Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 46
[ ] Landsmenn kunna æ betur að meta hnetusteik sem jólamat. „Eftirspurn eftir hnetusteikinni eykst ár frá ári og það er hver sem er sem kaupir, ekki bara fólk í einhverjum sértrúarsöfnuðum,“ segir Helga Mogensen hjá Manni lifandi. Hún segir æ fleiri viður- kenna að þótt reykt kjöt sé ynd- islega gott þá sé það erfitt fyrir líkamann. „Margir eru farnir að feta aðrar leiðir og finna að jólin eyðileggjast ekkert,“ segir hún, nýbúin að selja eldri hjónum væna hnetusteik þegar spjallað er við hana. „Hjónin ætla að hafa hnetu- steikina með hinum hefðbundna jólamat til tilbreytingar. Það finnst mér skemmtileg leið. Konan var hugrökk og reiðubúin að sleppa því sem þau höfðu vanist, en mann- inum fannst það svolítið frjálslega farið með jólahefðir og kaus að hafa hnetusteikina sem valkost. Hnetusteikin er svo skemmtilega krydduð að það er gaman að hafa hana á borðunum og hægt að borða allt með henni sem haft er með öðrum steikum, svo sem rauðkál, rauðrófur og slíkt,“ segir Helga og bætir við. „Ég er búin að búa til hnetusteik í mörg ár. Það er bara partur af jólahefðinni.“ Verðlaunavín frá Pujol bregst ekki með hátíðarmatnum. Gert úr fjórum þrúgum og gefur okkur sól og hita frá frönsku Katal- óníu úr hverjum dropa! Lífræn ræktun frá búgarðinum La Rourede sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 1785. Sumar plönturnar eru orðnar 95 ára gamlar og gefa vín með frábæra fyllingu. Þroskun í eikartunnum í eitt ár gefur enn meiri karakter. Vín með sólberja- og skógarilmi. Í munni er það kryddað, með svörtum berjum og plómum. Það passar með villibráð og grilluðu sem steiktu kjöti, rauðu sem hvítu, einnig gott með saltfiski og frábært með mjúk- um ostum. Bragðmikið, fíngert, mikil lengd. Flott vín með alvöru mat. Verð í vínbúðum 1.490 kr. Matgæðingar landsins eru löngu farnir að huga að jólaskötunni á Þorláksmessu. Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans á Geirsgötu byrjaði að selja svöngum viðskiptavin- um sínum skötu í síðustu viku. Skatan er mörgum jafn mikil- væg á Þorláksmessu og jólagjaf- irnar á aðfangadag. Ein mest sjarmerandi fiskbúð landsins, Sægreifinn við Geirsgötu, byrj- aði um síðustu helga að bjóða við- skiptavinum sínum upp á skötu. Sægreifinn sjálfur, Kjartan Hall- dórsson, segir skötuna alltaf vera jafn vinsæla. ,,Þessi hefð er alls ekki að deyja út, frekar að verða sterkari,“ segir Kjartan. Hjá Sægreifanum er hægt að koma alla daga fram að jólum og fá sér skötu í hádeginu. Auk skötunnar býður Sægreifinn upp á fjölmarga aðra rétti, en hum- arsúpan hans er löngu orðin víð- fræg sem og síldarbarinn hans sem er einn sá veglegasti sem hægt er að finna. Állinn er samt helsta ástríða Kjartans enda mikill áhugamaður um veiðar á honum og hjá Sægreifanum er meðal annars hægt að fá bragð- góðan reyktan ál. Hann segir að bændur og sjómenn ættu að vera duglegri að veiða álinn því hann finnist víða, meðal annars við Grindavík. Kjartan segir að það sé afar einfalt að elda skötuna. ,,Hún er bara soðin í svona fimm til sjö mínútur. Svo er bara að fá sér rúgbrauð með smjöri með. Svo vilja menn náttúrulega líka allt- af fá hnoðmör og hamsatólg.“ Kjartan segir svo að í eftirrétt sé gott að fá sér Steingrím með rús- ínum. ,,Gamli forsætisráðherr- ann, Steingrímur Hermannsson, hvatti fólk til þess að borða mik- inn grjónagraut því hann væri hollur.“ Kjartan telur að hann geti tekið á móti um 25 manns á Sægreifan- um og eins og áður segir er þar hægt að fá skötu alla daga fram að jólum auk fjölbreytts úrvals fiskrétta. Jólaskatan hjá Sægreifanum Sægreifinn Kjartan Halldórsson segir skötuna vera algjört lostæti. E.ÓL PUJOL: Njótum þess að drekka lífrænt um jólin Marqués de Cáceres er eitt þekkt- asta vínhús frá Rioja á Spáni. Þeirra þekktasta afurð er Marqués de Cáceres Crianza sem er frægt fyrir að vera uppá- haldsvín Spánarkonungs. Tímaritið Wine & Spirits velur á hverju ári vinsælasta vínið frá Spáni og sigraði Marques de Cáceres fjórða árið í röð með miklum yfirburðum. Vín sem svíkur engan og er löngu orðið sígilt í vínheiminum. Vínið er framleitt úr 85% tempranillo- og 15% garnacha- og graciano-þrúgum og hefur verið í 15 til 18 mánuði í eik og 14 mánuði í flösku áður en það er sett á markað. Þurrt rauðvín með eik, reyk og mildri vanillu. Verð í vínbúðum 1.290 kr. MARQUES DE CÁCERES: Vinsælasta vínið fjórða árið í röð! 40 g smjör 40 g hveiti 40 ml mjólk 150 g rauðbeður 175 ml safi 3 epli 1 tsk. sinnep 1/4 tsk. salt 2 tsk. sykur Eplin afhýdd og skorin í fínar ræmur. Sama með rauðbeðurnar, sett til hliðar. Smjörið brætt í potti og hveitinu jafnað saman við, þynnt með hitaðri mjólk og rauðbeðusafanum, sem má vera kaldur. Sósan soðin í nokkrar mínútur, hrært vel í á meðan, en gott er að taka pottinn af hellunni meðan hrært er í. Sinnepi, sykrinum og saltinu bætt í, og segir María að ef fólk vilji rauðari lit í sós- una megi bæta ávaxtalit út í á þessu stigi. Þegar sósan er orðin köld er eplum og rauðbeðum bætt út í og salatinu svo hrært varlega saman. Salatið er síðan borið fram kalt með hangikjötinu á jóladag. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR SEGIR EPLASALAT MÓÐUR SINNAR VERA ÓMISSANDI MEÐ HANGKJÖTINU Á JÓLADAG. Jólasalat með hangikjötinu Hnetusteik á hátíðaborðið Hnetusteikin er þannig krydduð að hægt er að borða allt með henni sem haft er með öðrum steikum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Frí heimsending • Pöntunarsími: 554-6999 www.jumbo.is Gerið sjálf ykkar gæðavín Hangikjöt er ágætt að sjóða daginn áður en það er borðað ef það á að vera kalt. Margir sjóða hangikjötið á Þorláksmessu hvort sem þeir hafa það á aðfangadag eða jóladag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.