Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 48
[ ]Jólasímtöl eru alltaf skemmtileg. Það getur verið notalegt að eyða síðustu kvöldunum fyrir jól í það að hringja í vini og ættingja sem maður heyrir kannski ekki oft í og gefa sér smá tíma til þess að spjalla um leið og maður óskar þeim gleðilegra jóla.
Katrín Dagmar Jónsdóttir
og Elínborg Lorens eru þátt-
takendur í Mentor-verkefninu
vináttu. Fyrr í haust sögðu þær
frá því hvernig það fór af stað
hjá þeim en þær eru búnar að
gera ýmislegt síðan þá.
Þann fyrsta desember var jóla-
stund Velferðarsjóðs barna haldin
í húsnæði Íslenskrar erfðagrein-
ingar. Kallý og Ella fóru þangað og
hittu aðra mentora og börn. „Þetta
var rosalega skemmtilegt,“ segir
Kallý. Eftir að skipulagðri dagskrá
lauk var öllum gestum boðið upp
á veitingar. „Heilsuleikskólinn
var með atriði og þess vegna var
líka boðið upp á grænmeti,“ segir
Kallý. „Svo voru bekkjarbræður
mínir, sem við köllum tvíburana,
þarna,“ segir Ella. „Það eru tveir
strákar sem eru með sama ment-
orinn. Þeir eru vinir og eru jafn-
stórir og alltaf með eins húfur.
Þess vegna köllum við þá tvíbur-
ana,“ útskýrir Kallý.
Kallý og Ella bökuðu síðan
piparkökur um miðjan desember
og skemmtu sér konunglega við
það. Þá hitti Ella bróður Kallýj-
ar sem er að verða sautján ára og
þau náðu strax mjög vel saman.
„Hann er svo skemmtilegur,“
segir Ella. Þegar þær voru búnar
að baka piparkökurnar kom hann
og hjálpaði þeim að skreyta þær.
„Hann gerði svona E á jólasvein,“
segir Ella og hlær. „Hann sagði
að hann ætti þessa köku því hún
væri merkt honum en hann heitir
Eyjólfur,“ segir Kallý. „Þá sagði
ég að ég héti Elínborg svo þetta
gæti alveg eins verið mín kaka,“
segir Ella.
Kallý og Ella segjast alltaf
vera að verða nánari. „Það er oft
ekkert eins og það séu þrettán ár á
milli okkar og hún er bara eins og
besta vinkona mín,“ segir Kallý.
„Við getum talað um allt mögu-
legt,“ segir Ella. „Við tölum um
lífið og tilveruna, hvernig gengur
í skólanum hjá okkur báðum og
vinina,“ bætir Kallý við.
Kallý og Ella hittast ekki aftur
fyrr en eftir áramót en þær eru
búnar að gefa hvorri annarri jóla-
gjafir. Þær vilja samt alls ekki
gefa upp hvað er í pökkunum og
segja að það komi bara í ljós.
emilia@frettabladid.is
Talað um allt mögulegt
Kallý og Ella hittast í síðasta skipti fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kallý og Ella baka piparkökur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kallý og Ella á jólastund Velferðarsjóðs
barna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ljósaserían gengur fyrir batterí-
um og fékk Kolbrún hana að gjöf
frá móður sinni. Aðspurð að því
hvort hún ætli að setja upp serí-
una fyrir þessi jól segir Kolbrún
að svo sé. Líklegast þó bara á Þor-
láksmessu og kannski eitthvað
örlítið meir, en hún segist ekki
tíma frekari pening í batterí því
ljósaserían sé mjög frek á þau,
hún þurfi að skipta um rafhlöður
á þriggja tíma fresti.
„Viðskiptavinirnir tóku fram-
takinu bara mjög vel og einhverjir
sögðu mér að þeir væru ánægðir
með þetta hjá mér,“ segir Kolbrún.
Aðspurð að því hvort nokkur
óþægindi svo sem hausverkur eða
ofhitnun fylgi því að bera seríuna
segir hún að svo sé alls ekki, það
hafi að minnsta kosti ekki borið á
því hingað til.
Kolbrún er þó mikið meira
en stúlka með jólaseríu í hárinu,
hún er í fornámi við Myndlist-
arskólann í Reykjavík og segist
vera mjög ánægð þar. Aðspurð
segist hún vel geta hugsað sér
að reyna frekar fyrir sér í list-
námi, þá helst erlendis. Hún hefur
starfað í rúm tvö ár á Kaffitári Í
Kringlunni og því liðtækur kaffi-
barþjónn. „Það er mjög gaman að
vinna um jólin, kannski fyrir utan
sjálfan aðfangadaginn en þá er
fólk í miklu stressi eftir að hafa
uppgötvað að það hefur gleymt
öllum jólagjöfunum, en hins
vegar er mjög gaman að vinna á
Þorláksmessu. Þá er góð stemn-
ing í Kringlunni og fólk er í jóla-
skapinu, svo drekkum við púrtvín
saman á meðan við lokum það
kvöldið. Það er mikið partí hérna
í Kringlunni á Þorláksmessu,“
segir Kolbrún eiturhress.
jonragnar@frettabladid.is
Með jólin í hárinu
Kolbrún Ýr með seríuna góðu.