Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 51

Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 51
FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 Fjölskylduráð hefur hrint af stað átaki til að hvetja fólk að minnast þess hvað gerir jólin sérstök. Eru það gjafirnar, maturinn eða samverustund- irnar? Höfum við tapað okkur í neyslu og gleymt innihaldi jólanna? „Það kom upp umræða í fjölskyldu- ráðinu að það þyrfti að breyta íslensku jólahaldi,“ segir Björg Kjartansdóttir, vefstjóri vefs fjöl- skylduráðs www.fjolskylda.is. Í kjölfar þess ályktaði fjölskylduráð að fjölskyldan ætti að njóta jólanna á eigin forsendum í stað þess að taka þátt í neyslukapphlaupinu. Í það var ráðist að hvetja fólk til að hugsa til þess hverju það man best eftir frá fyrri jólum. „Við héldum málþing undir yfirskriftinni Að neyta eða njóta jólanna? og opnuð- um síðu á vef okkar þar sem hægt er að skrá niður jólaminningar,“ segir Björg. Með þessu vill fjölskylduráð benda á að það eru ekki stórar gjaf- ir eða vegleg hlaðborð sem helst mynda minningar heldur samveru- stundir fjölskyldu og vina. „Við viljum að fólk staldri við og átti sig á hverju það man eftir frá bernsku- jólum sínum,“ segir Björg. Jólahluti fjölskylduvefsins er öllum opinn en þrátt fyrir jákvæð viðbrögð eru fáir sem skrifa. Björg mælir með því að foreldrar spyrji börn sín hvers þau minnist frá fyrri jólum. Svarið gæti komið á óvart. „Þegar ég spurði 10 ára son minn svaraði hann að það hefði verið þegar við bjuggum til pasta, hann vildi gera það að árlegri hefð,“ segir Björg. „Það tók allan daginn og fjölskyldan stóð saman í þessu og þetta þótti honum minni- stæðast.“ tryggvi@frettabladid.is Samvera býr til góðar minningar Þessi roskna kona vildi örugglega heldur eyða jólunum með fjölskyldunni en pakka- hrúgu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Gáttaþefur heimsækir Þjóðminja- safnið kl. 11. Jólahrollur í hádeginu - Jón Hallur Stefánsson les úr bók sinni Krosstré í Þjóðmenningarhúsinu kl. 12.15. Kertaljósatónleikar Camerarctica í Dómkirkjunni kl. 21. Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Kári Þormar orgelleikari flytja Maríusöngva í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 18. á jóladöfinni } 22.desember Nonni GULL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.