekki verða var við að jólin hafi mikil áhrif á fólk sem leitar til hans. „Fólk er yfirleitt að vinna með mál sem eru alveg óháð jólunum. Hins vegar geta jólin auðvitað stundum gert það auðveldara eða erfiðara eftir því hvernig mál eru vaxin.“ Mikilvægt að hugsa vel um eigin líðan á aðventunni: Fögnuður og tilhlökkun mikilvæg HÖRÐUR ÞORGILSSON SÁLFRÆÐINGUR Hörður leggur mikla áherslu á að fólk sé frjálst til að skapa eigið líf og hafa áhrif á eigin líðan. Tilfinningin um fögnuð á að mestu rætur að rekja til mið- taugakerfisins að sögn Þórs Eysteinssonar, dósents við Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands. „Við vitum að virkni eykst á ákveðnum svæðum í heilanum þegar við finnum fyrir gleði,“ segir Þór. „Eitt þessara svæða kallast limbíska kerfið og er nátengt tilfinningum.“ Þór segir fíkn og gleði að mörgu leyti skyld fyrirbæri, en sömu heilastöðvar koma við sögu í báðum tilfellum. „Þessar heila- stöðvar eru fremur gamlar í þróunarsögunni og hafa verið til lengi,“ segir Þór. Taugar frá þessum svæðum liggja síðan til annarra svæða heilans, þar á meðal heilabarkar. Þau efni sem aðallega koma við sögu eru serótónín og dópamín. Komið hefur í ljós að þeir sem glíma við þunglyndi og depurð hafa minni virkni á þessum svæðum heilans að sögn Þórs. Virkjun ákveðinna svæða í heilanum veldur fögnuði: Gleði og fíkn skyldar tilfinningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.