Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 72
BÆKUR
[UMFJÖLLUN]
Öðru hverju berast okkur hing-
að til lands bækur úr öðrum
heimshlutum sem bera með sér
sætkenndan ilm kryddjurta fjar-
lægra slóða, reyk frá framandi
hlóðum, skuggamyndir átaka sem
við þekkjum í besta falli úr frétt-
um; í stuttu máli bækur sem birta
okkur í svip örlög annarra þjóða,
og um leið annan skilning á hlut-
verki bókmennta en við eigum
nú að venjast. Þetta eru skáld-
sögur einsog Hús andanna eftir
Isabel Allende, sem hafði hljóm-
botn sinn ¿ dýpri og sterkari en í
seinni verkum höfundar ¿ úr sögu
Chile á 20. öld; eða The Famished
Road eftir nígeríska höfundinn
Ben Okri. Flugdrekahlauparinn
eftir Khaled Hosseini er slík saga.
Sögusvið hennar er Afganistan
síðustu þrjátíu ára og samfélag
afganskra útlaga í Bandaríkjun-
um, saga hennar sótt í brunn þjóð-
ar sem hefur mátt þola öldungis
yfirgengilegar hörmungar.
Afganistan, segir í bókinni,
er land þar sem er svo mikið af
börnum og svo lítið af bernsku og
kannski er það leiðarstef verks-
ins. Sagan á upphaf sitt í bernsku
aðalpersónunnar, Amir, snemma
á áttunda áratugnum, á þeim
tíma þegar enn var hægt að eiga
bernsku í Afganistan, hvað sem
harðri stéttaskiptingu og trúar-
bragðaátökum leið. Ósjálfrátt
kemur lesandanum á óvart að
ungir drengir í Kabúl skuli hafa
horft á myndir Clints Eastwood,
þyrpst á fótboltaleiki og flogið
flugdrekum. Bókin segir frá Amir
og besta vini hans Hassan, vináttu
þeirra og svikum og dramatískum
örlögum fjölskyldna þeirra meðan
stjórnarbyltingar fara einsog far-
sóttir yfir landið: Konunginum er
steypt 1973, kommúnistar ræna
völdum fimm árum síðar, Sovét-
menn gera innrás og hrekjast svo
á brott og þá hefst grimmúðlegt
valdaskeið talíbana, en síðustu
kaflar bókarinnar gerast undir
lok þess.
Flugdrekahlauparinn er hvergi
nærri gallalaus skáldsaga, setji
menn sig í krítískar stellingar
vestrænnar bókmenntafræði.
Hún ber þess reyndar merki að
höfundurinn fór ungur í útlegð til
Bandaríkjanna og hefur búið þar
síðan; hún er ekki laus við klisjur
og melódrama og fléttan er næst-
um of úthugsuð. En það fellur allt
í skugga þess að bókin er hreint
ótrúlega áhrifamikil. Að nokkru
leyti liggur það í möguleikum
skáldsögunnar til að miðla okkur
hversdagslífi fólks við erfiðustu
aðstæður, til að komast handan
við fréttamiðla og sagnfræðiverk.
Höfundurinn sagði um þetta í við-
tali við Morgunblaðið: Skáldsögur
„geta tekið lesendur og stillt þeim
upp á ákveðnum stað og tíma
þannig að þeir geti nánast andað
að sér andrúmsloftinu á staðnum“.
Þetta gerist í Flugdrekahlaupar-
anum: Við skynjum öngþveitið á
basarnum í Kabúl og þess vegna
líka raunalega endursköpun þess
í samfélagi afganskra útlaga; við
finnum dísellyktina í tanki olíu-
bílsins sem flytur flóttafólk frá
Afganistan, verðum bílveik með
Amir þegar hann hossast yfir
fjallaskörðin, við finnum nánast
lyktina af þeirri botnlausu mann-
vonsku sem fjölskylda Hassans
má þola.
Það er hinn áþreifanlegi bak-
grunnur sem gerir þessa sögu
um sammannlega þætti, vináttu,
svik, sekt og fyrirgefningu, svona
sterka. Og ljær henni líka tákn-
gildi, því Vesturlönd brugðust
þessu fátæka landi á örlagastundu
rétt einsog Amir vini sínum, hér
er líka komin dæmisaga um örlög
smáþjóðar á öfgafullri öld.
Flugdrekahlauparinn er fyrsta
skáldsaga Khaled Hosseini sem
starfar sem læknir í Bandaríkj-
unum. Honum er augljóslega annt
um að draga upp mynd af þjóð
sinni, átakanlega en líka stundum
grátbroslega og óneitanlega er
gaman að sjá drætti sem minna
sterkt á Íslendinga. Settu tvo
Afgana í herbergi, segir á einum
stað, og eftir tíu mínútur eru
þeir búnir að rekja saman ættir.
En umfram allt opnar þessi saga
okkur eitt andartak sýn á fólk sem
mest af öllu þráði bara eitt: að fá
að vera í friði.
Þýðingin er áferðarfalleg
og læsileg að því undanskildu
að enskan gægist stöku sinnum
fram („Hvaða gagn hafði enda
þjónn fyrir hið ritaða orð?“ segir
á bls. 27). Frummál sögunnar er
enska, en mörg orð úr farsí eða
persnesku, einu útbreiddasta
tungumálinu í Afganistan, fá að
fljóta með og ljær það textanum
skemmtilegan svip.
- Halldór Guðmundsson
Örlög þjóðar
FLUGDREKAHLAUPARINN
Höf: Khaled Hosseini
Þýð: Anna María Hilmarsdóttir
Útg: JPV
Niðurstaða: Flugdrekahlauparinn er hvergi
nærri gallalaus skáldsaga, setji menn sig í krít-
ískar stellingar vestrænnar bókmenntafræði.
En það fellur allt í skugga þess að bókin er
hreint ótrúlega áhrifamikil.
Fim. 29. des. örfá sæti laus
Fös. 20. jan.
Lau. 21. jan.
Gleðileg jól!
������������������������������� ���������������������������������������� ��������������������
��������������������������������������������������������������������������������
������������������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������������������������������������������������
������������ ��������������������������������������������������
��������� ���������������� ������������������������ ����� ����������������
������� ��������������������������������������������� �������
��������������������������
������������ �������������� �� �����������
Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar.
GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
uppselt
örfá sæti laus
uppselt
laus sæti
laus sæti
laus sæti
þriðjudagur
miðvikudagur
fimmtudagur
fimmtudagur
föstudagur
laugardagur
27.12
28.12
29.12
05.01
13.01
14.01
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20
Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í
JANÚAR. MIÐAVERÐ 2.500- KR.
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN GJAFAKORT Í
BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST
MIÐASALAN ER OPIN:
23.12. 10-20, 24.12. 10-12
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
22. desember 2005 FIMMTUDAGUR52